Sport

Bætti níu ára Íslandsmet um 21 sek

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jón Margeir á Asparmótinu á dögunum.
Jón Margeir á Asparmótinu á dögunum. Mynd/Sverrir Gíslason

Jón Margeir Sverrisson hóf keppni á Opna þýska meistaramóti fatlaðra í sundi með stæl í morgun í 400 metra fjórsundi.

Ólympíumeistarinnn frá því í London kom fyrstur í mark á tímanum 5:01,32 mínútum. Hann bætti Íslandsmet Gunnars Arnar Ólafssonar frá 2004, 5:22,34 mín, um rétt rúma 21 sekúndu.

Jón Margeir keppir í flokki S14 en í morgun var keppt í opnum flokki fatlaðra. Hann kom engu að síður fyrstur í mark. Jón Margeir og fleiri íslenskir sundkappar verða við keppni í Berlín næstu daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×