Sport

Fimleikafólk á smáþjóðaleikana

Efri röð frá vinstri, Jón Sigurður Gunnarsson, Valgarð Reinhardsson, Róbert Kristmannsson, Ólafur Garðar Gunnarsson og Pálmi Rafn Steindórsson. Í neðri röð frá vinstri, Norma Dögg Róbertsdóttir, Dominiqua Alma Belany, Jóhanna Rakel Jónasdóttir, Thelma Rut Frímannsdóttir og Hildur Ólafsdóttir.
Efri röð frá vinstri, Jón Sigurður Gunnarsson, Valgarð Reinhardsson, Róbert Kristmannsson, Ólafur Garðar Gunnarsson og Pálmi Rafn Steindórsson. Í neðri röð frá vinstri, Norma Dögg Róbertsdóttir, Dominiqua Alma Belany, Jóhanna Rakel Jónasdóttir, Thelma Rut Frímannsdóttir og Hildur Ólafsdóttir. Mynd/FSÍ

Fimleikasamband Íslands hefur valið 10 einstaklinga til að til að taka þátt í Smáþjóðaleikunum sem fara fram í Lúxemborg 26. maí - 2. júní næstkomandi.  Fimleikakeppnin er bæði liðakeppni og einstaklingskeppni.  

Keppt verður í fimleikum á tveimur dögum, þriðjudaginn 28.maí þegar keppt verður í liðakeppni og fjölþraut, og fimmtudaginn 28. maí þegar úrslit á einstökum áhöldum fara fram.

Í gegnum tíðina hafa fimleikar verið mjög sigursælir á Smáþjóðaleikunum. Í Mónakó 2007 unnust 18 verðlaun þar af 7 gull og á Kýpur 2009 unnust 9 verðlaun og þar af 2 gull, en fimleikar voru ekki með á leikunum 2011 í Lichtenstein.  

Landslið Fimleikasambandsins skipa;

Dominiqua Alma Belany, Grótta

Hildur Ólafsdóttir, Fylkir

Jóhanna Rakel Jónasdóttir, Ármann

Jón Sigurður Gunnarsson, Ármann

Norma Dögg Róbertsdóttir, Gerpla

Ólafur Garðar Gunnarsson, Gerpla

Pálmi Rafn Steindórsson, Gerpla

Róbert Kristmannsson, Gerpla

Thelma Rut Hermannsdóttir, Gerpla

Valgarð Reinhardsson , Gerpla

Þjálfarar eru þau Sandra Dögg Árnadóttir, Gabor Kiss og Gennadiy Zadorochnyy.  Að auki fara 4 dómarar með í ferðina og fararstjóri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×