Fjöldi Bandaríkjamanna mun horfa á Gunnar í Las Vegas 18. mars 2013 13:57 Gunnar verður í sviðsljósinu í Bandaríkjunum. Það er nú orðið ljóst hvenær í röðinni Gunnar Nelson stígur í búrið í Las Vegas í lok maí. Það verður fyrsti UFC-bardagi Gunnars í Bandaríkjunum. Bardagi Gunnars og Mike Pyle er aðalbardaginn áður en útsendingu er læst fyrir síðustu bardaga kvöldsins sem sérstaklega þarf að greiða fyrir að sjá. Í fréttatilkynningu kemur fram að meira áhorf sé á þann bardaga en á læstu bardagana. Forráðamenn UFC líti því á þennan stað í dagskránni sem kjörin til þess að kynna nýja keppendur fyrir bandarískum áhorfendum. Það þarf víst ekki að kynna heimamanninn Pyle fyrir Bandaríkjamönnum og því fær Gunnar þarna tækifæri til þess að stimpla sig inn vestanhafs. Andstæðingur Gunnars er gríðarlega vinsæll í Bandaríkjunum og ekki síst í sínum heimabæ, Las Vegas. Mike Pyle hefur fengði viðurnefnið "Kviksyndið" sem lýsir best hvernig andstæðingum hans líður sem lenda í honum. Hann hefur sigrað tvöfalt fleiri bardaga en Gunnar hefur keppt á sínum ferli eða 24 og þar af á hann 7 sigra innan UFC sambandsins. Einu töp Mike Pyle innan UFC eru gegn Jake Ellenberger sem er í 3. sæti heimslistans í veltivigt, sem kom út í gær, og Rory MacDonald sem er í 9. sæti heimslistann. Sjálfur er Mike Pyle í 12. sæti heimslistans en Gunnar Nelson er í 20. sæti, einu sæti ofar en goðsögnin B.J. Penn. Þess má geta að eina tap eins sigursælasta keppanda Breta í MMA, John Hathaway (með 17 sigra) er gegn Mike Pyle. Pyle er á mikilli sigurgöngu eins og er og hefur m.a. sigrað síðustu þrjá UFC bardaga sína í fyrstu lotu, alla á rothöggum eða tæknilegum rothöggum. Gunnar lítur á það sem mikinn heiður að fá að mæta Mike Pyle á hans heimavelli og er hvergi banginn þó ljóst sé að við ramman reip er að draga. Gunnar ætlar sér samt sigur í þessum bardaga eins og öllum öðrum. Innlendar Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Ferrell vakti mikla lukku á hokkíleik: „Gæti þurft að fara inn á“ Liðsfélagar í kasti við lögin og Cardi B flækt í málið „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ KR bætir við sig Letta „Hann verður alltaf númer eitt“ Berst við krabbamein Littler sættist við áhorfendur í salnum „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Orðið fyrir fordómum allan ferilinn Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Venus verður sú elsta í sögunni og Serena gæti snúið aftur Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjá meira
Það er nú orðið ljóst hvenær í röðinni Gunnar Nelson stígur í búrið í Las Vegas í lok maí. Það verður fyrsti UFC-bardagi Gunnars í Bandaríkjunum. Bardagi Gunnars og Mike Pyle er aðalbardaginn áður en útsendingu er læst fyrir síðustu bardaga kvöldsins sem sérstaklega þarf að greiða fyrir að sjá. Í fréttatilkynningu kemur fram að meira áhorf sé á þann bardaga en á læstu bardagana. Forráðamenn UFC líti því á þennan stað í dagskránni sem kjörin til þess að kynna nýja keppendur fyrir bandarískum áhorfendum. Það þarf víst ekki að kynna heimamanninn Pyle fyrir Bandaríkjamönnum og því fær Gunnar þarna tækifæri til þess að stimpla sig inn vestanhafs. Andstæðingur Gunnars er gríðarlega vinsæll í Bandaríkjunum og ekki síst í sínum heimabæ, Las Vegas. Mike Pyle hefur fengði viðurnefnið "Kviksyndið" sem lýsir best hvernig andstæðingum hans líður sem lenda í honum. Hann hefur sigrað tvöfalt fleiri bardaga en Gunnar hefur keppt á sínum ferli eða 24 og þar af á hann 7 sigra innan UFC sambandsins. Einu töp Mike Pyle innan UFC eru gegn Jake Ellenberger sem er í 3. sæti heimslistans í veltivigt, sem kom út í gær, og Rory MacDonald sem er í 9. sæti heimslistann. Sjálfur er Mike Pyle í 12. sæti heimslistans en Gunnar Nelson er í 20. sæti, einu sæti ofar en goðsögnin B.J. Penn. Þess má geta að eina tap eins sigursælasta keppanda Breta í MMA, John Hathaway (með 17 sigra) er gegn Mike Pyle. Pyle er á mikilli sigurgöngu eins og er og hefur m.a. sigrað síðustu þrjá UFC bardaga sína í fyrstu lotu, alla á rothöggum eða tæknilegum rothöggum. Gunnar lítur á það sem mikinn heiður að fá að mæta Mike Pyle á hans heimavelli og er hvergi banginn þó ljóst sé að við ramman reip er að draga. Gunnar ætlar sér samt sigur í þessum bardaga eins og öllum öðrum.
Innlendar Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Ferrell vakti mikla lukku á hokkíleik: „Gæti þurft að fara inn á“ Liðsfélagar í kasti við lögin og Cardi B flækt í málið „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ KR bætir við sig Letta „Hann verður alltaf númer eitt“ Berst við krabbamein Littler sættist við áhorfendur í salnum „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Orðið fyrir fordómum allan ferilinn Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Venus verður sú elsta í sögunni og Serena gæti snúið aftur Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjá meira