SA Víkingar Íslandsmeistarar í íshokkí Birgir H. Stefánsson skrifar 27. mars 2013 18:53 Myndir / Auðunn SA Víkingar urðu í kvöld Íslandsmeistarar í íshokkí í sextánda sinn er liðið hafði betur gegn Skautafélaginu Birninum í oddaleik um titilinn á Akureyri í kvöld, 4-0. Björninn hafði titil að verja en varð að játa sig sigraðan í kvöld. Ingvar Þór Jónsson kom heimamönnum yfir í fyrsta leikhluta og Lars Foder skoraði hin þrjú mörkin - öll í þriðja leikhluta. eikurinn fór nokkuð fjörlega af stað og voru það gestirnir sem voru líflegri í upphafi en náðu ekki að skila af sér neinu skoti sem Ómar Smári Skúlason í marki SA Víkinga réði ekki við. Vendipunktur fyrsta leikhluta kom rétt eftir miðpunkt hans þegar tveir leikmenn Bjarnarins fengu refsingu með aðeins 18 sekúndna millibili. Fyrst var það Gunnar Guðmundsson fyrir að krækja mann niður og svo var það Róbert Freyr Pálsson sem fylgdi honum í búrið fyrir leiktöf. SA Víkingar náðu að notfæra sér það að vera tveimur mönnum fleiri og Ingvar Þór Jónsson kom opnaði markareikning kvöldsins en það voru þeir Stefán Hrafnsson og Lars Foder sem sáu um stoðsendinguna. Heimamenn náðu aftur á móti ekki að notfæra sér það að vera manni fleiri í upphafi síðari hálfleiks þar sem það tók Jóhann Má Leifsson leikmann SA Víkinga aðeins fjórar sekúndur að næla sér í refsingu fyrir krækja í mótherja sinn. Leikhlutinn var hraður, opinn, skemmtilegur og með nóg af refsingum á bæði lið en það dugði þó ekki til að koma pökknum í netið og staðan því áfram 1-0. Takturinn var nokkuð svipaður í upphafi þriðja og síðasta leikhluta. Liðin skiptust á að sækja en heimamenn virtust samt alltaf hafa tak á leiknum og stjórnuðu honum. Þegar um sex mínútur voru liðnar af leikhlutanum höfðu gestirnir náð að sækja og setja duglega pressu á vörn SA Víkinga þegar Lars Foder slapp einn í gegn og gerði ekki nein mistök einn á móti markmanni. Staðan var því orðin 2-0 og gestirnir komnir með bakið upp við vegg. Trúin hvarf svo endanlega hjá leikmönnum Bjarnarins þegar Lars Foder skoraði sitt annað og þriðja mark undir lokin með stuttu millibili og afgreiddi þannig leikinn. Á endanum var 4-0 sigur heimamanna verðskuldaður og sanngjarn en þeirra bestu menn voru Lars Foder með þrjú mörk sem og Ómar Smári Skúlason sem var stórkostlegur í markinu og varði allt sem á hann kom.Orri Blöndal: Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri „Ég trúi þessu bara ekki,“ sagði Orri Blöndal strax eftir leik. „Við vorum allt of „cocky“ hérna í fjórða leik eftir að hafa komist 2-1 yfir. Klúðruðum því í fyrstu lotu en mættum svo hér í dag og börðumst alveg eins og hundar.“ Það var nokkuð ljóst að Orri mætti tilbúinn til leiks en hann lét finna vel fyrir sér strax frá upphafi leiks. „Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri. Planið okkar var í byrjun að láta finna vel fyrir okkur og gera þá smeyka og ráðast á markið. Við náðum að halda þeim í núllinu allan tímann og klárum þá svo alveg í þriðju lotu. Þetta er bara ólýsanlegt, ég trúi þessu varla ennþá.“ Ómar Smári: Gerðum allt sem við ætluðum að gera „Þetta er bara allt of sætt,“ Sagði Ómar afar brosmildur eftir að hafa haldið hreinu í úrslitaleiknum. „Ótrúlegt að vinna þá á núllinu eftir að hafa fengið á sig fjögur mörk í hverjum einasta leik. Við fórum og tókum smá pepp fyrir leik og horfðum á gott myndband sem var búið að klippa saman handa okkur. Við vorum bara allir í góðum gír og frábærir í þessum leik, gerðum allt sem við ætluðum að gera.“ Er þetta ekki það sem kallast að toppa á réttum tíma? „Við gerum þetta alltaf. Ég man ekki eftir úrslitakeppni þar sem við höfum ekki farið í fimmta leik. Talandi um að vera með auka mann á svellinu þá var þetta bara bull - stuðningsmenn alveg frábærir hér í dag.“Lars Foder: Ómar var stórkostlegur í markinu „Ég veit ekki hvað ég get sagt en þetta gekk upp í ár eftir erfitt ár í fyrra,“ sagði Lars Foder brosmildur strax eftir leik þar sem hann skoraði þrjú af fjórum mörkum heimamanna sem gæti gefið honum titilinn maður leiksins. „Það er alveg á hreinu að ég er ekki maður leiksins. Ómar var auðveldlega maður leiksins. Hann hélt áfram að sprikla í markinu og var stórkostlegur. Varnarmenn voru að standa sig en Ómar var í topp formi bakvið þá í markinu.“ Stuðningsmenn létu vel í sér heyra og sungu meðal annars „Jeg elsker Foder“. „Þetta var algjörlega frábært. Við virkilega þurftum á þeim að halda og þeir mættu svo sannarlega í dag og það er ég virkilega ánægður með.“Hvað með framhaldið hjá þér, verðurðu áfram á Akureyri? „Ég vonast til að vera áfram hér, kann virkilega vel við mig og stefni ekki á annað en að vera hér. Ég er að fara með kvennalandsliðinu út til Spánar á laugardag og vonandi kem ég heim með aðra medalíu heim úr þeirri ferð.Leik lokið | 4-0: Sannfærandi og verðskuldaður sigur heimamanna!3. leikhluti | 4-0: Það eru ekki nema tæplega tvær mínútur eftir af leiknum og Mjölnismenn syngja "jeg elskar Foder"3. leikhluti | 4-0: MARK!!! Heimamenn eru að afgreiða leikinn! Það var enginn annar er Lars Foder sem skorar hér sitt þriðja mark í leiknum en það var Sigurður Sveinn Sigurðsson og Stefán Rafnsson sem sáu um undirbúninginn.3. leikhluti | 3-0: Það eru enn tæpar fimm mínútur eftir af leiknum en gestirnir þurfa minniháttar kraftaverk til að ná þessu úr þessu en annað eins hefur nú sést í síðustu leikjum þessara liða.3. leikhluti | 3-0: MARK!!! Gestirnir voru loksins að ná að setja almennilega pressu á vörn heimamanna þegar Lars Foder slapp einn í gegn og kláraði færið vel en það var Björn Már Jakobsson sem átti stoðsendinguna.3. leikhluti | 2-0: Sigmundur Rúnar Sveinsson, leikmaður SA Víkinga, sleppur einn í gegn eftir mistök og getur svo gott sem klárað leikinn en Snorri Sigurbergsson ver glæsilega. Sex mínútur eftir.3. leikhluti | 2-0: Það eru heimamenn sem eru duglegri að sækja hér eftir að hafa bætt í forskot sitt. Leikurinn er núna stopp þar sem Róbert Freyr Pálsson þarf aðstoð til að koma sér af velli og grunar mig að hann taki ekki meira þátt í kvöld. 3. leikhluti | 2-0: Refsing. Björninn. David Macisaac fær 2 mínútur fyrir "roughing".3. leikhluti | 2-0: MARK!!! Eftir að liðin voru búin að vera að skiptast á að sækja er það Lars Foder sem skorar en Stefán Hrafnsson og Hermann Sigtryggsson sáu um undirbúninginn. Núna eru gestirnir komnir með bakið upp við vegg.3. leikhluti | 1-0: Fimm mínútur búnar. Jafn leikhluti hingað til, hraður leikur en báðum liðum gengur ekkert of vel að koma sér í almennileg skotfæri.3. leikhluti | 1-0: Þá er það þriðji og síðasti leihlutinn, núna er að duga eða drepast fyrir bæði lið. Næstu tuttugu mínútur ráða því hvort liðið fagnar með dollu í fanginu í kvöld.2. leikhluta lokið | 1-0: Dómarar leiksins eru ekkert sérstaklega sáttir með störf Hr. Zamboni hér í kvöld og bíða með að hefja þriðja leikhluta þar sem svellið er blautt... aftur.2. leikhluta lokið | 1-0: Líflegur og hraður leikur þar sem nóg var um refsingar en ekkert um mörk.2. leikhluti | 1-0: Refsing. Lars Foder hjá SA fær tvær mínútur fyrir "hooking". Heimamenn eru því tvemur mönnum færri núna í rúmlega 20 sekúndur.2. leikhluti | 1-0: Refsing á 12. mínútu. Leikmaður númer 10 hjá SA, Jóhann Már Leifsson fær tvær mínútur fyrir "hooking".2. leikhluti | 1-0: Refsing. Leikmaður númer 15, David Macisaac, Birninum, fær tvær mínútur. Orri Blöndal, SA, fær líka tvær mínútur í refsingu fyrir „high stick". Stuttu síðar fer Gunnar Guðmundsson, Birninum, sömu leið fyrir „tripping".2. leikhluti | 1-0: Aftur! Í þetta sinn er það Stefán Hrafnsson sem hittir ekki pökkinn í dauðafæri og sópar hreinlega svellið, þung pressa hjá heimamönnum.2. leikhluti | 1-0: Andri Freyr Sverrisson er aleinn á móti nánast opnu marki en hittir hreinlega ekki pökkinn, þetta var alveg smá vandræðalegt.2. leikhluti | 1-0: Ekki byrjar þetta vel hjá heimamönnum en á fjórðu sekúndu fékk Jóhann Már Leifsson tvær mínútur fyrir "hooking" og það er því jafnt í liðum.1. leikhluta lokið | 1-0: Annar leikhluti fer senn að hefjast. Dómarar leiksins eru eitthvað ósáttir með hvað svellið er blautt þannig að þá er bara að hinkra á meðan kuldinn sér um þetta.1. leikhluta lokið | 1-0: Þá klárast fyrsti leikhlutinn og það er smá drama undir lokin þegar leikmönnum lendir saman og Úlfur Jón Andrésson fær tveggja mínútu refsingu fyrir "charging". Leikmenn SA Víkinga byrja því annan leikhluta manni fleiri.1. leikhluti | 1-0: Jafn og spennandi leikur en minna um færi en í upphafi leiks, mikil barátta og greinilega hiti í mönnum. Það fæst líklegast frekar lítið gefins hér í kvöld.1. leikhluti | 1-0: MARK!!! SA Víkingar eru komnir yfir! Ingvar Þór Jónsson kemur SA yfir eftir stoðsendingu frá Stefáni Hrafnssyni og Lars Foder á elleftu mínútu.1. leikhluti | 0-0: Aftur refsing, í þetta sinn er það leikmaður númer 9 hjá Birninum sem fær tvær mínútur fyrir leiktöf.1. leikhluti | 0-0: Leikmaður númer 42, Gunnar Guðmundsson hjá Birninum fær tvær mínútur fyrir "hooking".1. leikhluti | 0-0: Liðin skiptast á að sækja og koma sér í ágætis færi en ekkert sem markmenn hafa ekki ráðið við hingað til, öllu meira að gera hjá Ómari í marki SA Víkinga.1. leikhluti | 0-0: Orri Blöndal leikmaður SA Víkinga tekur hressilega á Því og skautar niður Berg Einarsson við mikinn fögnuð heimamanna, þetta var fullorðins.1. leikhluti | 0-0: Leikur hefst! Gestirnir eru ákveðnari í byrjun og eiga tvö fyrstu skot leiksins en heimamenn svara með hraðri sókn sem endaði næstum með marki.Fyrir leik: Mjölnismenn, stuðningsmannafélag Þórs eru mættir í húsið með söng, trommur og gleði.Fyrir leik: Fimm mínútur í leik og stúkan að verða ágætlega þétt setin, það er enn biðröð inn í húsið samt sem áður. Við viljum sjá troðið hús hér í kvöld!Fyrir leik: Þá eru leikmenn farnir af svellinu og inn í klefa en í þeirra stað mætir zamboni vélin til að gera allt klárt, manni hefur lengi langað að taka hring á svona tæki. Klukkan telur niður... 15 mínútur í leik.Fyrir leik: Hér flæðir fólk inn í húsið og líklegst búið að toppa þá mætingu sem var á síðasta leik og enn um 30 mínútur í að leikurinn byrji. Það verður fjör í kvöld!Fyrir leik: Þrír af þessum fjórum leikjum hafa unnist með einu marki en sá eini sem gerði það ekki vannst á ótrúlegri endurkomu SA Víkinga sem unnu þriðja og síðasta leikhlutann í öðrum leiknum 6-0 eftir að hafa verið 4-2 undir.Fyrir leik: Liðin skiptust á að sigra á útivelli til að byrja með en svo tóku tveir heimasigrar við þannig að liðin mætast hér í kvöld með tvo sigra hvort og leita nú að þeim þriðja sem afgreiðir einvígið.Fyrir leik: Leikurinn hreinn úrslitaleikur milli SA Víkinga og Bjarnarins. Þessi úrslitarimma hefur boðið upp á spennu, dramatík og viðsnúninga þannig að það er ekki við öðru að búast hér í kvöld en hörku leik.Fyrir leik: Andri Már Mikaelsson, SA Víkingum, er markahæstur allra leikmanna í rimmunni til þessa með sex mörk. Hér má sjá yfirlit yfir gang mála í rimmunni hingað til.Fyrir leik: Leikskýrslan er klár. Hér má sjá hana. Íþróttir Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Dagskráin: Enski, kvennakarfa og Lokasóknin undirbýr úrslitakeppnina Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Eftirmaður Belichicks rekinn eftir aðeins eitt tímabil Sjá meira
SA Víkingar urðu í kvöld Íslandsmeistarar í íshokkí í sextánda sinn er liðið hafði betur gegn Skautafélaginu Birninum í oddaleik um titilinn á Akureyri í kvöld, 4-0. Björninn hafði titil að verja en varð að játa sig sigraðan í kvöld. Ingvar Þór Jónsson kom heimamönnum yfir í fyrsta leikhluta og Lars Foder skoraði hin þrjú mörkin - öll í þriðja leikhluta. eikurinn fór nokkuð fjörlega af stað og voru það gestirnir sem voru líflegri í upphafi en náðu ekki að skila af sér neinu skoti sem Ómar Smári Skúlason í marki SA Víkinga réði ekki við. Vendipunktur fyrsta leikhluta kom rétt eftir miðpunkt hans þegar tveir leikmenn Bjarnarins fengu refsingu með aðeins 18 sekúndna millibili. Fyrst var það Gunnar Guðmundsson fyrir að krækja mann niður og svo var það Róbert Freyr Pálsson sem fylgdi honum í búrið fyrir leiktöf. SA Víkingar náðu að notfæra sér það að vera tveimur mönnum fleiri og Ingvar Þór Jónsson kom opnaði markareikning kvöldsins en það voru þeir Stefán Hrafnsson og Lars Foder sem sáu um stoðsendinguna. Heimamenn náðu aftur á móti ekki að notfæra sér það að vera manni fleiri í upphafi síðari hálfleiks þar sem það tók Jóhann Má Leifsson leikmann SA Víkinga aðeins fjórar sekúndur að næla sér í refsingu fyrir krækja í mótherja sinn. Leikhlutinn var hraður, opinn, skemmtilegur og með nóg af refsingum á bæði lið en það dugði þó ekki til að koma pökknum í netið og staðan því áfram 1-0. Takturinn var nokkuð svipaður í upphafi þriðja og síðasta leikhluta. Liðin skiptust á að sækja en heimamenn virtust samt alltaf hafa tak á leiknum og stjórnuðu honum. Þegar um sex mínútur voru liðnar af leikhlutanum höfðu gestirnir náð að sækja og setja duglega pressu á vörn SA Víkinga þegar Lars Foder slapp einn í gegn og gerði ekki nein mistök einn á móti markmanni. Staðan var því orðin 2-0 og gestirnir komnir með bakið upp við vegg. Trúin hvarf svo endanlega hjá leikmönnum Bjarnarins þegar Lars Foder skoraði sitt annað og þriðja mark undir lokin með stuttu millibili og afgreiddi þannig leikinn. Á endanum var 4-0 sigur heimamanna verðskuldaður og sanngjarn en þeirra bestu menn voru Lars Foder með þrjú mörk sem og Ómar Smári Skúlason sem var stórkostlegur í markinu og varði allt sem á hann kom.Orri Blöndal: Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri „Ég trúi þessu bara ekki,“ sagði Orri Blöndal strax eftir leik. „Við vorum allt of „cocky“ hérna í fjórða leik eftir að hafa komist 2-1 yfir. Klúðruðum því í fyrstu lotu en mættum svo hér í dag og börðumst alveg eins og hundar.“ Það var nokkuð ljóst að Orri mætti tilbúinn til leiks en hann lét finna vel fyrir sér strax frá upphafi leiks. „Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri. Planið okkar var í byrjun að láta finna vel fyrir okkur og gera þá smeyka og ráðast á markið. Við náðum að halda þeim í núllinu allan tímann og klárum þá svo alveg í þriðju lotu. Þetta er bara ólýsanlegt, ég trúi þessu varla ennþá.“ Ómar Smári: Gerðum allt sem við ætluðum að gera „Þetta er bara allt of sætt,“ Sagði Ómar afar brosmildur eftir að hafa haldið hreinu í úrslitaleiknum. „Ótrúlegt að vinna þá á núllinu eftir að hafa fengið á sig fjögur mörk í hverjum einasta leik. Við fórum og tókum smá pepp fyrir leik og horfðum á gott myndband sem var búið að klippa saman handa okkur. Við vorum bara allir í góðum gír og frábærir í þessum leik, gerðum allt sem við ætluðum að gera.“ Er þetta ekki það sem kallast að toppa á réttum tíma? „Við gerum þetta alltaf. Ég man ekki eftir úrslitakeppni þar sem við höfum ekki farið í fimmta leik. Talandi um að vera með auka mann á svellinu þá var þetta bara bull - stuðningsmenn alveg frábærir hér í dag.“Lars Foder: Ómar var stórkostlegur í markinu „Ég veit ekki hvað ég get sagt en þetta gekk upp í ár eftir erfitt ár í fyrra,“ sagði Lars Foder brosmildur strax eftir leik þar sem hann skoraði þrjú af fjórum mörkum heimamanna sem gæti gefið honum titilinn maður leiksins. „Það er alveg á hreinu að ég er ekki maður leiksins. Ómar var auðveldlega maður leiksins. Hann hélt áfram að sprikla í markinu og var stórkostlegur. Varnarmenn voru að standa sig en Ómar var í topp formi bakvið þá í markinu.“ Stuðningsmenn létu vel í sér heyra og sungu meðal annars „Jeg elsker Foder“. „Þetta var algjörlega frábært. Við virkilega þurftum á þeim að halda og þeir mættu svo sannarlega í dag og það er ég virkilega ánægður með.“Hvað með framhaldið hjá þér, verðurðu áfram á Akureyri? „Ég vonast til að vera áfram hér, kann virkilega vel við mig og stefni ekki á annað en að vera hér. Ég er að fara með kvennalandsliðinu út til Spánar á laugardag og vonandi kem ég heim með aðra medalíu heim úr þeirri ferð.Leik lokið | 4-0: Sannfærandi og verðskuldaður sigur heimamanna!3. leikhluti | 4-0: Það eru ekki nema tæplega tvær mínútur eftir af leiknum og Mjölnismenn syngja "jeg elskar Foder"3. leikhluti | 4-0: MARK!!! Heimamenn eru að afgreiða leikinn! Það var enginn annar er Lars Foder sem skorar hér sitt þriðja mark í leiknum en það var Sigurður Sveinn Sigurðsson og Stefán Rafnsson sem sáu um undirbúninginn.3. leikhluti | 3-0: Það eru enn tæpar fimm mínútur eftir af leiknum en gestirnir þurfa minniháttar kraftaverk til að ná þessu úr þessu en annað eins hefur nú sést í síðustu leikjum þessara liða.3. leikhluti | 3-0: MARK!!! Gestirnir voru loksins að ná að setja almennilega pressu á vörn heimamanna þegar Lars Foder slapp einn í gegn og kláraði færið vel en það var Björn Már Jakobsson sem átti stoðsendinguna.3. leikhluti | 2-0: Sigmundur Rúnar Sveinsson, leikmaður SA Víkinga, sleppur einn í gegn eftir mistök og getur svo gott sem klárað leikinn en Snorri Sigurbergsson ver glæsilega. Sex mínútur eftir.3. leikhluti | 2-0: Það eru heimamenn sem eru duglegri að sækja hér eftir að hafa bætt í forskot sitt. Leikurinn er núna stopp þar sem Róbert Freyr Pálsson þarf aðstoð til að koma sér af velli og grunar mig að hann taki ekki meira þátt í kvöld. 3. leikhluti | 2-0: Refsing. Björninn. David Macisaac fær 2 mínútur fyrir "roughing".3. leikhluti | 2-0: MARK!!! Eftir að liðin voru búin að vera að skiptast á að sækja er það Lars Foder sem skorar en Stefán Hrafnsson og Hermann Sigtryggsson sáu um undirbúninginn. Núna eru gestirnir komnir með bakið upp við vegg.3. leikhluti | 1-0: Fimm mínútur búnar. Jafn leikhluti hingað til, hraður leikur en báðum liðum gengur ekkert of vel að koma sér í almennileg skotfæri.3. leikhluti | 1-0: Þá er það þriðji og síðasti leihlutinn, núna er að duga eða drepast fyrir bæði lið. Næstu tuttugu mínútur ráða því hvort liðið fagnar með dollu í fanginu í kvöld.2. leikhluta lokið | 1-0: Dómarar leiksins eru ekkert sérstaklega sáttir með störf Hr. Zamboni hér í kvöld og bíða með að hefja þriðja leikhluta þar sem svellið er blautt... aftur.2. leikhluta lokið | 1-0: Líflegur og hraður leikur þar sem nóg var um refsingar en ekkert um mörk.2. leikhluti | 1-0: Refsing. Lars Foder hjá SA fær tvær mínútur fyrir "hooking". Heimamenn eru því tvemur mönnum færri núna í rúmlega 20 sekúndur.2. leikhluti | 1-0: Refsing á 12. mínútu. Leikmaður númer 10 hjá SA, Jóhann Már Leifsson fær tvær mínútur fyrir "hooking".2. leikhluti | 1-0: Refsing. Leikmaður númer 15, David Macisaac, Birninum, fær tvær mínútur. Orri Blöndal, SA, fær líka tvær mínútur í refsingu fyrir „high stick". Stuttu síðar fer Gunnar Guðmundsson, Birninum, sömu leið fyrir „tripping".2. leikhluti | 1-0: Aftur! Í þetta sinn er það Stefán Hrafnsson sem hittir ekki pökkinn í dauðafæri og sópar hreinlega svellið, þung pressa hjá heimamönnum.2. leikhluti | 1-0: Andri Freyr Sverrisson er aleinn á móti nánast opnu marki en hittir hreinlega ekki pökkinn, þetta var alveg smá vandræðalegt.2. leikhluti | 1-0: Ekki byrjar þetta vel hjá heimamönnum en á fjórðu sekúndu fékk Jóhann Már Leifsson tvær mínútur fyrir "hooking" og það er því jafnt í liðum.1. leikhluta lokið | 1-0: Annar leikhluti fer senn að hefjast. Dómarar leiksins eru eitthvað ósáttir með hvað svellið er blautt þannig að þá er bara að hinkra á meðan kuldinn sér um þetta.1. leikhluta lokið | 1-0: Þá klárast fyrsti leikhlutinn og það er smá drama undir lokin þegar leikmönnum lendir saman og Úlfur Jón Andrésson fær tveggja mínútu refsingu fyrir "charging". Leikmenn SA Víkinga byrja því annan leikhluta manni fleiri.1. leikhluti | 1-0: Jafn og spennandi leikur en minna um færi en í upphafi leiks, mikil barátta og greinilega hiti í mönnum. Það fæst líklegast frekar lítið gefins hér í kvöld.1. leikhluti | 1-0: MARK!!! SA Víkingar eru komnir yfir! Ingvar Þór Jónsson kemur SA yfir eftir stoðsendingu frá Stefáni Hrafnssyni og Lars Foder á elleftu mínútu.1. leikhluti | 0-0: Aftur refsing, í þetta sinn er það leikmaður númer 9 hjá Birninum sem fær tvær mínútur fyrir leiktöf.1. leikhluti | 0-0: Leikmaður númer 42, Gunnar Guðmundsson hjá Birninum fær tvær mínútur fyrir "hooking".1. leikhluti | 0-0: Liðin skiptast á að sækja og koma sér í ágætis færi en ekkert sem markmenn hafa ekki ráðið við hingað til, öllu meira að gera hjá Ómari í marki SA Víkinga.1. leikhluti | 0-0: Orri Blöndal leikmaður SA Víkinga tekur hressilega á Því og skautar niður Berg Einarsson við mikinn fögnuð heimamanna, þetta var fullorðins.1. leikhluti | 0-0: Leikur hefst! Gestirnir eru ákveðnari í byrjun og eiga tvö fyrstu skot leiksins en heimamenn svara með hraðri sókn sem endaði næstum með marki.Fyrir leik: Mjölnismenn, stuðningsmannafélag Þórs eru mættir í húsið með söng, trommur og gleði.Fyrir leik: Fimm mínútur í leik og stúkan að verða ágætlega þétt setin, það er enn biðröð inn í húsið samt sem áður. Við viljum sjá troðið hús hér í kvöld!Fyrir leik: Þá eru leikmenn farnir af svellinu og inn í klefa en í þeirra stað mætir zamboni vélin til að gera allt klárt, manni hefur lengi langað að taka hring á svona tæki. Klukkan telur niður... 15 mínútur í leik.Fyrir leik: Hér flæðir fólk inn í húsið og líklegst búið að toppa þá mætingu sem var á síðasta leik og enn um 30 mínútur í að leikurinn byrji. Það verður fjör í kvöld!Fyrir leik: Þrír af þessum fjórum leikjum hafa unnist með einu marki en sá eini sem gerði það ekki vannst á ótrúlegri endurkomu SA Víkinga sem unnu þriðja og síðasta leikhlutann í öðrum leiknum 6-0 eftir að hafa verið 4-2 undir.Fyrir leik: Liðin skiptust á að sigra á útivelli til að byrja með en svo tóku tveir heimasigrar við þannig að liðin mætast hér í kvöld með tvo sigra hvort og leita nú að þeim þriðja sem afgreiðir einvígið.Fyrir leik: Leikurinn hreinn úrslitaleikur milli SA Víkinga og Bjarnarins. Þessi úrslitarimma hefur boðið upp á spennu, dramatík og viðsnúninga þannig að það er ekki við öðru að búast hér í kvöld en hörku leik.Fyrir leik: Andri Már Mikaelsson, SA Víkingum, er markahæstur allra leikmanna í rimmunni til þessa með sex mörk. Hér má sjá yfirlit yfir gang mála í rimmunni hingað til.Fyrir leik: Leikskýrslan er klár. Hér má sjá hana.
Íþróttir Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Dagskráin: Enski, kvennakarfa og Lokasóknin undirbýr úrslitakeppnina Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Eftirmaður Belichicks rekinn eftir aðeins eitt tímabil Sjá meira