Íslenski boltinn

Tóku fagn Stjörnustrákanna á MTV

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fögn liðsmanna Stjörnunnar í Pepsi-deild karla sumarið 2011 slógu í gegn víða um heiminn. Lítið hefur farið fyrir fögnum Garðbæinga síðan þá en þau eru þó ekki gleymd úti í hinum stóra heimi.

Það kom berlega í ljós á MTV-tónlistarhátíðinni á sunnudagskvöldið. Hátíðin hófst með opnunaratriði kynnisins Rebel Wilson. Atriðið skartaði lögum á borð við Girl on Fire með Aliciu Keys, Thrift Shop með Macklemore & Ryan Lewis auk Lose Yourself með rapparanum Eminem.

Það var í síðasta laginu sem nokkrir karlmenn slógust í hópinn með Wilson. En öll atriði eiga sína hápunkta og gaman var að sjá Wilson og félaga leika hjólafagn Stjörnustrákanna frá því á KR-vellinum sumarið 2011 eftir.

Opnunaratriðið frá MTV-hátíðinni má sjá hér að neðan en myndbandið er fengið af heimasíðu MTV. Hjólafagnið kemur eftir tvær mínútur.

Í spilaranum hér fyrir ofan má svo sjá upprunalega fagn Stjörnumanna gegn KR.

Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×