Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 22-25 | Valur bikarmeistari Elvar Geir Magnússon í Laugardalshöll skrifar 10. mars 2013 00:01 Mynd/Daníel Valur varð í dag bikarmeistari kvenna annað árið í röð. Þær unnu þá Fram í stórskemmtilegum leik í Laugardalshöllinni 25-22. Fram var yfir í hálfleik en Valsstúlkur áttu ótrúlega endurkomu í síðari hálfleik og tryggðu sér bikarinn. Þarna voru að keppa tvö bestu lið landsins og virtust Framstúlkur koma ákveðnari til leiks. Þær voru fjórum mörkum yfir í hálfleik. En það má aldrei útiloka hið ótrúlega sigursæla og öfluga liðs Vals. Eftir hálfleiksræðuna fóru þær rauðklæddu að sýna sitt rétta andlit. Þær unnu seinni hálfleikinn með sjö mörkum. Spennan var gríðarleg allt til enda en það voru Valskonur sem unnu verðskuldaðan sigur og var Þorgerður Anna Atladóttir valin maður leiksins.Stefán Arnarson: Fram var að rúlla yfir okkur"Í hálfleiknum fórum við bara yfir okkar leik. Settumst niður í rólegheitum og settum aðrar áherslur, færðum leikmenn um stöður og breyttum til í sóknarleiknum. Það gekk upp og við erum gríðarlega ánægð með það," sagði Stefán Arnarson, þjálfari Vals, eftir leikinn. "Fram var að rúlla yfir okkur í fyrri hálfleik, þær voru bara miklu betri. En það sýndi styrk okkar liðs að koma til baka. Það getur lent í áföllum en unnið samt. Það er gríðarlegur karakter í þessu liði. Það leggja sig allir 100% fram." En hvernig fannst Stefáni þessi tilraun HSÍ heppnast að vera með svona úrslitahelgi? "Mér fannst það heppnast mjög vel. Ég var reyndar alveg sáttur við gamla fyrirkomulagið en þetta er flott. Ég efast ekki um að HSÍ muni gera þetta ennþá betra."Guðný Jenný: Fann að við vorum að fara að klára þetta "Þetta er algjör himnasæla," sagði Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður Vals, eftir leikinn. "Við vorum ekki nægilega góðar í fyrri hálfleik, Fram spilaði vörnina framarlega og við virtumst ekki vera undir þetta búnar. Við vorum staðar í sókninni og þetta leit ekki nægilega vel út. En í seinni hálfleik lagaðist þetta. Við fórum að vinna boltann oftar og náðum að leysa sóknirnar okkar betur. Meðbyrinn var með okkur og maður fann það bara að við værum að fara að klára þetta. "Halldór Jóhann: Mjög svekktur Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Fram, var skiljanlega svekktur eftir leik. "Það er alltaf erfitt að tapa bikarúrslitum og maður er mjög svekktur en við eigum eftir að skoða þennan leik ítarlega í rólegheitum og finna út hvað fór úrskeiðis," sagði Halldór. "Það vantaði ákefð í liðið í byrjun seinni hálfleiks og Valur kemst á bragðið.Við vorum með tökin en héldum ekki áfram því sem við vorum að gera og þá datt þetta niður." Halldór segir að reynsla Valsliðsins hafi komið bersýnilega í ljós eftir hálfleikinn. Olís-deild kvenna Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Sjá meira
Valur varð í dag bikarmeistari kvenna annað árið í röð. Þær unnu þá Fram í stórskemmtilegum leik í Laugardalshöllinni 25-22. Fram var yfir í hálfleik en Valsstúlkur áttu ótrúlega endurkomu í síðari hálfleik og tryggðu sér bikarinn. Þarna voru að keppa tvö bestu lið landsins og virtust Framstúlkur koma ákveðnari til leiks. Þær voru fjórum mörkum yfir í hálfleik. En það má aldrei útiloka hið ótrúlega sigursæla og öfluga liðs Vals. Eftir hálfleiksræðuna fóru þær rauðklæddu að sýna sitt rétta andlit. Þær unnu seinni hálfleikinn með sjö mörkum. Spennan var gríðarleg allt til enda en það voru Valskonur sem unnu verðskuldaðan sigur og var Þorgerður Anna Atladóttir valin maður leiksins.Stefán Arnarson: Fram var að rúlla yfir okkur"Í hálfleiknum fórum við bara yfir okkar leik. Settumst niður í rólegheitum og settum aðrar áherslur, færðum leikmenn um stöður og breyttum til í sóknarleiknum. Það gekk upp og við erum gríðarlega ánægð með það," sagði Stefán Arnarson, þjálfari Vals, eftir leikinn. "Fram var að rúlla yfir okkur í fyrri hálfleik, þær voru bara miklu betri. En það sýndi styrk okkar liðs að koma til baka. Það getur lent í áföllum en unnið samt. Það er gríðarlegur karakter í þessu liði. Það leggja sig allir 100% fram." En hvernig fannst Stefáni þessi tilraun HSÍ heppnast að vera með svona úrslitahelgi? "Mér fannst það heppnast mjög vel. Ég var reyndar alveg sáttur við gamla fyrirkomulagið en þetta er flott. Ég efast ekki um að HSÍ muni gera þetta ennþá betra."Guðný Jenný: Fann að við vorum að fara að klára þetta "Þetta er algjör himnasæla," sagði Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður Vals, eftir leikinn. "Við vorum ekki nægilega góðar í fyrri hálfleik, Fram spilaði vörnina framarlega og við virtumst ekki vera undir þetta búnar. Við vorum staðar í sókninni og þetta leit ekki nægilega vel út. En í seinni hálfleik lagaðist þetta. Við fórum að vinna boltann oftar og náðum að leysa sóknirnar okkar betur. Meðbyrinn var með okkur og maður fann það bara að við værum að fara að klára þetta. "Halldór Jóhann: Mjög svekktur Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Fram, var skiljanlega svekktur eftir leik. "Það er alltaf erfitt að tapa bikarúrslitum og maður er mjög svekktur en við eigum eftir að skoða þennan leik ítarlega í rólegheitum og finna út hvað fór úrskeiðis," sagði Halldór. "Það vantaði ákefð í liðið í byrjun seinni hálfleiks og Valur kemst á bragðið.Við vorum með tökin en héldum ekki áfram því sem við vorum að gera og þá datt þetta niður." Halldór segir að reynsla Valsliðsins hafi komið bersýnilega í ljós eftir hálfleikinn.
Olís-deild kvenna Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Sjá meira