Ofþjálfun barna í íþróttum áhyggjuefni Helga Arnardóttir skrifar 6. maí 2013 10:02 Faðir og knattspyrnuþjálfari hefur áhyggjur af því að ungmenni í íþróttum æfi of mikið í viku hverri sem geti valdið ofþreytu, langvarandi meiðslum, og áhugaleysi. Hann segir lítinn mun vera á vikulegum fjölda æfingatíma íslenskra unglinga, sem stundi tvær íþróttagreinar, og atvinnumanns í handbolta erlendis. Ásgeir Ólafsson starfar sem knattspyrnuþjálfari ungmenna á aldrinum 12-17 ára og er einnig faðir barna í íþróttum. Hann ritaði grein í Morgunblaðið undir yfirskriftinni eru börnin okkar að æfa of mikið? Ásgeir segir börn og unglinga oft undir of miklu líkamlegu álagi í íþróttum og fái ekki næga hvíld. Sérstaklega þau ungmenni sem stundi fleiri en eina íþrótt í viku. „Sem dæmi þá er góður vinur minn atvinnumaður í handknattleik erlendis. Hann æfir allt að sextán til sautján klukkutíma í viku og sonur minn er að æfa tólf klukkutíma í viku þrettán ára gamall." Þrátt fyrir að rannsóknir sýni að ungmenni hreyfi sig minna nú en áður þá segir Ásgeir ofþjálfun hafa alvarlegar afleiðingar. Íþróttaiðkun sé klárlega af hinu góða en við of mikið álag gætu börn fundið til langvarandi meiðsla, ofþreytu og áhugaleysis. Hann segir að íþróttafélögin megi líta sér nær varðandi tímasetningar æfinga og leikja um helgar. En ábyrgðin sé fyrst og fremst foreldranna. „Ég beini þessu fyrst og fremst til okkar foreldra. Við þekkjum börnin okkar alltaf best og við eigum auðvitað að leyfa börnunum að taka frí ef þau eru þreytt."Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Íþróttir Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Fleiri fréttir Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Dagskráin: Enski, kvennakarfa og Lokasóknin undirbýr úrslitakeppnina Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Eftirmaður Belichicks rekinn eftir aðeins eitt tímabil Sjá meira
Faðir og knattspyrnuþjálfari hefur áhyggjur af því að ungmenni í íþróttum æfi of mikið í viku hverri sem geti valdið ofþreytu, langvarandi meiðslum, og áhugaleysi. Hann segir lítinn mun vera á vikulegum fjölda æfingatíma íslenskra unglinga, sem stundi tvær íþróttagreinar, og atvinnumanns í handbolta erlendis. Ásgeir Ólafsson starfar sem knattspyrnuþjálfari ungmenna á aldrinum 12-17 ára og er einnig faðir barna í íþróttum. Hann ritaði grein í Morgunblaðið undir yfirskriftinni eru börnin okkar að æfa of mikið? Ásgeir segir börn og unglinga oft undir of miklu líkamlegu álagi í íþróttum og fái ekki næga hvíld. Sérstaklega þau ungmenni sem stundi fleiri en eina íþrótt í viku. „Sem dæmi þá er góður vinur minn atvinnumaður í handknattleik erlendis. Hann æfir allt að sextán til sautján klukkutíma í viku og sonur minn er að æfa tólf klukkutíma í viku þrettán ára gamall." Þrátt fyrir að rannsóknir sýni að ungmenni hreyfi sig minna nú en áður þá segir Ásgeir ofþjálfun hafa alvarlegar afleiðingar. Íþróttaiðkun sé klárlega af hinu góða en við of mikið álag gætu börn fundið til langvarandi meiðsla, ofþreytu og áhugaleysis. Hann segir að íþróttafélögin megi líta sér nær varðandi tímasetningar æfinga og leikja um helgar. En ábyrgðin sé fyrst og fremst foreldranna. „Ég beini þessu fyrst og fremst til okkar foreldra. Við þekkjum börnin okkar alltaf best og við eigum auðvitað að leyfa börnunum að taka frí ef þau eru þreytt."Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.
Íþróttir Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Fleiri fréttir Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Dagskráin: Enski, kvennakarfa og Lokasóknin undirbýr úrslitakeppnina Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Eftirmaður Belichicks rekinn eftir aðeins eitt tímabil Sjá meira