Íslendingar eiga að hætta við olíuleit á Drekasvæðinu Ingveldur Geirsdóttir skrifar 5. maí 2013 20:02 Einn þekktasti umhverfisblaðamaður í heimi segir að Íslendingar eigi að hætta við olíuleit á Drekasvæðinu. Það yrði markvert framlag af hálfu þjóðarinnar til að sporna gegn loftslagsbreytingum. Bill McKibben hefur skrifað fjölda bóka og greina um umhverfismál og er einn stofnenda alþjóðlegu grasrótarhreyfingarinnar 350.org sem berst fyrir því að verja jörðina fyrir hlýnun andrúmsloftsins. Hann hélt fyrirlestur í Háskólabíó í dag fyrir fullum sal. McKibben er ekki hrifin af áformum Íslenskra stjórnvalda um að bora eftir olíu á Drekasvæðinu. „Heimurinn þarf ekki meiri olíu, við höfum miklu meiri olíu, gas og kol en við getum notað. Ef við ætlum að gera eitthvað til að stöðva loftslagsbreytingarnar og hægja á súrnun hafanna verðum við að skilja olíuna eftir í jörðinni. Íslendingar geta gert okkur öllum mikinn greiða með því að segja: Það kann að vera olía þarna, við skulum láta hana vera þar sem hún hefur verið síðustu milljónir ára." Hann segir okkur ekki eiga að eltast við peninga, ef við finnum olíu eykur það losun kolefnis út í andrúmsloftið sem hækkar hitastig jarðar sem gæti til dæmis haft mjög slæm áhrif á Ísland sem er háð hafinu. Ísland þurfi heldur ekki meiri orku, landið sé vel sett með orkuauðlindir. „Það mikilvægasta sem Íslendingar geta gert er að vera fyrirmynd annarra í heiminum og þið eruð þegar byrjuð á því. Að stefna að því að hætta notkun jarðefnaseldsneytis í landinu er mjög mikilvægt, að verða kolefnahlutlaus væri mjög gott. En Ísland er auðvitað svo lítið að þetta bjargar ekki heiminum í sjálfu sér. Við þurfum líka táknræna forystu, til dæmis með því að fórna olíunni og láta hana vera í jörðinni. Það væri frábær yfirlýsing til umheimsins,“ segir hann að lokum. Loftslagsmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira
Einn þekktasti umhverfisblaðamaður í heimi segir að Íslendingar eigi að hætta við olíuleit á Drekasvæðinu. Það yrði markvert framlag af hálfu þjóðarinnar til að sporna gegn loftslagsbreytingum. Bill McKibben hefur skrifað fjölda bóka og greina um umhverfismál og er einn stofnenda alþjóðlegu grasrótarhreyfingarinnar 350.org sem berst fyrir því að verja jörðina fyrir hlýnun andrúmsloftsins. Hann hélt fyrirlestur í Háskólabíó í dag fyrir fullum sal. McKibben er ekki hrifin af áformum Íslenskra stjórnvalda um að bora eftir olíu á Drekasvæðinu. „Heimurinn þarf ekki meiri olíu, við höfum miklu meiri olíu, gas og kol en við getum notað. Ef við ætlum að gera eitthvað til að stöðva loftslagsbreytingarnar og hægja á súrnun hafanna verðum við að skilja olíuna eftir í jörðinni. Íslendingar geta gert okkur öllum mikinn greiða með því að segja: Það kann að vera olía þarna, við skulum láta hana vera þar sem hún hefur verið síðustu milljónir ára." Hann segir okkur ekki eiga að eltast við peninga, ef við finnum olíu eykur það losun kolefnis út í andrúmsloftið sem hækkar hitastig jarðar sem gæti til dæmis haft mjög slæm áhrif á Ísland sem er háð hafinu. Ísland þurfi heldur ekki meiri orku, landið sé vel sett með orkuauðlindir. „Það mikilvægasta sem Íslendingar geta gert er að vera fyrirmynd annarra í heiminum og þið eruð þegar byrjuð á því. Að stefna að því að hætta notkun jarðefnaseldsneytis í landinu er mjög mikilvægt, að verða kolefnahlutlaus væri mjög gott. En Ísland er auðvitað svo lítið að þetta bjargar ekki heiminum í sjálfu sér. Við þurfum líka táknræna forystu, til dæmis með því að fórna olíunni og láta hana vera í jörðinni. Það væri frábær yfirlýsing til umheimsins,“ segir hann að lokum.
Loftslagsmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira