Leit hafin að fyrirsætum fyrir hársýningu helgarinnar Ellý Ármanns skrifar 10. maí 2013 15:45 Hársýning TIGI fer fram 12. maí í Austurbæjarbíói þar sem kennt veður það heitasta í hárlitun, klippingum og hárgreiðslum og allt það nýjasta frá London og New York Fashion Week af hárteymi Anthony Mascolo sem er einn Mascolo bræðranna sem stofnuðu Toni & Guy á sínum tíma en hann er einn af fremstu hármeisturum heimsins. Nú stendur yfir leit að fyrirsætum fyrir helgina en við heyrðum stuttlega í Margréti Björnsdóttur hjá módelskrifstofu Elite á Íslandi sem vinnur í því að ráða fyrirsætur fyrir þessa stóru sýningu.Sigurlaug er ein af fyrirsætunum sem voru valdar á hársýningu TIGI sem fram fer í Austurbæ 12. maí.Prufur í kvöld „Í kvöld eru prufur á Hótel Hilton Reykjavík Nordica og fyrirsætur frá Elite hafa verið boðaðar í það. Í þessu prufunum er verið að leita eftir fyrirsætum til að klippa, lita og greiða vegna hársýningar TIGI," segir Margrét.Elite sigurvegarinn mætir á svæðið „Ein af fyrirsætum Elite sem verða í hársýningu TIGI er Sigurlaug Birna Guðmundsdóttir en hún vann Elite Model Look 2012 hérlendis sem er ein stærsta fyrirsætuleit heims og fór hún áfram í lokakeppnina sem haldin var í Shanghai í desember síðastliðnum þar sem stelpur frá yfir 70 löndum kepptu til sigurs. Það er mikill heiður fyrir Elite að fá að vinna með meisturum hárteymis TIGI."Þessi er heimsfrægur í hárbransanum.Íslensk náttúra - íslensk fegurðVið spurðum einnig markaðsstjóra TIGI, Mögnu Huld Sigurbjörnsdóttur, stuttlega um undirbúninginn fyrir sýninguna: „Þeir nota fyrirsætur frá Eskimo og Elite en þemað í nýrri línu hjá þeim kallast HairReBorn. Það verður spennandi að sjá og upplifa hvernig þeir ætla að nota íslenska fegurð og íslenska náttúru í nýju línunni hjá sér. Ég hvet alla til að mæta í Austurbæ á sunnudaginn," segir Magna.Hér má kaupa miða á sýninguna (midi.is). Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Hársýning TIGI fer fram 12. maí í Austurbæjarbíói þar sem kennt veður það heitasta í hárlitun, klippingum og hárgreiðslum og allt það nýjasta frá London og New York Fashion Week af hárteymi Anthony Mascolo sem er einn Mascolo bræðranna sem stofnuðu Toni & Guy á sínum tíma en hann er einn af fremstu hármeisturum heimsins. Nú stendur yfir leit að fyrirsætum fyrir helgina en við heyrðum stuttlega í Margréti Björnsdóttur hjá módelskrifstofu Elite á Íslandi sem vinnur í því að ráða fyrirsætur fyrir þessa stóru sýningu.Sigurlaug er ein af fyrirsætunum sem voru valdar á hársýningu TIGI sem fram fer í Austurbæ 12. maí.Prufur í kvöld „Í kvöld eru prufur á Hótel Hilton Reykjavík Nordica og fyrirsætur frá Elite hafa verið boðaðar í það. Í þessu prufunum er verið að leita eftir fyrirsætum til að klippa, lita og greiða vegna hársýningar TIGI," segir Margrét.Elite sigurvegarinn mætir á svæðið „Ein af fyrirsætum Elite sem verða í hársýningu TIGI er Sigurlaug Birna Guðmundsdóttir en hún vann Elite Model Look 2012 hérlendis sem er ein stærsta fyrirsætuleit heims og fór hún áfram í lokakeppnina sem haldin var í Shanghai í desember síðastliðnum þar sem stelpur frá yfir 70 löndum kepptu til sigurs. Það er mikill heiður fyrir Elite að fá að vinna með meisturum hárteymis TIGI."Þessi er heimsfrægur í hárbransanum.Íslensk náttúra - íslensk fegurðVið spurðum einnig markaðsstjóra TIGI, Mögnu Huld Sigurbjörnsdóttur, stuttlega um undirbúninginn fyrir sýninguna: „Þeir nota fyrirsætur frá Eskimo og Elite en þemað í nýrri línu hjá þeim kallast HairReBorn. Það verður spennandi að sjá og upplifa hvernig þeir ætla að nota íslenska fegurð og íslenska náttúru í nýju línunni hjá sér. Ég hvet alla til að mæta í Austurbæ á sunnudaginn," segir Magna.Hér má kaupa miða á sýninguna (midi.is).
Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira