"Gunni er miður sín" Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. apríl 2013 09:15 Nordicphotos/Getty Gunnar Nelson er á leiðinni í uppskurð á hné á föstudag. Talið er að bardagakappinn sé með rifinn liðþófa í hné. „Gunni er auðvitað miður sín enda búinn að leggja mikið á sig og undirbúa sig vel. Þetta er eins og þegar strákarnir í landsliðinu í handboltanum detta út fyrir Ólympíuleikana," segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson.Vísir greindi frá því í morgun að ekkert yrði af UFC-bardaga Gunnars við Mike Pyle í Las Vegas þann 25. maí næstkomandi. UFC tilkynnti í nótt að Gunnar væri meiddur og mun Rick Story fylla í skarð Gunnars. „Það fóru að koma smellir í hnéð á honum á fimmtudaginn. Hann fór strax til sjúkraþjálfara sem sagði að þetta hljómaði það alvarlega að hann hringdi beint í Örnólf," segir Haraldur. Örnólfur Valdimarsson, sérfræðingur í bæklunarskurðlækningum, telur að Gunnar sé með rifinn liðþófa. Það fáist þó ekki staðfest fyrr en í aðgerðinni sem Gunnar mun gangast undir á föstudag.Gunnar gegn Jorge Santiago.Nordicphotos/Getty„Gunnar hafði auðvitað hlakkað mikið til enda rosalega dagskrá, flottur bardagi og á flottum stað. Þetta er auðvitað rosalega leiðinlegt. En þú stýrir þessu ekkert. Svona gerist og nú þarf hann bara að hugsa um að ná sér góðum. Vonandi getur hann barist strax í lok sumars," segir Haraldur. Haraldur segir að Gunnar hafi fundið fyrir meiðslum í hné á fimmtudaginn. Framundan var æfingaferð í New York en halda átti utan þremur dögum síðar. Ákvað hann því að bíða og sjá hvernig staðan yrði á föstudeginum. Hún var engu betri og úr varð að Örnólfur Valdimarsson læknir skoðaði Gunnar síðdegis á föstudag. „Við vorum náttúrulega á leiðinni út þannig að Örnólfur var mjög almennilegur. Hann hitti okkur eftir vinnu og kíkti á þetta. Það er auðvitað allt uppbókað hjá þessum körlum," segir Haraldur.Nordicphotos/GettyHaraldur segir þá feðga hafa velt því fyrir sér að fara utan í myndatöku og jafnvel framkvæma aðgerðina þar. Svo hafi óvænt losnað tími í sneiðmyndatöku í gær og Örnólfur framkvæmi aðgerðin á föstudag. Haraldur var í samskiptum við UFC langt fram á nótt. Hann segir þá hafa tekið málinu vel og talið skynsamlegt að Gunnar myndi ekki berjast í Las Vegas svo stuttu eftir aðgerðina. „UFC fylgist mjög vel með honum og endurbata hans. Örnólfur segir ekki ástæðu til að ætla annað en þetta gangi mjög vel og hann verði kominn á fullt eftir nokkurn tíma og verði klár í sumar," segir Haraldur.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Íþróttir Tengdar fréttir Ekkert verður af bardaga Gunnars Nelson í Vegas Gunnar Nelson mun ekki berjast við Mike Pyle í Las Vegas þann 25. maí. UFC hefur tilkynnt að Gunnar sé meiddur og bardaginn hefur þegar verið tekinn af dagskrá. 10. apríl 2013 08:23 Mest lesið Mo Salah með skot á Carragher á samfélagsmiðlum Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfubolti Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Enski boltinn Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Sport Fleiri fréttir Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah með skot á Carragher á samfélagsmiðlum Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Eftirmaður Belichicks rekinn eftir aðeins eitt tímabil Annað enskt barn heimsmeistari Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Hlín endursamdi við Kristianstad Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Sjá meira
Gunnar Nelson er á leiðinni í uppskurð á hné á föstudag. Talið er að bardagakappinn sé með rifinn liðþófa í hné. „Gunni er auðvitað miður sín enda búinn að leggja mikið á sig og undirbúa sig vel. Þetta er eins og þegar strákarnir í landsliðinu í handboltanum detta út fyrir Ólympíuleikana," segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson.Vísir greindi frá því í morgun að ekkert yrði af UFC-bardaga Gunnars við Mike Pyle í Las Vegas þann 25. maí næstkomandi. UFC tilkynnti í nótt að Gunnar væri meiddur og mun Rick Story fylla í skarð Gunnars. „Það fóru að koma smellir í hnéð á honum á fimmtudaginn. Hann fór strax til sjúkraþjálfara sem sagði að þetta hljómaði það alvarlega að hann hringdi beint í Örnólf," segir Haraldur. Örnólfur Valdimarsson, sérfræðingur í bæklunarskurðlækningum, telur að Gunnar sé með rifinn liðþófa. Það fáist þó ekki staðfest fyrr en í aðgerðinni sem Gunnar mun gangast undir á föstudag.Gunnar gegn Jorge Santiago.Nordicphotos/Getty„Gunnar hafði auðvitað hlakkað mikið til enda rosalega dagskrá, flottur bardagi og á flottum stað. Þetta er auðvitað rosalega leiðinlegt. En þú stýrir þessu ekkert. Svona gerist og nú þarf hann bara að hugsa um að ná sér góðum. Vonandi getur hann barist strax í lok sumars," segir Haraldur. Haraldur segir að Gunnar hafi fundið fyrir meiðslum í hné á fimmtudaginn. Framundan var æfingaferð í New York en halda átti utan þremur dögum síðar. Ákvað hann því að bíða og sjá hvernig staðan yrði á föstudeginum. Hún var engu betri og úr varð að Örnólfur Valdimarsson læknir skoðaði Gunnar síðdegis á föstudag. „Við vorum náttúrulega á leiðinni út þannig að Örnólfur var mjög almennilegur. Hann hitti okkur eftir vinnu og kíkti á þetta. Það er auðvitað allt uppbókað hjá þessum körlum," segir Haraldur.Nordicphotos/GettyHaraldur segir þá feðga hafa velt því fyrir sér að fara utan í myndatöku og jafnvel framkvæma aðgerðina þar. Svo hafi óvænt losnað tími í sneiðmyndatöku í gær og Örnólfur framkvæmi aðgerðin á föstudag. Haraldur var í samskiptum við UFC langt fram á nótt. Hann segir þá hafa tekið málinu vel og talið skynsamlegt að Gunnar myndi ekki berjast í Las Vegas svo stuttu eftir aðgerðina. „UFC fylgist mjög vel með honum og endurbata hans. Örnólfur segir ekki ástæðu til að ætla annað en þetta gangi mjög vel og hann verði kominn á fullt eftir nokkurn tíma og verði klár í sumar," segir Haraldur.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.
Íþróttir Tengdar fréttir Ekkert verður af bardaga Gunnars Nelson í Vegas Gunnar Nelson mun ekki berjast við Mike Pyle í Las Vegas þann 25. maí. UFC hefur tilkynnt að Gunnar sé meiddur og bardaginn hefur þegar verið tekinn af dagskrá. 10. apríl 2013 08:23 Mest lesið Mo Salah með skot á Carragher á samfélagsmiðlum Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfubolti Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Enski boltinn Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Sport Fleiri fréttir Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah með skot á Carragher á samfélagsmiðlum Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Eftirmaður Belichicks rekinn eftir aðeins eitt tímabil Annað enskt barn heimsmeistari Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Hlín endursamdi við Kristianstad Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Sjá meira
Ekkert verður af bardaga Gunnars Nelson í Vegas Gunnar Nelson mun ekki berjast við Mike Pyle í Las Vegas þann 25. maí. UFC hefur tilkynnt að Gunnar sé meiddur og bardaginn hefur þegar verið tekinn af dagskrá. 10. apríl 2013 08:23