Sigríður Arnardóttir, sem við þekkjum betur sem Sirrý, hefur áralanga reynslu af því að koma fram í fjölmiðlum og kenna fólki bætt samskipti. Meðfylgjandi myndir tók Sigurjón Ragnar í útgáfuhófinu hennar í síðustu viku þegar hún fagnaði ásamt vinum útgáfu bókarinnar Örugg tjáning. Þar gefur Sirrý góð ráð og miðlar aðferðum sem hafa dugað henni vel og þátttakendum í námskeiðum hennar.
Öll þurfum við í einkalífi og starfi að tjá okkur við ókunnuga, stundum jafnvel heilu hópana. Og allir finna einhvern tíma til óöryggis og sviðsskrekks. Bókin hennar Sirrýar hjálpar lesandanum að vinna bug á því og öðlast öryggi og færni í samskiptum.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Sirrý Arnardóttir og Edda Björgvinsdóttir.
Sirrý er reynslubolti með fallegt hjartalag. Í nýju bókinni miðlar hún reynslu sinni - á mannamáli.