Handbolti

Löwen tapaði í Danmörku | Alexander markahæstur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Rhein-Neckar Löwen tapaði fyrir KIF Kolding Köbenhavn í toppslag liðanna í sínum riðli í EHF-bikarnum í handbolta.

Danirnir voru með tveggja marka forystu í hálfleik, 13-11. Löwen náði nokkrum sinnum að jafna metin í síðari hálfleik en heimamenn voru yfirleitt skrefinu á undan og unnu að lokum tveggja marka sigur, 25-23.

Alexander Petersson var markahæstur í liði Löwen með sex mörk en hann var duglegur að skjóta á markið í dag. Alexander tók sér frí á HM í handbolta vegna þrálátra axlarmeiðsla en hann var mikið í boltanum í dag. Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði þrjú mörk og skilaði sínu. Þjálfari liðsins er Guðmundur Guðmundsson.

Miklu munaði um frammistöðu Kasper Hvidt í marki Kolding en hann varði oft á ögurstundu fyrir sína menn.

KIF Kolding Köbenhavn var reist á rústum AG Kaupmannahafnar sem varð gjaldþrota í sumar og sameinað við Kolding. Liðið er í efsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar.

Liðin leika í B-riðli EHF-keppninnar og er KIF nú í efsta sæti riðilsins með sex stig eftir þrjá leiki. Löwen er í öðru sæti með fjögur stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×