Grindvíkingar stórhuga og þurfa engin lán Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. apríl 2013 11:17 Róbert Ragnarsson bæjarstjóri. Grindvíkingar reikna með að verja milljarði króna í uppbyggingu á íþróttasvæði bæjarins á næstu fjórum árum. Verkið er á leið í útboð en sveitafélagið þarf ekki að taka lán til að fjármagna framkvæmdirnar. „Við eigum peninga. Við skuldum eiginlega ekki neitt og við höfum lagað til í rekstrinum síðustu tvö til þrjú ár. Reksturinn er kominn í mjög fínt form," segir Róbert Ragnarsson bæjarstjóri Grindavíkur. Nýja mannvirkið á að sameina íþróttahúsið, sundlaugina og íþróttasvæði utanhúss. „Þetta verður eitt hjarta," segir Róbert en auk þess verður félagsaðstaða fyrir allar deildir íþróttafélagsins, kvenfélagið í bænum auk þess sem þar verður samskomusalur. Stór breyting verður gerð á íþróttasalnum sem verður lengdur um 67 prósent. Salurinn uppfyllir reglugerðir fyrir körfuboltavöll en ekki handboltavöll. „Öryggissvæðið fyrir aftan körfurnar er í algjöru lágmarki. Svo þegar við erum að fá upp í þúsund áhorfendur á leiki eins og tilfellið er þessa dagana er þröngt á þingi. Við gerum ráð fyrir að vera alltaf í þeirri stöðu," segir Róbert. Körfuknattleikslið Grindavíkur tryggði sér einmitt sæti í úrslitum á Íslandsmóti karla í gærkvöldi en liðið er ríkjandi Íslands- og bikarmeistari. Grindvíkingar hugsa enn lengra en til 2016. Framkvæmdirnar sem má sjá í myndbandinu hér að ofan eru bara fyrsti áfangi. Þegar þeim verður lokið árið 2016 er sundlaug innanhúss á dagskrá og þar á eftir fjölnota íþróttahús. Ólíkt öðrum sveitafélögum er reksturinn í blóma í Grindavík. „Ég held að það séu varla margir í þessari stöðu. Við seldum hluta okkar í Hitaveitu Suðurnesja fyrir um sex árum þannig að sveitarfélagið eignaðist sjóð þar," segir Róbert. Þann sjóð hafi Grindvíkingar notað til þess að greiða niður allar skuldir. „Við vorum í rekstrarvandræðum eins og flestallir aðrir en höfum náð að taka til í rekstrinum."Grindvíkingar fögnuðu í Vesturbænum í gær.Mynd/DaníelRóbert segir að kostnaðaráætlun fyrir fyrsta áfanga hljómi upp á 700-800 milljónir króna. „Ætli þetta endi ekki í milljarði með hækkun á byggingavísitölu og öðrum þáttum," segir Róbert. Bærinn skili um 300 milljónum króna í hagnað árlega. Veltuféð megi nota en auk þess eigi bærinn sjóð sem stendur í 1,4 milljörðum króna í dag. Róbert reiknar með því að taka um 400 milljónir af þessum sjóð fyrir verkefnið. „Markmið bæjarstjórnar er að eiga á hverjum tíma alltaf milljarð í sjóð." Það er þó fleira sem spilar inn í hvað góða fjárhagsstöðu Grindavíkur varðar en salan á hlut bæjarins í hitaveitunni. „Ólíkt öðrum sveitarfélögum á Suðurnesjum hefur ekki verið svo mikið atvinnuleysi hérna. Sjávarútvegurinn hefur gengið vel og sömuleiðis ferðaþjónustan í kringum Bláa lónið. Við höfum ekki orðið fyrir sama tekjumissi og mörg önnur sveitarfélög," segir Róbert.Grindavík Íþróttir Mest lesið Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira
Grindvíkingar reikna með að verja milljarði króna í uppbyggingu á íþróttasvæði bæjarins á næstu fjórum árum. Verkið er á leið í útboð en sveitafélagið þarf ekki að taka lán til að fjármagna framkvæmdirnar. „Við eigum peninga. Við skuldum eiginlega ekki neitt og við höfum lagað til í rekstrinum síðustu tvö til þrjú ár. Reksturinn er kominn í mjög fínt form," segir Róbert Ragnarsson bæjarstjóri Grindavíkur. Nýja mannvirkið á að sameina íþróttahúsið, sundlaugina og íþróttasvæði utanhúss. „Þetta verður eitt hjarta," segir Róbert en auk þess verður félagsaðstaða fyrir allar deildir íþróttafélagsins, kvenfélagið í bænum auk þess sem þar verður samskomusalur. Stór breyting verður gerð á íþróttasalnum sem verður lengdur um 67 prósent. Salurinn uppfyllir reglugerðir fyrir körfuboltavöll en ekki handboltavöll. „Öryggissvæðið fyrir aftan körfurnar er í algjöru lágmarki. Svo þegar við erum að fá upp í þúsund áhorfendur á leiki eins og tilfellið er þessa dagana er þröngt á þingi. Við gerum ráð fyrir að vera alltaf í þeirri stöðu," segir Róbert. Körfuknattleikslið Grindavíkur tryggði sér einmitt sæti í úrslitum á Íslandsmóti karla í gærkvöldi en liðið er ríkjandi Íslands- og bikarmeistari. Grindvíkingar hugsa enn lengra en til 2016. Framkvæmdirnar sem má sjá í myndbandinu hér að ofan eru bara fyrsti áfangi. Þegar þeim verður lokið árið 2016 er sundlaug innanhúss á dagskrá og þar á eftir fjölnota íþróttahús. Ólíkt öðrum sveitafélögum er reksturinn í blóma í Grindavík. „Ég held að það séu varla margir í þessari stöðu. Við seldum hluta okkar í Hitaveitu Suðurnesja fyrir um sex árum þannig að sveitarfélagið eignaðist sjóð þar," segir Róbert. Þann sjóð hafi Grindvíkingar notað til þess að greiða niður allar skuldir. „Við vorum í rekstrarvandræðum eins og flestallir aðrir en höfum náð að taka til í rekstrinum."Grindvíkingar fögnuðu í Vesturbænum í gær.Mynd/DaníelRóbert segir að kostnaðaráætlun fyrir fyrsta áfanga hljómi upp á 700-800 milljónir króna. „Ætli þetta endi ekki í milljarði með hækkun á byggingavísitölu og öðrum þáttum," segir Róbert. Bærinn skili um 300 milljónum króna í hagnað árlega. Veltuféð megi nota en auk þess eigi bærinn sjóð sem stendur í 1,4 milljörðum króna í dag. Róbert reiknar með því að taka um 400 milljónir af þessum sjóð fyrir verkefnið. „Markmið bæjarstjórnar er að eiga á hverjum tíma alltaf milljarð í sjóð." Það er þó fleira sem spilar inn í hvað góða fjárhagsstöðu Grindavíkur varðar en salan á hlut bæjarins í hitaveitunni. „Ólíkt öðrum sveitarfélögum á Suðurnesjum hefur ekki verið svo mikið atvinnuleysi hérna. Sjávarútvegurinn hefur gengið vel og sömuleiðis ferðaþjónustan í kringum Bláa lónið. Við höfum ekki orðið fyrir sama tekjumissi og mörg önnur sveitarfélög," segir Róbert.Grindavík
Íþróttir Mest lesið Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast