Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Stjarnan 88-100 Kristinn Páll Teitsson skrifar 21. febrúar 2013 14:31 Mynd/Daníel Stjarnan vann í kvöld öruggann 88-100 sigur á ÍR í Dominos deild karla. Góður kafli í öðrum leikhluta byggði upp forskot sem þeir létu aldrei frá sér og unnu að lokum öruggan sigur. ÍR-ingar sátu á botni deildarinnar fyrir leiki kvöldsins með átta stig. Það er þó stutt í næstu lið og þurfa þeir aðeins nokkra sigra til að vera komnir í 8. sætið sem gefur sæti í úrslitakeppninni. Stjörnumenn komu inn í þennan leik sem nýkrýndir bikarmeistarar. Þeir unnu öruggan sigur á Grindvíkingum á laugardaginn en höfðu tapað fjórum leikjum í röð í deildinni fyrir leik kvöldsins. Liðin skiptust á forskotinu í fyrsta leikhluta, bæði liðin áttu ágætis rispur og tóku forskotið tímabundið en náðu aldrei afgerandi forskoti. Í öðrum leikhluta komu gestirnir hinsvegar mun einbeittari til leiks og með góðum 16-2 kafla náðu þeir fljótlega góðu forskoti sem þeir héldu allt til leikhlés. Þrátt fyrir að vera með 12 tapaða bolta gegn aðeins 4 vann það með Stjörnumönnum að þeir voru að taka mun fleiri fráköst ásamt því að vera að hitta vel fyrir utan þriggja stiga línuna á meðan ÍR-ingar voru kaldir fyrir utan línuna. Þriðji leikhluti var jafn, í hvert sinn sem ÍR-ingar byrjuðu að saxa á forskot Stjörnunnar kom áhlaup frá gestunum og var staðan 78-62 í lok þriðja leikhluta. Í fjórða leikhluta kláruðu leikmenn Stjörnunnar leikinn fljótt og juku þeir jafnt og þétt muninn sem fór mest upp í 21 stig og kláruðu einfaldlega leikinn. ÍR-ingar klóruðu aðeins í bakkann á seinustu mínútunum og minnkuðu muninn niður í 12 stig áður en leiknum lauk. Þrátt fyrir að tapa mun fleiri boltum í leiknum var sigur Stjörnunnar öruggur. Þeir einfaldlega áttu teiginn og tóku mun fleiri fráköst sem skiluðu mörgum dýrmætum stigum. Þriggja stiga nýtingin var ekki jafn góð í seinni hálfleik líkt og hún var í fyrri en góð var hún og mun betri en nýting ÍR-inga fyrir utan þriggja stiga línuna.ÍR: Eric James Palm 33, Sveinbjörn Claessen 14, Hjalti Friðriksson 13, D'Andre Jordan Williams 9, Þorvaldur Hauksson 9, Ellert Arnarsson 4, Nemanja Sovic 2, Vilhjálmur Theodór Jónsson 2, Þorgrímur Emilsson 2.Stjarnan: Brian Mills 18, Jovan Zdravevski 17/15 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 14, Justin Shouse 14/11 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 13, Jarrid Frye 10,Fannar Freyr Helgason 8, Dagur Kári Jónsson 6. Teitur: Þurfum á öllum mögulegum stigum að halda„Við vissum að þetta yrði erfitt í dag eftir gleði helgarinnar. Það er oft erfitt að rífa sig upp eftir slíkt, við hinsvegar héldum bara áfram að spila vel sem ég var ánægður með," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn. „Það er alveg rétt að það er algengt að lið tapi fyrsta leik eftir sigur í úrslitaleik en ég er mjög ánægður með strákana í kvöld. Við þurfum á öllum mögulegum stigum að halda til að reyna að koma okkur aftur í hópinn fyrir ofan okkur.Ég er líka ánægður að fá ekki Grindavík á útivelli í kvöld, þeir vildu eflaust ná pirringnum yfir tapinu út í leiknum í kvöld.," Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik þar sem leikmenn Stjörnunnar áttu í erfiðleikum með að halda boltanum, þeir töpuðu boltanum þrettán sinnum í fyrstu tveimur leikhlutunum. „Það er einfaldlega allt allt of mikið, við vorum með níu tapaða bolta í öllum leiknum á laugardaginn. Við vorum hinsvegar að skjóta boltanum mjög vel allann leikinn þannig þetta var einfaldlega spurning um að halda boltanum betur. Ef við hefðum passað boltann betur og skotið svona hefðum við getað farið með 25 stiga forskot inn í hálfleikinn." „Við vissum að þeir myndu ekki geta haldið þessarri hápressuvörn allann leikinn, það er einfaldlega ekkert lið í heiminum sem getur það. Um leið og þeir duttu aðeins aftur vorum við með fríska menn tilbúna og skotin héldu áfram að detta." „Mér fannst leikurinn skemmtilegur og strákarnir höfðu gaman af þessu. Menn voru að leita að auka sendingum og við vorum að dreifa boltanum vel. Það er flott og segir það að við séum að spila sem lið, þá er erfitt að ráða við okkur," sagði Teitur. Herbert: Snýst um að missa ekki trúna„Við bjuggumst við erfiðum leik, Stjarnan vann bikarmeistaratitilinn á laugardaginn og eru með gott lið gætu verið ofar í deildinni," sagði Herbert Arnarson, þjálfari ÍR eftir leikinn. „Þeir eiga eftir að láta til sýn taka, þeir voru einfaldlega betri en við í kvöld," Eftir jafnræði í fyrsta leikhluta náðu Stjörnumenn góðum 16-2 kafla í öðrum leikhluta sem ÍR-ingar náðu aldrei að komast yfir. „Í heildina erum við aldrei út úr leiknum fyrr en rétt undir lokin. Þetta snýst um að þristur detti hér eða þar, mér fannst þeir ekki ná að hrista okkur frá sér fyrr en rétt undir lokin. Við vorum að reyna að keppa við þá allann tímann og þeir þurftu að vinna fyrir þessu," Liðin áttu ólíku gengi að fagna fyrir utan þriggja stiga línuna í leiknum, á meðan allt virtist detta niður hjá Stjörnumönnum þá voru ÍR-ingar ekki að hitta vel. „Stjarnan er með fanta góða leikmenn inní teignum, góða leikmenn til að keyra inn á körfuna og til að toppa það eru þeir með góðar skyttur fyrir utan. Þú þarft einfaldlega að covera allar hliðir körfuboltans gegn Stjörnunni og þú þarft góðann leik til að eiga möguleika." „Í fyrri hálfleik náum við að taka fleiri fráköst en í seinni hálfleik fara þeir að rífa niður sóknarfráköst trekk í trekk. Því fór sem fór, þeir einfaldlega átu okkur undir körfunni í seinni hálfleik," ÍR sitja enn í neðsta sæti eftir leiki kvöldsins en þeir geta huggað sig við að næstu lið töpuðu einnig leikjunum sínum í kvöld. „Það er það sem er skemmtilegt við þetta, við höldum áfram. Þessi leikur er búinn og það má ekki dvelja við hann, það verður að halda áfram," sagði Herbert. „Þetta snýst einfaldlega um að missa ekki trúna heldur halda áfram með það sem við höfum verið að æfa."Leik lokið: Stjarnan vinnur öruggan sigur. Fjórði leikhluti: 20 stiga munur þegar tæplega tvær mínútur eru eftir, þessi leikur er búinn og stigin fara í Garðabæinn í kvöld. Fjórði leikhluti: Tíminn er óvinur ÍR-inga þessa stundina, þeir eru sextán stigum undir þegar rúmlega fjórar mínútur eru eftir. ÍR 74 - 90 Stjarnan. Fjórði leikhluti: Herbert tekur leikhlé þegar tæplega átta mínútur eru eftir. Munurinn er kominn í 17 stig. ÍR 67 - 84 Stjarnan. Þriðja leikhluta lokið - ÍR 62 - 78 Stjarnan: Jovan Zdravevski setur niður þrist til að loka leikhlutanum, gott gengi gestanna fyrir utan þriggja stiga línuna heldur áfram en þeir eru komnir með 12 í 18 skotum. Þeir eru einnig að gjörsigra baráttuna undir körfunni með 32 frákast gegn 18. Þriðji leikhluti: ÍR-ingar virðast fá svör eiga þessa stundina, Stjörnumenn hirða hvert frákastið á eftir öðru undir körfunni hjá heimamönnum. ÍR 60 - 75 Stjarnan. Þriðji leikhluti: Góður 12-4 kafli hjá Stjörnunni, ná að komast aftur frá heimamönnum. ÍR 54 - 68 Stjarnan. Þriðji leikhluti: Marvin Valdimarson fær sína fjórðu villu þegar tæplega tvær mínútur eru búnar af þriðja leikhluta. Ósáttur með dómarana en fær sér sæti á bekknum. ÍR 50 - Stjarnan 56. Hálfleikur - ÍR 42 - 51: Ágætis lokakafli hjá heimamönnum og þeir minnka muninn niður í níu stig. Stjörnumenn halda áfram að tapa boltanum ítrekað, komnir með tólf tapaða bolta í hálfleik. Annar leikhluti: Brian Mills verður fyrir einhverju hnjaski í baráttunni undir körfunni, dómararnir eru ekkert að stöðva leikinn fyrr en ÍR-ingar kláruðu sóknina. ÍR 38 - 51 Stjarnan. Annar leikhluti: Leikmenn Stjörnunnar sjóðheitir fyrir utan þriggja stiga línuna, búnir að hitta 8 af 11 skotum sínum fyrir aftan línuna. ÍR-ingar hafa hinsvegar verið kaldir fyrir utan þriggja stiga línuna, aðeins 3 af 11 skotum þeirra hafa endað ofaní. ÍR 38 - 48 Stjarnan. Annar leikhluti: Stjörnumenn að spila mun betur þessa stundina, þeir eru búnir að hitta 7 af 9 skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna. Herbert, þjálfari ÍR-inga neyðist til að taka leikhlé enda leikmenn hans ekki í takti við leikinn þessa stundina og hafa tapað síðustu mínútum 16-2. ÍR 25 - 40 Stjarnan. Annar leikhluti: Stjarnan leiðir flesta tölfræðiþætti í upphafi annars leikhluta, hafa tekið fleiri fráköst og eru að skjóta mun betur en ÍR-ingar. ÍR 23 - 27 Stjarnan. Fyrsta leikhluta lokið - ÍR 21 - 24 Stjarnan: Góður sprettur gestanna rétt fyrir lok leikhlutans. Þrátt fyrir að vera með 7 tapaða bolta í leikhlutanum eru Stjörnumenn yfir eftir fyrsta leikhluta. Fyrsti leikhluti: Jarrid Frye, leikmaður Stjörnunnar kominn með tvær villur eftir aðeins 7 mínútur. Góður kafli frá heimamönnum sem eru komnir með forskotið aftur. ÍR 19 - 16 Stjarnan. Fyrsti leikhluti: Góður 8-2 kafli gestanna og þeir eru komnir með forystuna. ÍR 9 - 13 Stjarnan. Fyrsti leikhluti: Þónokkrir tapaðir boltar fyrstu mínúturnar. Eric Palm jafnar fyrir ÍR-inga með þriggja stiga sókn, keyrir inn á körfuna og nær að koma boltanum ofaní auk þess að fá vítaskot. ÍR 5 - 5 Stjarnan. Fyrsti leikhluti: Gestirnir vinna uppkastið og leikurinn er hafinn. Fyrir leik: Stjarnan vann fyrri leik liðanna nokkuð sannfærandi í Garðabænum með 20 stiga mun, 89-69. Annar bragur hefur hinsvegar verið á heimamönnum eftir nýleg þjálfaraskipti þar sem Herbert Svavar Arnarson tók við. Þeir unnu sannfærandi sigur á Skallagrím í fyrsta leik Herberts og héldu lengi í Íslandsmeistarana í síðustu umferð. Spurning hvort þeir geti spyrnt sér í átt frá botninum í kvöld. Fyrir leik: ÍR sitja á botni deildarinnar fyrir leiki kvöldsins, það er hinsvegar stutt í næstu lið og með nokkrum sigurleikjum í röð gæti liðið komist í úrslitakeppnina. Það er þéttur pakki í neðri hluta deildarinnar sem berst við fallsæti og á sama tíma lokasætið í úrslitakeppninni í vor. Fyrir leik: Spurning hvernig gestirnir koma inn í þennan leik, þeir sýndu flottan leik á laugardaginn en hafa verið að dragast úr lestinni í toppbaráttunni í deildarkeppninni. Þeir hafa tapað fjórum leikjum í röð í deildinni fyrir leiki kvöldsins. Fyrir leik: Í kvöld taka ÍR á móti nýkrýndum bikarameisturum. Garðbæingarnir unnu sinn annan bikarmeistaratitil í sögunni laugardaginn síðastliðin með 91-79 sigri á Grindavík. Fyrir leik: Velkomin á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjá meira
Stjarnan vann í kvöld öruggann 88-100 sigur á ÍR í Dominos deild karla. Góður kafli í öðrum leikhluta byggði upp forskot sem þeir létu aldrei frá sér og unnu að lokum öruggan sigur. ÍR-ingar sátu á botni deildarinnar fyrir leiki kvöldsins með átta stig. Það er þó stutt í næstu lið og þurfa þeir aðeins nokkra sigra til að vera komnir í 8. sætið sem gefur sæti í úrslitakeppninni. Stjörnumenn komu inn í þennan leik sem nýkrýndir bikarmeistarar. Þeir unnu öruggan sigur á Grindvíkingum á laugardaginn en höfðu tapað fjórum leikjum í röð í deildinni fyrir leik kvöldsins. Liðin skiptust á forskotinu í fyrsta leikhluta, bæði liðin áttu ágætis rispur og tóku forskotið tímabundið en náðu aldrei afgerandi forskoti. Í öðrum leikhluta komu gestirnir hinsvegar mun einbeittari til leiks og með góðum 16-2 kafla náðu þeir fljótlega góðu forskoti sem þeir héldu allt til leikhlés. Þrátt fyrir að vera með 12 tapaða bolta gegn aðeins 4 vann það með Stjörnumönnum að þeir voru að taka mun fleiri fráköst ásamt því að vera að hitta vel fyrir utan þriggja stiga línuna á meðan ÍR-ingar voru kaldir fyrir utan línuna. Þriðji leikhluti var jafn, í hvert sinn sem ÍR-ingar byrjuðu að saxa á forskot Stjörnunnar kom áhlaup frá gestunum og var staðan 78-62 í lok þriðja leikhluta. Í fjórða leikhluta kláruðu leikmenn Stjörnunnar leikinn fljótt og juku þeir jafnt og þétt muninn sem fór mest upp í 21 stig og kláruðu einfaldlega leikinn. ÍR-ingar klóruðu aðeins í bakkann á seinustu mínútunum og minnkuðu muninn niður í 12 stig áður en leiknum lauk. Þrátt fyrir að tapa mun fleiri boltum í leiknum var sigur Stjörnunnar öruggur. Þeir einfaldlega áttu teiginn og tóku mun fleiri fráköst sem skiluðu mörgum dýrmætum stigum. Þriggja stiga nýtingin var ekki jafn góð í seinni hálfleik líkt og hún var í fyrri en góð var hún og mun betri en nýting ÍR-inga fyrir utan þriggja stiga línuna.ÍR: Eric James Palm 33, Sveinbjörn Claessen 14, Hjalti Friðriksson 13, D'Andre Jordan Williams 9, Þorvaldur Hauksson 9, Ellert Arnarsson 4, Nemanja Sovic 2, Vilhjálmur Theodór Jónsson 2, Þorgrímur Emilsson 2.Stjarnan: Brian Mills 18, Jovan Zdravevski 17/15 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 14, Justin Shouse 14/11 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 13, Jarrid Frye 10,Fannar Freyr Helgason 8, Dagur Kári Jónsson 6. Teitur: Þurfum á öllum mögulegum stigum að halda„Við vissum að þetta yrði erfitt í dag eftir gleði helgarinnar. Það er oft erfitt að rífa sig upp eftir slíkt, við hinsvegar héldum bara áfram að spila vel sem ég var ánægður með," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn. „Það er alveg rétt að það er algengt að lið tapi fyrsta leik eftir sigur í úrslitaleik en ég er mjög ánægður með strákana í kvöld. Við þurfum á öllum mögulegum stigum að halda til að reyna að koma okkur aftur í hópinn fyrir ofan okkur.Ég er líka ánægður að fá ekki Grindavík á útivelli í kvöld, þeir vildu eflaust ná pirringnum yfir tapinu út í leiknum í kvöld.," Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik þar sem leikmenn Stjörnunnar áttu í erfiðleikum með að halda boltanum, þeir töpuðu boltanum þrettán sinnum í fyrstu tveimur leikhlutunum. „Það er einfaldlega allt allt of mikið, við vorum með níu tapaða bolta í öllum leiknum á laugardaginn. Við vorum hinsvegar að skjóta boltanum mjög vel allann leikinn þannig þetta var einfaldlega spurning um að halda boltanum betur. Ef við hefðum passað boltann betur og skotið svona hefðum við getað farið með 25 stiga forskot inn í hálfleikinn." „Við vissum að þeir myndu ekki geta haldið þessarri hápressuvörn allann leikinn, það er einfaldlega ekkert lið í heiminum sem getur það. Um leið og þeir duttu aðeins aftur vorum við með fríska menn tilbúna og skotin héldu áfram að detta." „Mér fannst leikurinn skemmtilegur og strákarnir höfðu gaman af þessu. Menn voru að leita að auka sendingum og við vorum að dreifa boltanum vel. Það er flott og segir það að við séum að spila sem lið, þá er erfitt að ráða við okkur," sagði Teitur. Herbert: Snýst um að missa ekki trúna„Við bjuggumst við erfiðum leik, Stjarnan vann bikarmeistaratitilinn á laugardaginn og eru með gott lið gætu verið ofar í deildinni," sagði Herbert Arnarson, þjálfari ÍR eftir leikinn. „Þeir eiga eftir að láta til sýn taka, þeir voru einfaldlega betri en við í kvöld," Eftir jafnræði í fyrsta leikhluta náðu Stjörnumenn góðum 16-2 kafla í öðrum leikhluta sem ÍR-ingar náðu aldrei að komast yfir. „Í heildina erum við aldrei út úr leiknum fyrr en rétt undir lokin. Þetta snýst um að þristur detti hér eða þar, mér fannst þeir ekki ná að hrista okkur frá sér fyrr en rétt undir lokin. Við vorum að reyna að keppa við þá allann tímann og þeir þurftu að vinna fyrir þessu," Liðin áttu ólíku gengi að fagna fyrir utan þriggja stiga línuna í leiknum, á meðan allt virtist detta niður hjá Stjörnumönnum þá voru ÍR-ingar ekki að hitta vel. „Stjarnan er með fanta góða leikmenn inní teignum, góða leikmenn til að keyra inn á körfuna og til að toppa það eru þeir með góðar skyttur fyrir utan. Þú þarft einfaldlega að covera allar hliðir körfuboltans gegn Stjörnunni og þú þarft góðann leik til að eiga möguleika." „Í fyrri hálfleik náum við að taka fleiri fráköst en í seinni hálfleik fara þeir að rífa niður sóknarfráköst trekk í trekk. Því fór sem fór, þeir einfaldlega átu okkur undir körfunni í seinni hálfleik," ÍR sitja enn í neðsta sæti eftir leiki kvöldsins en þeir geta huggað sig við að næstu lið töpuðu einnig leikjunum sínum í kvöld. „Það er það sem er skemmtilegt við þetta, við höldum áfram. Þessi leikur er búinn og það má ekki dvelja við hann, það verður að halda áfram," sagði Herbert. „Þetta snýst einfaldlega um að missa ekki trúna heldur halda áfram með það sem við höfum verið að æfa."Leik lokið: Stjarnan vinnur öruggan sigur. Fjórði leikhluti: 20 stiga munur þegar tæplega tvær mínútur eru eftir, þessi leikur er búinn og stigin fara í Garðabæinn í kvöld. Fjórði leikhluti: Tíminn er óvinur ÍR-inga þessa stundina, þeir eru sextán stigum undir þegar rúmlega fjórar mínútur eru eftir. ÍR 74 - 90 Stjarnan. Fjórði leikhluti: Herbert tekur leikhlé þegar tæplega átta mínútur eru eftir. Munurinn er kominn í 17 stig. ÍR 67 - 84 Stjarnan. Þriðja leikhluta lokið - ÍR 62 - 78 Stjarnan: Jovan Zdravevski setur niður þrist til að loka leikhlutanum, gott gengi gestanna fyrir utan þriggja stiga línuna heldur áfram en þeir eru komnir með 12 í 18 skotum. Þeir eru einnig að gjörsigra baráttuna undir körfunni með 32 frákast gegn 18. Þriðji leikhluti: ÍR-ingar virðast fá svör eiga þessa stundina, Stjörnumenn hirða hvert frákastið á eftir öðru undir körfunni hjá heimamönnum. ÍR 60 - 75 Stjarnan. Þriðji leikhluti: Góður 12-4 kafli hjá Stjörnunni, ná að komast aftur frá heimamönnum. ÍR 54 - 68 Stjarnan. Þriðji leikhluti: Marvin Valdimarson fær sína fjórðu villu þegar tæplega tvær mínútur eru búnar af þriðja leikhluta. Ósáttur með dómarana en fær sér sæti á bekknum. ÍR 50 - Stjarnan 56. Hálfleikur - ÍR 42 - 51: Ágætis lokakafli hjá heimamönnum og þeir minnka muninn niður í níu stig. Stjörnumenn halda áfram að tapa boltanum ítrekað, komnir með tólf tapaða bolta í hálfleik. Annar leikhluti: Brian Mills verður fyrir einhverju hnjaski í baráttunni undir körfunni, dómararnir eru ekkert að stöðva leikinn fyrr en ÍR-ingar kláruðu sóknina. ÍR 38 - 51 Stjarnan. Annar leikhluti: Leikmenn Stjörnunnar sjóðheitir fyrir utan þriggja stiga línuna, búnir að hitta 8 af 11 skotum sínum fyrir aftan línuna. ÍR-ingar hafa hinsvegar verið kaldir fyrir utan þriggja stiga línuna, aðeins 3 af 11 skotum þeirra hafa endað ofaní. ÍR 38 - 48 Stjarnan. Annar leikhluti: Stjörnumenn að spila mun betur þessa stundina, þeir eru búnir að hitta 7 af 9 skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna. Herbert, þjálfari ÍR-inga neyðist til að taka leikhlé enda leikmenn hans ekki í takti við leikinn þessa stundina og hafa tapað síðustu mínútum 16-2. ÍR 25 - 40 Stjarnan. Annar leikhluti: Stjarnan leiðir flesta tölfræðiþætti í upphafi annars leikhluta, hafa tekið fleiri fráköst og eru að skjóta mun betur en ÍR-ingar. ÍR 23 - 27 Stjarnan. Fyrsta leikhluta lokið - ÍR 21 - 24 Stjarnan: Góður sprettur gestanna rétt fyrir lok leikhlutans. Þrátt fyrir að vera með 7 tapaða bolta í leikhlutanum eru Stjörnumenn yfir eftir fyrsta leikhluta. Fyrsti leikhluti: Jarrid Frye, leikmaður Stjörnunnar kominn með tvær villur eftir aðeins 7 mínútur. Góður kafli frá heimamönnum sem eru komnir með forskotið aftur. ÍR 19 - 16 Stjarnan. Fyrsti leikhluti: Góður 8-2 kafli gestanna og þeir eru komnir með forystuna. ÍR 9 - 13 Stjarnan. Fyrsti leikhluti: Þónokkrir tapaðir boltar fyrstu mínúturnar. Eric Palm jafnar fyrir ÍR-inga með þriggja stiga sókn, keyrir inn á körfuna og nær að koma boltanum ofaní auk þess að fá vítaskot. ÍR 5 - 5 Stjarnan. Fyrsti leikhluti: Gestirnir vinna uppkastið og leikurinn er hafinn. Fyrir leik: Stjarnan vann fyrri leik liðanna nokkuð sannfærandi í Garðabænum með 20 stiga mun, 89-69. Annar bragur hefur hinsvegar verið á heimamönnum eftir nýleg þjálfaraskipti þar sem Herbert Svavar Arnarson tók við. Þeir unnu sannfærandi sigur á Skallagrím í fyrsta leik Herberts og héldu lengi í Íslandsmeistarana í síðustu umferð. Spurning hvort þeir geti spyrnt sér í átt frá botninum í kvöld. Fyrir leik: ÍR sitja á botni deildarinnar fyrir leiki kvöldsins, það er hinsvegar stutt í næstu lið og með nokkrum sigurleikjum í röð gæti liðið komist í úrslitakeppnina. Það er þéttur pakki í neðri hluta deildarinnar sem berst við fallsæti og á sama tíma lokasætið í úrslitakeppninni í vor. Fyrir leik: Spurning hvernig gestirnir koma inn í þennan leik, þeir sýndu flottan leik á laugardaginn en hafa verið að dragast úr lestinni í toppbaráttunni í deildarkeppninni. Þeir hafa tapað fjórum leikjum í röð í deildinni fyrir leiki kvöldsins. Fyrir leik: Í kvöld taka ÍR á móti nýkrýndum bikarameisturum. Garðbæingarnir unnu sinn annan bikarmeistaratitil í sögunni laugardaginn síðastliðin með 91-79 sigri á Grindavík. Fyrir leik: Velkomin á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjá meira