Ætlum að sýna hvað við getum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. apríl 2013 13:45 Brynja Magnúsdóttir. Mynd/Valli Úrslitakeppni N1-deildar kvenna hefst í kvöld en þá fara fram fyrstu leikirnir í 8-liða úrslitum. Fyrsti leikurinn hefst klukkan 18.00 en þá mætast ÍBV og FH í Eyjum. Hinir þrír leikirnir hefjast klukkan 19.30 en fyrirfram má áætla að mesta spennan verði í viðureign Stjörnunnar og HK. „Leikir þessara liða hafa verið spennandi í vetur og verða væntanlega áfram," sagði Brynja Magnúsdóttir, leikstjórnandi HK-inga, um rimmuna við Stjörnuna í kvöld. HK-ingar hafa reyndar unnið alla þrjá leiki liðanna í vetur, tvo í deild og einn í bikar. Stjarnan endaði þó í fjórða sæti en HK því fimmta og eru því Garðbæingar með heimavallarrétt. „Undirbúningur okkar hefur gengið vel og við erum allar í fínu standi. Við ætlum að sýna hvað við getum," sagði Brynja sem segir margt jákvætt hafa verið í gangi hjá liði HK. „Við höfum verið stöðugri en á síðustu árum en við erum samt nokkuð sveiflukenndar - rétt eins og Stjarnan hefur verið í vetur. Það er því kannski erfitt að spá fyrirfram í þessa leiki - það lið sem er með sterkari sigurvilja mun örugglega hafa betur." „Stjarnan er með gott lið. Jóna Margrét er góð skytta og Rakel Dögg er bæði öflugur leikmaður og leiðtogi í þessu liði. Svo er Hanna alltaf stórhættuleg og getur klárað leiki ein síns liðs," sagði Brynja. „Við þurfum að passa vel upp á þær sem og fleiri í liðinu." Brynja segir að varnarleikur HK-inga hafa verið sterkasti þáttur liðsins í vetur. „Við þurfum því að ná að stoppa hraðaupphlaupin þeirra svo við getum stillt upp í vörn. Það verður mikilvægt." Olís-deild kvenna Mest lesið Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Fleiri fréttir Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Sjá meira
Úrslitakeppni N1-deildar kvenna hefst í kvöld en þá fara fram fyrstu leikirnir í 8-liða úrslitum. Fyrsti leikurinn hefst klukkan 18.00 en þá mætast ÍBV og FH í Eyjum. Hinir þrír leikirnir hefjast klukkan 19.30 en fyrirfram má áætla að mesta spennan verði í viðureign Stjörnunnar og HK. „Leikir þessara liða hafa verið spennandi í vetur og verða væntanlega áfram," sagði Brynja Magnúsdóttir, leikstjórnandi HK-inga, um rimmuna við Stjörnuna í kvöld. HK-ingar hafa reyndar unnið alla þrjá leiki liðanna í vetur, tvo í deild og einn í bikar. Stjarnan endaði þó í fjórða sæti en HK því fimmta og eru því Garðbæingar með heimavallarrétt. „Undirbúningur okkar hefur gengið vel og við erum allar í fínu standi. Við ætlum að sýna hvað við getum," sagði Brynja sem segir margt jákvætt hafa verið í gangi hjá liði HK. „Við höfum verið stöðugri en á síðustu árum en við erum samt nokkuð sveiflukenndar - rétt eins og Stjarnan hefur verið í vetur. Það er því kannski erfitt að spá fyrirfram í þessa leiki - það lið sem er með sterkari sigurvilja mun örugglega hafa betur." „Stjarnan er með gott lið. Jóna Margrét er góð skytta og Rakel Dögg er bæði öflugur leikmaður og leiðtogi í þessu liði. Svo er Hanna alltaf stórhættuleg og getur klárað leiki ein síns liðs," sagði Brynja. „Við þurfum að passa vel upp á þær sem og fleiri í liðinu." Brynja segir að varnarleikur HK-inga hafa verið sterkasti þáttur liðsins í vetur. „Við þurfum því að ná að stoppa hraðaupphlaupin þeirra svo við getum stillt upp í vörn. Það verður mikilvægt."
Olís-deild kvenna Mest lesið Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Fleiri fréttir Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Sjá meira