Hin sykursæta Selena Gomez fer á kostum í nýrri auglýsingaherferð fyrir merkið Neo á vegum íþróttafatarisans Adidas.
Selena verður 21 árs á þessu ári og er svo sannarlega að reyna að hrista af sér góðu stelpu ímyndina. Er hún afar kynþokkafull á myndunum fyrir Neo.
Gul peysa klikkar sjaldan.Selena hætti með poppprinsinum Justin Bieber í fyrra en sögusagnir hafa verið háværar þess efnis að þau séu byrjuð aftur saman. Selena hefur þó ekki staðfest það.