Skúli Freyr féll á lyfjaprófi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. maí 2013 09:53 Skúli Freyr Sigurðsson Mynd/IA.is Keilukappinn Skúli Freyr Sigurðsson segir allt benda til þess að drykkur blandaður af nákomnum aðila hafi orðið til þess að hann féll á lyfjaprófi þann 5. febrúar síðastliðinn. Skúli hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Þar segir hann tíðindin hafa komið sér algjörlega í opna skjöldu þar sem hann hefði ekki, að sér vitandi, neytt efna sem væru á bannlista hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. „Allt bendir til þess að ég hafi innbyrt efnið eftir að hafa þegið prótín boost hjá nákomnum aðila, sem hafði sjálfur blandað sér boostið og bætt út í D-bol sterum," segir í yfirlýsingu Skúla sem sjá má í heild sinni hér að neðan. Skúli Freyr segir sig og fjölskyldu sína hafa lifað fyrir keiluíþróttina undanfarin ár. Hann verður ekki með íslenska landsliðinu við keppni í Las Vegas í ágúst þar sem hann er í sex mánaða keppnisbanni. „Ég harma athugunarleysi mitt í tengslum við þetta sorglega mál sem því miður hefur skaðað minn íþróttaferil. Ég hef lært af mistökum mínum og vona að þetta verði víti til varnaðar fyrir aðra íþróttamenn," segir Skúli ennfremur. Yfirlýsingin í heild sinniÉg undirritaður féll á lyfjaprófi sem tekið var eftir úrslitaleik Íslandsmeistaramóts í keilu sem fram fór þann 5. febrúar 2013. Þessi niðurstaða kom mér algjörlega í opna skjöldu þar sem ég taldi að ég hefði ekki neytt efna sem eru á bannlista hjá ÍSÍ þar sem það gæti einungis skaðað feril minn. Undanfarin ár hef ég og öll mín fjölskylda lifað fyrir keiluna. Ég hef lagt mig allann fram til að komast í raðir þeirra bestu og síðan hef ég reynt að miðla af þekkingu minni til yngri keiluspilara með þjálfun. Í niðurstöðu lyfjaprófsins kom fram að það hafi fundist örlítið eða 28ng/ml af Methandienone niðurbrotsefni, sem tilheyrir vissri sterategund. Viðkomandi efni getur á engan hátt styrkt mig í keppni í keilu. Eftir þessa niðurstöðu hef ég reynt að grafa allt upp til að reyna að átta mig á hvernig þetta efni hefur komist í líkama minn. Ég hef fengið lyfjafræðinga til að greina lyf sem ég hef tekið, kannað hjá lækni hvort mér hafi verið gefið eitthvað þegar ég fór í aðgerð á hnéi fyrir stuttu, allt án árangurs. Á meðan málið var til meðferðar hjá Dómtól ÍSÍ reyndi ég hvað ég gat að upplýsa alla aðila um málið, þ.e. hvernig efnið kynni að hafa komið í líkamann. Allt bendir til þess að ég hafi innbyrt efnið eftir að hafa þegið prótín boost hjá nákomnum aðila, sem hafði sjálfur blandað sér booztið og bætt út í D-bol sterum. Með þessum orðum langar mig að benda öllum þeim á, sem stunda keppnisíþróttir að passa ykkur á því sem þið neytið og/eða eruð að þiggja frá öðrum. Þar sem það er aldrei 100% öruggt að ekkert efni leynist í því af lyfjabannlista hjá ÍSÍ, sem þegið er. Þá hef ég komist að því hversu skýr ábyrgð íþróttamannanna sjálfra er á því hvers þeir neyta. Ég var dæmdur í 6 mánaða keppnisbann sem útilokar mig m.a. frá þátttöku karlalandsliðsins í keilu sem fram fer í ágúst n.k. í Las Vegas. Ég harma athugunarleysi mitt í tengslum við þetta sorglega mál sem því miður hefur skaðað minn íþróttaferil. Ég hef lært af mistökum mínum og vona að þetta verði víti til varnaðar fyrir aðra íþróttamenn. Virðingarfyllst, Skúli Freyr Sigurðsson Íþróttir Tengdar fréttir Dansari og keiluspilari féllu á lyfjaprófi Fimm íþróttamenn hafa fallið á lyfjaprófi Íþróttasambands Íslands það sem af er ári. Frá 2001 hafa að meðaltali innan við tveir fallið á lyfjaprófum sambandsins á hverju ári. 15. apríl 2013 22:01 Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sjá meira
Keilukappinn Skúli Freyr Sigurðsson segir allt benda til þess að drykkur blandaður af nákomnum aðila hafi orðið til þess að hann féll á lyfjaprófi þann 5. febrúar síðastliðinn. Skúli hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Þar segir hann tíðindin hafa komið sér algjörlega í opna skjöldu þar sem hann hefði ekki, að sér vitandi, neytt efna sem væru á bannlista hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. „Allt bendir til þess að ég hafi innbyrt efnið eftir að hafa þegið prótín boost hjá nákomnum aðila, sem hafði sjálfur blandað sér boostið og bætt út í D-bol sterum," segir í yfirlýsingu Skúla sem sjá má í heild sinni hér að neðan. Skúli Freyr segir sig og fjölskyldu sína hafa lifað fyrir keiluíþróttina undanfarin ár. Hann verður ekki með íslenska landsliðinu við keppni í Las Vegas í ágúst þar sem hann er í sex mánaða keppnisbanni. „Ég harma athugunarleysi mitt í tengslum við þetta sorglega mál sem því miður hefur skaðað minn íþróttaferil. Ég hef lært af mistökum mínum og vona að þetta verði víti til varnaðar fyrir aðra íþróttamenn," segir Skúli ennfremur. Yfirlýsingin í heild sinniÉg undirritaður féll á lyfjaprófi sem tekið var eftir úrslitaleik Íslandsmeistaramóts í keilu sem fram fór þann 5. febrúar 2013. Þessi niðurstaða kom mér algjörlega í opna skjöldu þar sem ég taldi að ég hefði ekki neytt efna sem eru á bannlista hjá ÍSÍ þar sem það gæti einungis skaðað feril minn. Undanfarin ár hef ég og öll mín fjölskylda lifað fyrir keiluna. Ég hef lagt mig allann fram til að komast í raðir þeirra bestu og síðan hef ég reynt að miðla af þekkingu minni til yngri keiluspilara með þjálfun. Í niðurstöðu lyfjaprófsins kom fram að það hafi fundist örlítið eða 28ng/ml af Methandienone niðurbrotsefni, sem tilheyrir vissri sterategund. Viðkomandi efni getur á engan hátt styrkt mig í keppni í keilu. Eftir þessa niðurstöðu hef ég reynt að grafa allt upp til að reyna að átta mig á hvernig þetta efni hefur komist í líkama minn. Ég hef fengið lyfjafræðinga til að greina lyf sem ég hef tekið, kannað hjá lækni hvort mér hafi verið gefið eitthvað þegar ég fór í aðgerð á hnéi fyrir stuttu, allt án árangurs. Á meðan málið var til meðferðar hjá Dómtól ÍSÍ reyndi ég hvað ég gat að upplýsa alla aðila um málið, þ.e. hvernig efnið kynni að hafa komið í líkamann. Allt bendir til þess að ég hafi innbyrt efnið eftir að hafa þegið prótín boost hjá nákomnum aðila, sem hafði sjálfur blandað sér booztið og bætt út í D-bol sterum. Með þessum orðum langar mig að benda öllum þeim á, sem stunda keppnisíþróttir að passa ykkur á því sem þið neytið og/eða eruð að þiggja frá öðrum. Þar sem það er aldrei 100% öruggt að ekkert efni leynist í því af lyfjabannlista hjá ÍSÍ, sem þegið er. Þá hef ég komist að því hversu skýr ábyrgð íþróttamannanna sjálfra er á því hvers þeir neyta. Ég var dæmdur í 6 mánaða keppnisbann sem útilokar mig m.a. frá þátttöku karlalandsliðsins í keilu sem fram fer í ágúst n.k. í Las Vegas. Ég harma athugunarleysi mitt í tengslum við þetta sorglega mál sem því miður hefur skaðað minn íþróttaferil. Ég hef lært af mistökum mínum og vona að þetta verði víti til varnaðar fyrir aðra íþróttamenn. Virðingarfyllst, Skúli Freyr Sigurðsson
Íþróttir Tengdar fréttir Dansari og keiluspilari féllu á lyfjaprófi Fimm íþróttamenn hafa fallið á lyfjaprófi Íþróttasambands Íslands það sem af er ári. Frá 2001 hafa að meðaltali innan við tveir fallið á lyfjaprófum sambandsins á hverju ári. 15. apríl 2013 22:01 Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sjá meira
Dansari og keiluspilari féllu á lyfjaprófi Fimm íþróttamenn hafa fallið á lyfjaprófi Íþróttasambands Íslands það sem af er ári. Frá 2001 hafa að meðaltali innan við tveir fallið á lyfjaprófum sambandsins á hverju ári. 15. apríl 2013 22:01