„Djassgeggjarinn getur verið heima hjá sér“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 16. apríl 2013 16:10 Mynd úr safni. „Þetta eru fimm metrar í hillu,“ segir Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni, um fyrirhugaða rýmingarsölu á vínilplötum hans. „Ég hef aldrei talið þetta, örugglega fullur bás í Kolaportinu en þetta er ekkert stærsta plötusafn á Íslandi.“ Gunnar ætlar að selja megnið af safni sínu í Kolaportinu laugardaginn 27. apríl, en það er dagurinn sem Íslendingar ganga til Alþingiskosninga. „Ég er með þetta uppi í hillu en staðreyndin er sú að þó maður geti teygt sig í þetta þá er auðveldara að spila þetta af netinu. Það er því enginn tilgangur með því að eiga þetta, nema auðvitað tilfinningalegur, sem ég er að reyna að skera á.“ Ekki eru mörg ár síðan Gunnar seldi geisladiskasafnið sitt, og þá hugðist hann skipta alfarið yfir í vínýl. „Já já, þetta gengur fram og til baka. Ég er ekki að segja að ég eigi ekki eftir að koma mér upp öðru vínylsafni einhvern tímann. Ég seldi geisladiskana samt á hárréttum tíma. Ég hefði aldrei getað selt þá í dag, þeir eru bara orðnir verðlausir eins og VHS-spólur.“ Gunnar ætlar þó að halda plötum Bítlanna og hljómsveitarinnar XTC, en hann hefur sérstakt dálæti á þeim. „Það eru hvort eð er ekkert merkilegar útgáfur, en síðan ætla ég líka að halda eftir tveggja metra safni af tónlist frá Eyjaálfu. Það hefur gengið á milli mín og Arnars Eggerts (Thoroddsen, tónlistarblaðamanns á Morgunblaðinu) í mörg ár.“ Gunnar segir að ekki sé mikið um „einhverja rosalega gimsteina“ í safninu sem hann ætlar að selja, en þó sé eitthvað af fágætu íslensku efni. „Þetta er frá ABBA og niður í eitthvað sem byrjar á Z. Auðvitað mikið frá mótunarárum mínum í pönki og nýbylgju. Þetta er allskonar dót en djassgeggjarinn getur verið heima hjá sér. Eða nei nei, hann getur svo sem komið. Ég held það sé ein djassplata hérna.“ Tónlist Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Þetta eru fimm metrar í hillu,“ segir Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni, um fyrirhugaða rýmingarsölu á vínilplötum hans. „Ég hef aldrei talið þetta, örugglega fullur bás í Kolaportinu en þetta er ekkert stærsta plötusafn á Íslandi.“ Gunnar ætlar að selja megnið af safni sínu í Kolaportinu laugardaginn 27. apríl, en það er dagurinn sem Íslendingar ganga til Alþingiskosninga. „Ég er með þetta uppi í hillu en staðreyndin er sú að þó maður geti teygt sig í þetta þá er auðveldara að spila þetta af netinu. Það er því enginn tilgangur með því að eiga þetta, nema auðvitað tilfinningalegur, sem ég er að reyna að skera á.“ Ekki eru mörg ár síðan Gunnar seldi geisladiskasafnið sitt, og þá hugðist hann skipta alfarið yfir í vínýl. „Já já, þetta gengur fram og til baka. Ég er ekki að segja að ég eigi ekki eftir að koma mér upp öðru vínylsafni einhvern tímann. Ég seldi geisladiskana samt á hárréttum tíma. Ég hefði aldrei getað selt þá í dag, þeir eru bara orðnir verðlausir eins og VHS-spólur.“ Gunnar ætlar þó að halda plötum Bítlanna og hljómsveitarinnar XTC, en hann hefur sérstakt dálæti á þeim. „Það eru hvort eð er ekkert merkilegar útgáfur, en síðan ætla ég líka að halda eftir tveggja metra safni af tónlist frá Eyjaálfu. Það hefur gengið á milli mín og Arnars Eggerts (Thoroddsen, tónlistarblaðamanns á Morgunblaðinu) í mörg ár.“ Gunnar segir að ekki sé mikið um „einhverja rosalega gimsteina“ í safninu sem hann ætlar að selja, en þó sé eitthvað af fágætu íslensku efni. „Þetta er frá ABBA og niður í eitthvað sem byrjar á Z. Auðvitað mikið frá mótunarárum mínum í pönki og nýbylgju. Þetta er allskonar dót en djassgeggjarinn getur verið heima hjá sér. Eða nei nei, hann getur svo sem komið. Ég held það sé ein djassplata hérna.“
Tónlist Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira