Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Valur 28-24 Stefán Árni Pálsson í Mýrinni skrifar 14. apríl 2013 00:01 Stjarnan vann magnaðan sigur, 28-24, á Val í undanúrslitum N1-deildar kvenna í handknattleik og jöfnuðu þar með einvígið 1-1. Stjarnan hafði yfirhöndina nánast allan leikinn og áttu sigurinn fyllilega skilið. Rakel Dögg Bragadóttir skoraði átta mörk fyrir Stjörnuna í leiknum en Þorgerður Anna Atladóttir var með tíu hjá Val. Valur byrjaði leikinn mikið mun betur og skoruðu þrjú fyrstu mörk leiksins en það tók Stjörnuna rúmlega fimm mínútur að komast á blað. Stjarnan lét samt ekki slæma byrjun hafa áhrifa á leik sinn og breyttu stöðunni fljótlega í 3-3. Hálfleikurinn var virkilega spennandi eftir það og var staðan 11-10 fyrir Stjörnunni eftir 30 mínútur. Stjörnustúlkur voru virkilega ákveðnar í vörninni og agaðar í sínum sóknaraðgerðum. Þorgerður Anna Atladóttir dró vagninn fyrir Val en hún gerði fimm mörk í fyrri hálfleiknum. Rakel Dögg Bragadóttir var einnig með fimm mörk fyrir Stjörnuna í hálfleiknum. Stjörnustúlkur byrjuðu síðari hálfleikinn betur og náðu fljótlega tökum á leiknum. Heimamenn sýndu frábæran varnarleik og sóknarleikurinn var sem fyrr agaður. Þegar hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 17-14 fyrir Stjörnuna. Stjörnustúlkur héldum áfram uppteknum hætti og Jóna Margrét Ragnarsdóttir var frábæra undir lokin en hún skoraði mörg mikilvæg mörk. Leiknum lauk með góðum fjögra marka sigri Stjörnunnar 28-24 og þær jöfnuðu því einvígið 1-1. Skúli: Það gekk allt upp í dag„Ég er mjög sáttur,“ sagði Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn í dag. „Við náðum að spila góða vörn allan leikinn sem við gerðum reyndar líka í fyrri hálfleiknum í síðasta leik.“ „Við náðum ekki að nýta okkur góða vörn í síðasta leik til að fá ódýr mörk úr hraðaupphlaupi en í dag gekk það upp.“ „Við vorum búnar að undirbúa okkur mjög vel fyrir þennan leik og það gekk í raun allt upp sem við lögðum upp með.“ „Við ætlum okkur að leggja Val af velli í þessu einvígi þó við séum kannski eina fólkið á Íslandi sem hefur trú á því, þá er það markmiðið.“ Hægt er að sjá myndbandið af viðtalinu hér að ofan. Stefán: Þurfum að bæta allt sem kemur nálægt handbolta„Það er auðvitað ákveðin vonbrigði að tapa leiknum en Stjarnan var bara heilt yfir miklu betra liðið í þessum leik,“ sagði Stefán Arnarsson, þjálfari Vals, eftir leikinn. „Stjarnan átti þennan sigur fyllilega skilið. Varnarleikur, sóknarleikur og hraðaupphlaup voru bara slök hjá okkur í dag.“ „Við vorum ekki að spila sem ein liðsheild og þá erum við oft á tíðum bara lélegar.“ „Við þurfum að fara í gegnum allt sem snýr að handbolta fyrir næsta leik og bæta margt.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Sjá meira
Stjarnan vann magnaðan sigur, 28-24, á Val í undanúrslitum N1-deildar kvenna í handknattleik og jöfnuðu þar með einvígið 1-1. Stjarnan hafði yfirhöndina nánast allan leikinn og áttu sigurinn fyllilega skilið. Rakel Dögg Bragadóttir skoraði átta mörk fyrir Stjörnuna í leiknum en Þorgerður Anna Atladóttir var með tíu hjá Val. Valur byrjaði leikinn mikið mun betur og skoruðu þrjú fyrstu mörk leiksins en það tók Stjörnuna rúmlega fimm mínútur að komast á blað. Stjarnan lét samt ekki slæma byrjun hafa áhrifa á leik sinn og breyttu stöðunni fljótlega í 3-3. Hálfleikurinn var virkilega spennandi eftir það og var staðan 11-10 fyrir Stjörnunni eftir 30 mínútur. Stjörnustúlkur voru virkilega ákveðnar í vörninni og agaðar í sínum sóknaraðgerðum. Þorgerður Anna Atladóttir dró vagninn fyrir Val en hún gerði fimm mörk í fyrri hálfleiknum. Rakel Dögg Bragadóttir var einnig með fimm mörk fyrir Stjörnuna í hálfleiknum. Stjörnustúlkur byrjuðu síðari hálfleikinn betur og náðu fljótlega tökum á leiknum. Heimamenn sýndu frábæran varnarleik og sóknarleikurinn var sem fyrr agaður. Þegar hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 17-14 fyrir Stjörnuna. Stjörnustúlkur héldum áfram uppteknum hætti og Jóna Margrét Ragnarsdóttir var frábæra undir lokin en hún skoraði mörg mikilvæg mörk. Leiknum lauk með góðum fjögra marka sigri Stjörnunnar 28-24 og þær jöfnuðu því einvígið 1-1. Skúli: Það gekk allt upp í dag„Ég er mjög sáttur,“ sagði Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn í dag. „Við náðum að spila góða vörn allan leikinn sem við gerðum reyndar líka í fyrri hálfleiknum í síðasta leik.“ „Við náðum ekki að nýta okkur góða vörn í síðasta leik til að fá ódýr mörk úr hraðaupphlaupi en í dag gekk það upp.“ „Við vorum búnar að undirbúa okkur mjög vel fyrir þennan leik og það gekk í raun allt upp sem við lögðum upp með.“ „Við ætlum okkur að leggja Val af velli í þessu einvígi þó við séum kannski eina fólkið á Íslandi sem hefur trú á því, þá er það markmiðið.“ Hægt er að sjá myndbandið af viðtalinu hér að ofan. Stefán: Þurfum að bæta allt sem kemur nálægt handbolta„Það er auðvitað ákveðin vonbrigði að tapa leiknum en Stjarnan var bara heilt yfir miklu betra liðið í þessum leik,“ sagði Stefán Arnarsson, þjálfari Vals, eftir leikinn. „Stjarnan átti þennan sigur fyllilega skilið. Varnarleikur, sóknarleikur og hraðaupphlaup voru bara slök hjá okkur í dag.“ „Við vorum ekki að spila sem ein liðsheild og þá erum við oft á tíðum bara lélegar.“ „Við þurfum að fara í gegnum allt sem snýr að handbolta fyrir næsta leik og bæta margt.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.
Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti