Handbolti

Guif tapaði í tvíframlengdum leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Íslendingaliðið Guif mátti þola svekkjandi tap gegn Sävehof í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum úrslitakeppni sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta.

Sävehof vann eins marks sigur, 40-39, eftir tvíframlengdan leik. Kristian Bliznac skoraði sigurmark leiksins þegar þrjár sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Kristján Andrésson er þjálfari Guif og Haukur, bróðir hans, leikur með liðinu sem og Heimir Óli Heimisson.

Guif hafnaði í sjötta sæti deildarinnar eftir að hafa gefið verulega eftir á lokasprettinum en Sävehof, sem lék á heimavelli í kvöld, varð í öðru sæti. Liðin mætast næst á föstudagskvöldið, þá á heimavelli Guif.

Þess má geta að í Svíþjóð mega þrjú efstu lið deildarinnar velja sér andstæðing í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×