Handbolti

Dagur með hálsbólgu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dagur með Bob Hanning.
Dagur með Bob Hanning. Nordic Photos / Getty Images
Óvíst er hvort að Dagur Sigurðsson, þjálfari Füchse Berlin, geti stýrt liði sínu gegn Pick Szeged í Meistaradeild Evrópu á morgun.

Dagur hefur legið í rúminu síðustu daga með hálsbólgu, eftir því sem kemur fram í þýskum fjölmiðlum.

Leikurinn er þó í raun þýðingarlaus þar sem að Füchse Berlin er öruggt með annað sæti D-riðils og getur ekki náð efsta sætinu af Barcelona.

Bob Hanning, framkvæmdarstjóri félagsins, ætlar þó ekki þar með að gefa sigurinn frá sér. „Þetta er jú leikur í Meistardeildinni, þrátt fyrir allt. Við viljum fara með sigur inn í leikinn gegn Kiel í næstu viku," sagði hann en liðin mætast í toppslag þýsku deildarinnar á miðvikudaginn næstkomandi.

Leikur Füchse Berlin og Pick Szeged hefst klukkan 18 á sunnudagskvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×