
"Ég fór út til Los Angeles í janúar í myndatöku hjá Playboy vegna þess að ég vann nóvemberkeppnina. Svo er ég búin að fá boð um að vinna úti í Cancun í Mexíkó sem Playboy kanína í sumar ef ég vil."
Er Playboykanínustarfið vel launað? "Já það er mjög vel borgað. Eina sem stoppar mig er að ég á lítinn strák sem er að verða 1 árs eftir nokkra daga og þetta veltur allt á því hvort að móðir mín flytji með okkur út eða ekki. Mér finnst það mjög spennandi tækifæri og sé til hvað ég geri."


Hvernig leið þér þarna? "Ég var trítuð eins og seleb í LA og ljósmyndararnir eltu okkur út um allt og fólk vildi fá myndir af sér með okkur og af okkur og bað um eiginhandaráritanir."

"Ég kynntist fullt af fólki þarna úti. Ég fór í myndatöku í villu í Hollywood Hills og fór í ferð um Playboy Mansion og svo fór ég í Playboy höfuðstöðvarnar en ég hitti ekki Heff (Hugh Hefner) og Crystal (Harris). Þau voru að syrgja aðstoðarkonuna hans sem lést nokkrum dögum áður," segir Arna.



