Poppprinsinn Justin Bieber skartaði tveimur nýjum húðflúrum þegar hann spókaði sig um í Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóðar, í vikunni.
Sýndi hann aðdáendum sínum húðflúr af tígrisdýri og annað af engli á vinstri handlegg sínum og virðist sem Justin ætli að húðflúra allan handlegginn – fá sér svokallaða ermi.
Friður sé með yður.Munu þetta vera þrettánda og fjórtánda húðflúr kappans.
Reffilegur.Justin fékk sér sitt fyrsta húðflúr, af mávi, á vinstri mjöðm sína þegar hann varð sextán ára árið 2011.