Ekki missa af gömlu myndunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. maí 2013 09:00 Heiðar Helguson og Oliver Kahn fóru í störukeppni á Laugardalsvelli haustið 2003. Mynd/Þorvaldur Ö. Kristmundsson Það getur verið skemmtilegt að rifja upp augnablik úr íslenskri íþróttasögu sem fest hafa verið á filmu af færum ljósmyndurum. Íþróttadeild Vísis hefur rifjað upp skemmtileg augnablik úr íþróttasögunni á Fésbókarsíðu Vísis undanfarnar vikur. Kennir þar ýmissa grasa. Í dag birtum við skemmtilega mynd frá Laugardalsvelli haustið 2003 þar sem karlalandslið Íslands og Þýskalands áttust við. Heiðar Helguson segir í viðtali í Fréttablaðinu í dag að atvinnumannaskórnir séu komnir upp í hillu. Eitt eftirminnilegasta atvikið á farsælum ferli Heiðars var þegar Oliver Kahn fékk nóg af Dalvíkingnum á Laugardalsvellinum.Til þess að fylgjast með liðnum „Gamla myndin" þarf ekki annað en að „líka við" Fésbókarsíðuna. Í framhaldinu verður efnt til ýmissa leikja á síðunni þar sem hægt verður að vinna til skemmtilegra verðlauna sem öll tengjast að sjálfsögðu íþróttum á einn eða annan hátt. Nokkrar gamlar og góðar myndir má sjá hér að neðan.Hlynur BæringssonMynd/ValliÞessi skylmingaþræll úr Hólminum var á dögunum valinn besti varnarmaðurinn í sænska körfuboltanum. Þarna er hann ungur með mikinn makka.Mynd/Valli„Logi kennir mér að tala við dömurnar,“ var fyrirsögnin á viðtali sem birtist við Aron Pálmarsson í Sport, aukablaði Fréttablaðsins sem kom út þann 6. apríl 2008. Aron var sautján ára, lék með FH og var á leið til Lemgo í Þýskalandi - enda í treyju Lemgo á myndinni sem Valgarður Gíslason tók. Þar var fyrir Logi Geirsson, FH-ingur og stórvinur Arons. En síðar þetta sama ár kom Alfreð Gíslason og Kiel til sögunnar og varð ekkert úr því að Aron færi til Lemgo. Spurning hvort að Logi hafi þá hætt við að kenna honum samskipti við hitt kynið?Tveir góðirNordicphotos/GettyÁsgeir Sigurvinsson og Diego Maradona kljást í úrslitum Evrópukeppni bikarhafa árið 1989.Fleiri gamlar og góðar myndir munu birtast reglulega á Fésbókarsíðu Íþróttadeildar Vísis. Íþróttir Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Það getur verið skemmtilegt að rifja upp augnablik úr íslenskri íþróttasögu sem fest hafa verið á filmu af færum ljósmyndurum. Íþróttadeild Vísis hefur rifjað upp skemmtileg augnablik úr íþróttasögunni á Fésbókarsíðu Vísis undanfarnar vikur. Kennir þar ýmissa grasa. Í dag birtum við skemmtilega mynd frá Laugardalsvelli haustið 2003 þar sem karlalandslið Íslands og Þýskalands áttust við. Heiðar Helguson segir í viðtali í Fréttablaðinu í dag að atvinnumannaskórnir séu komnir upp í hillu. Eitt eftirminnilegasta atvikið á farsælum ferli Heiðars var þegar Oliver Kahn fékk nóg af Dalvíkingnum á Laugardalsvellinum.Til þess að fylgjast með liðnum „Gamla myndin" þarf ekki annað en að „líka við" Fésbókarsíðuna. Í framhaldinu verður efnt til ýmissa leikja á síðunni þar sem hægt verður að vinna til skemmtilegra verðlauna sem öll tengjast að sjálfsögðu íþróttum á einn eða annan hátt. Nokkrar gamlar og góðar myndir má sjá hér að neðan.Hlynur BæringssonMynd/ValliÞessi skylmingaþræll úr Hólminum var á dögunum valinn besti varnarmaðurinn í sænska körfuboltanum. Þarna er hann ungur með mikinn makka.Mynd/Valli„Logi kennir mér að tala við dömurnar,“ var fyrirsögnin á viðtali sem birtist við Aron Pálmarsson í Sport, aukablaði Fréttablaðsins sem kom út þann 6. apríl 2008. Aron var sautján ára, lék með FH og var á leið til Lemgo í Þýskalandi - enda í treyju Lemgo á myndinni sem Valgarður Gíslason tók. Þar var fyrir Logi Geirsson, FH-ingur og stórvinur Arons. En síðar þetta sama ár kom Alfreð Gíslason og Kiel til sögunnar og varð ekkert úr því að Aron færi til Lemgo. Spurning hvort að Logi hafi þá hætt við að kenna honum samskipti við hitt kynið?Tveir góðirNordicphotos/GettyÁsgeir Sigurvinsson og Diego Maradona kljást í úrslitum Evrópukeppni bikarhafa árið 1989.Fleiri gamlar og góðar myndir munu birtast reglulega á Fésbókarsíðu Íþróttadeildar Vísis.
Íþróttir Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira