Spænski tenniskappinn Rafael Nadal kann vel við sig á heimavelli en hann vann sinn áttunda sigur á Opna Barcelona-mótinu í gær. Hann hefur þar með unnið mótið átta sinnum á síðustu 9 árum.
Nadal tapaði síðast á mótinu árið 2003. Spánverjinn skellti landa sínum, Nicolas Almagra, í tveimur settum og vann sinn 39. leik þar í röð.
Nadal hefur verið í flottu formi síðan hann kom til baka eftir að hafa verið frá í sjö mánuði vegna meiðsla í hné.
Hann byrjaði að spila aftur í febrúar og er þegar búinn að vinna fjögur mót síðan þá.
