Hjólar í vinnunni 25. maí 2013 15:06 Nútímamenn hafa ekki tíma fyrir leikaraskap. „Nútíma karlmenn hafa hreinlega ekki tíma fyrir einhvern leikaraskap og það þarf að beita útsjónasemi ætli menn að ná árangri í svona hjólreiðakeppnum," segir Ólafur Tryggvason, einn liðsmanna í hjólaliðinu Expendables Cycling Team sem tekur þátt í WOW Cyclothon hjólreiðakeppninni í júní. Ólafur slær tvær flugur í einu höggi með því að sinna vinnu sinni hjá Opnum Kerfum á sama tíma og hann æfir af fullum krafti, eins og myndin ber með sér. Átakið Hjólað í vinnuna breyttist hjá Ólafi í Hjólað í vinnunni sem er ágætis æfing; „Enda hjólreiðakeppnin hringinn í kringum landið ágætlega krefjandi verkefni svo allur undirbúningur er góður." Á síðasta ári tók Ólafur þátt í keppninni, en þá sem bílstjóri. Hann kveðst álíta þáttöku sína í ár sem ákveðna afslöppun, hlutverk bílstjóra hafi reynt verulega á þolrifin; „það hlutverk er sennilega það erfiðasta í keppninni. Það verður bara að segjast eins og er að fyrir virkan einstakling er ekki auðvelt að keyra á 25-30 km hraða hringinn í kringum landið." Liðsmenn í Expendables Cycling liðinu leggja ekki einungis metnað í að koma fyrstir í mark, þótt þeir segist vera annálaðir „crossfittarar", heldur leggja þeir mikið uppúr að vera ofarlega - og helst efstir á lista yfir áheitasöfnun og leggja þannig góðu starfi Barnaheilla - Save the Children á Íslandi lið. „Við ætlum að fara alla leið í þessu og það verður mikið fjör í okkur. Við erum á fullu við að undirbúa hressandi efni sem við hendum inná Facebook síðuna okkar og hvetjum fólk til að fylgjast með okkur, og auðvitað heita á okkur líka. Til þess er nú leikurinn gerður." Hægt er að fylgjast með þeim félögum á fésbókarsíðu þeirra. Alls hafa 27 lið skráð sig til þátttöku í WOW Cyclothoninu sem fram fer 19-22. júní þegar þátttakendur hjóla í boðsveitarformi hringinn í kringum landið. Nánari upplýsingar er að finna á áheitavefnum wowcyclothon.is, en öll áheit renna til Barnaheilla - Save the Children á Íslandi. Hægt er að fylgjast með keppninni þar og á facebook.com/wowcyclothon Wow Cyclothon Mest lesið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Retró-draumur í Hlíðunum Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Sjá meira
„Nútíma karlmenn hafa hreinlega ekki tíma fyrir einhvern leikaraskap og það þarf að beita útsjónasemi ætli menn að ná árangri í svona hjólreiðakeppnum," segir Ólafur Tryggvason, einn liðsmanna í hjólaliðinu Expendables Cycling Team sem tekur þátt í WOW Cyclothon hjólreiðakeppninni í júní. Ólafur slær tvær flugur í einu höggi með því að sinna vinnu sinni hjá Opnum Kerfum á sama tíma og hann æfir af fullum krafti, eins og myndin ber með sér. Átakið Hjólað í vinnuna breyttist hjá Ólafi í Hjólað í vinnunni sem er ágætis æfing; „Enda hjólreiðakeppnin hringinn í kringum landið ágætlega krefjandi verkefni svo allur undirbúningur er góður." Á síðasta ári tók Ólafur þátt í keppninni, en þá sem bílstjóri. Hann kveðst álíta þáttöku sína í ár sem ákveðna afslöppun, hlutverk bílstjóra hafi reynt verulega á þolrifin; „það hlutverk er sennilega það erfiðasta í keppninni. Það verður bara að segjast eins og er að fyrir virkan einstakling er ekki auðvelt að keyra á 25-30 km hraða hringinn í kringum landið." Liðsmenn í Expendables Cycling liðinu leggja ekki einungis metnað í að koma fyrstir í mark, þótt þeir segist vera annálaðir „crossfittarar", heldur leggja þeir mikið uppúr að vera ofarlega - og helst efstir á lista yfir áheitasöfnun og leggja þannig góðu starfi Barnaheilla - Save the Children á Íslandi lið. „Við ætlum að fara alla leið í þessu og það verður mikið fjör í okkur. Við erum á fullu við að undirbúa hressandi efni sem við hendum inná Facebook síðuna okkar og hvetjum fólk til að fylgjast með okkur, og auðvitað heita á okkur líka. Til þess er nú leikurinn gerður." Hægt er að fylgjast með þeim félögum á fésbókarsíðu þeirra. Alls hafa 27 lið skráð sig til þátttöku í WOW Cyclothoninu sem fram fer 19-22. júní þegar þátttakendur hjóla í boðsveitarformi hringinn í kringum landið. Nánari upplýsingar er að finna á áheitavefnum wowcyclothon.is, en öll áheit renna til Barnaheilla - Save the Children á Íslandi. Hægt er að fylgjast með keppninni þar og á facebook.com/wowcyclothon
Wow Cyclothon Mest lesið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Retró-draumur í Hlíðunum Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Sjá meira