Körfubolti

Óvænt hjá Memphis í Oklahoma

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Conley til varnar gegn Derek Fisher sem átti fínan leik hjá Oklahoma.
Conley til varnar gegn Derek Fisher sem átti fínan leik hjá Oklahoma. Nordicphotos/Getty
Mike Conley var í banastuði þegar Memphis Grizzlies sótti sigur til Oklahoma og jafnaði metin í einvígi liðanna í undanúrslitum Austurdeildar í NBA í nótt.

Conley skoraði 26 stig, tók 10 fráköst og gaf níu stoðsendingar í 99-93 sigri Memphis. Marc Gasol skoraði 24 stig og Zach Randolph 15 fyrir gestaliðið sem vann síðasta leikhlutann 30-19.

Stórleikur Kevin Durant dugði ekki fyrir Oklahoma sem tapaði boltanum 21 sinni í leiknum. Durant sallaði niður 36 stigum í takt við 11 fráköst og níu stoðsendingar.

Staðan í einvíginu er 1-1 en liðin mætast næst í Memphis.

Anthony sjóðandi þegar New York jafnaði metin
Anthony steig fram þegar á þurfti að halda í nótt.Nordicphotos/Getty
Það munaði um 32 stig frá Carmelo Anthony þegar New York Knicks slátraði Indiana Pacers 105-79 í undanúrslitaviðureign liðanna í Austurdeild NBA í nótt.

Anthony skoraði 20 stig í síðari hálfleik þegar New York sigldi fram úr. Heimamenn unnu síðasta fjórðunginn með tuttugu stiga mun og er staðan í einvíginu nú 1-1.

Liðin mætast í næstu tvö skipti í Indiana. Sigurvegarinn í einvíginu mætir annaðhvort Chicago Bulls eða Miami Heat í úrslitum Austurdeildar.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×