Handbolti

Markussen valdi peningana í Katar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Danski landsliðsmaðurinn Nikolaj Markussen er genginn til liðs við Al Jaish í Katar.

Markussen er 25 ára skytta sem var á mála hjá Atletico Madrid, einu besta félagsliði heims.

Al Jaish greiddi dágóða summu fyrir Markussen sem klárar ekki tímabilið á Spáni, heldur fer beint til Katar. Áætlað er að hann spili með liðinu strax á morgun.

Katarar hafa verið duglegir við að reyna að lokka bestu handboltamenn heims til landsins. Heimsmeistarakeppnin í handbolta fer þar fram árið 2015.

Ólafur Stefánsson spilar nú með Lakhwiya í Katar en hann heldur heim á leið í sumar og tekur við þjálfun Vals.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×