27 þúsund styðja níu framboð - þau ná samt engum manni inn Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 24. apríl 2013 18:33 Nýju framboðin ellefu njóta stuðnings um fjórðungs kjósenda. Nærri helmingur þessara atkvæða skilar engum þingmanni. Þetta sýnir ný könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins sem gerð var á mánudag og þriðjudag. Samkvæmt henni fengi Framsóknarflokkurinn tæp 26% atkvæða ef kosið yrði nú sem er heldur minna en í síðustu könnun. Í henni mældist fylgi flokksins um 30%. Sjálfstæðisflokkurinn fengi tæp 24% atkvæða ef að kosið yrði nú. Samfylkingin fengi 13,3% atkvæða. Vinstri-græn 10,4% en fylgi þeirra eykst frá síðustu könnun. Tvö nýju framboðanna næðu mönnum inn á þing ef kosið yrði nú. Björt framtíð fengi 8,1% atkvæða en Píratar 6,3%. Nýju framboðin ellefu, þeirra á meðal Björt framtíð og Pírtar, njóta stuðnings um fjórðungs kjósenda samanlagt samkvæmt könnuninni. Nýju framboðin fengju samtals 25,9% atkvæða ef að kosið yrði nú. Það þýðir að tæplega 62 þúsund kjósendur ætla að kjósa eitt þessara 11 framboða miðað við að allir kjósendur á kjörskrá greiði atkvæði í kosningunum. Þau 9 framboð sem ná ekki manni inn á þing njóta um 11% fylgis og fengju þannig um 27 þúsund atkvæði miðað við alla á kjörskrá ef að kosið yrði nú en engan þingmann. Úrtakið í þessari könnun var 1390 manns og svarhlutfallið 71,9%. „Ef við miðum frá því að, við það að hlutfallskosningar voru teknar upp 1959, þá hefur nú sennilega aldrei gerst að svona stór hluti atkvæða hafi falli niður dauður,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hann segir þetta þýða að til að mynda meirihluta þá þurfi minna fylgi. „Þannig það má alveg gera ráð fyrir þess vegna að Sjálfstæðisflokkur til dæmis og Framsóknarflokkur, ef þeir myndu mynda stjórn, að þeim myndi duga töluvert undir 50% atkvæða til að ná hreinum og jafnvel töluvert traustum meirihluta á Alþingi.“ Kosningar 2013 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Nýju framboðin ellefu njóta stuðnings um fjórðungs kjósenda. Nærri helmingur þessara atkvæða skilar engum þingmanni. Þetta sýnir ný könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins sem gerð var á mánudag og þriðjudag. Samkvæmt henni fengi Framsóknarflokkurinn tæp 26% atkvæða ef kosið yrði nú sem er heldur minna en í síðustu könnun. Í henni mældist fylgi flokksins um 30%. Sjálfstæðisflokkurinn fengi tæp 24% atkvæða ef að kosið yrði nú. Samfylkingin fengi 13,3% atkvæða. Vinstri-græn 10,4% en fylgi þeirra eykst frá síðustu könnun. Tvö nýju framboðanna næðu mönnum inn á þing ef kosið yrði nú. Björt framtíð fengi 8,1% atkvæða en Píratar 6,3%. Nýju framboðin ellefu, þeirra á meðal Björt framtíð og Pírtar, njóta stuðnings um fjórðungs kjósenda samanlagt samkvæmt könnuninni. Nýju framboðin fengju samtals 25,9% atkvæða ef að kosið yrði nú. Það þýðir að tæplega 62 þúsund kjósendur ætla að kjósa eitt þessara 11 framboða miðað við að allir kjósendur á kjörskrá greiði atkvæði í kosningunum. Þau 9 framboð sem ná ekki manni inn á þing njóta um 11% fylgis og fengju þannig um 27 þúsund atkvæði miðað við alla á kjörskrá ef að kosið yrði nú en engan þingmann. Úrtakið í þessari könnun var 1390 manns og svarhlutfallið 71,9%. „Ef við miðum frá því að, við það að hlutfallskosningar voru teknar upp 1959, þá hefur nú sennilega aldrei gerst að svona stór hluti atkvæða hafi falli niður dauður,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hann segir þetta þýða að til að mynda meirihluta þá þurfi minna fylgi. „Þannig það má alveg gera ráð fyrir þess vegna að Sjálfstæðisflokkur til dæmis og Framsóknarflokkur, ef þeir myndu mynda stjórn, að þeim myndi duga töluvert undir 50% atkvæða til að ná hreinum og jafnvel töluvert traustum meirihluta á Alþingi.“
Kosningar 2013 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira