Hver er eiginlega þessi Ársæll? 31. maí 2013 14:23 Ársæll Snorrason. Myndin var tekin árið 2006 í BMW-málinu svokallaða. Maðurinn sem bræðurnir í stóra amfetamínmálinu nafngreindu og sögðu höfuðpaur í fíkniefnainnflutningnum heitir Ársæll Snorrason. Bræðurnir Jón Baldur Valdimarsson og Jónas Fannar sögðu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að þeir hefðu hitt Ársæl í sjoppunni Skalla í Árbæ þar sem fallist var á að flytja amfetamín frá Danmörku til Íslands. Jón Baldur sagðist raunar hafa staðið í þeirri trú að það hefði staðið til að flytja þrjú kíló af amfetamíni til landsins, en ekki tæplega tuttugu og 1,7 lítra af amfetmínbasa. Jónas Fannar sagði fyrir dómi að hann hefði ekki þorað að nafngreina Ársæl fyrr af ótta um öryggi fjölskyldu sinnar. Hann teldi það þó óhætt nú þar sem Ársæll lést í byrjun maí í Osló. Ársæll var fæddur 1965 en hann lést 2. maí síðastliðinn. Hann hefur nokkrum sinnum verið dæmdur fyrir fíkniefnamisferli. Þannig var hann dæmdur árið 2006 í BMW-málinu svokallaða þegar hann, auk tveggja annarra manna, fluttu 15 kíló af amfetamíni til landsins og 10 kíló af kannabisefnum. Þá var hann dæmdur í fimm ára fangelsi. Árið 2009 kom hann fyrir í fíkniefnainnflutningsmáli þegar hollenskur karlmaður var dæmdur fyrir að flytja rúm 6 kíló af amfetamíni til landsins með Norrænu. Ársæll var aldrei ákærður í því máli. Sama ár sætti hann meiriháttar rannsókn smygls á tugum tonna af kókaíni frá Ekvador. Kókaínið fannst um borð í skipi blandað í melassa, eins konar dökkt sýróp, í tugum dunka. Ársæll sat þá á Litla Hrauni. Hann, auk tveggja annarra Íslendinga voru grunaðir um aðild að málinu. Tenging þeirra við málið var sú að þeir höfðu átt samskipti við Hollending og Ísraela, sem voru grunaðir í málinu risavaxna. Mennirnir voru aldrei ákærðir fyrir þátt sinn í málinu. Síðar átti Ársæll eftir að höfða mál gegn íslenska ríkinu fyrir leit sem var gerð í fangaklefa hans í málinu og einangrunarvistar sem hann sætti. Ríkið var sýknað. En þegar bræðurnir vísuðu til Ársæls fyrir dómi í gær töluðu þeir alltaf um Ása morðingja, sem virðist hafa verið viðurnefni sem Ársæll var stundum kallaður. Ástæðan fyrir því var sú að árið 2002 var hann handtekinn að ósk lögreglunnar á Íslandi og framseldur hingað til lands vegna gruns um að tengjast mannshvarfi Valgeirs Víðissonar árið 1994. Jón Baldur Valdimarsson, sá fremri, nafngreindi Ársæl Snorrason við aðalmeðferð málsins. Símon Páll Jónsson er fyrir aftan hann. Sá er einnig sakaður um að hafa lagt á ráðin. Báðir neita þeir því. Rannsókn hófst á ný árið 1999 eftir að vitni gaf sig fram og nafngreindi tvo menn sem áttu að hafa komið að hvarfi Valgeirs. Annar var Ársæll. Vitni sagði málið tengjast fíkniefnainnflutningi rétt fyrir jól árið 1993. Valgeir átti að hafa annast kaup efnisins í Hollandi og stúlka sem var með honum í för, flutti hluta af því hingað til lands. Hinsvegar ætlaði Valgeir að flytja megnið af efnunum til Íslands. Svo fór að Valgeir og stúlkan voru handtekin við komuna til landsins og fíkniefnin haldlögð. Valgeir á svo að hafa gengið á félaga Ársæls og viljað fá þau fíkniefni sem stúlkunni tókst að flytja til landsins, en fékk aldrei. Nokkru síðar á félagi Ársæls, sá sem átti að hafa skuldað fíkniefni, hafa sagt við vitnið að þeir Ársæll hefðu drepið Valgeir. Þetta hefði gerst í húsi sem félaginn, sem skuldaði fíkninefnin, bjó í á þeim tíma. Þeir hefðu svo sett líkið í farangursrými Chevrolet Caprice bifreiðar, ekið með það suður úr borginni, fest við það keðju eða stálbita og hent í árkvísl austan við Vík. Ársæll neitaði þessu alfarið og sagði málið algjörlega byggt á getgátum. Úr varð að hann var látinn laus og síðar dæmdar skaðbætur fyrir frelsissviptinguna og fékk greiddar 350 þúsund krónur. Í aðalmeðferð málsins í dag kom fram hjá lögreglu að aðkoma Ársæls hefði ekki verið rannsökuð af krafti. Lögreglan hefði engu að síður náð að staðfesta að Ársæll hefði verið staddur í Danmörku á sama tíma og mennirnir þrír sem eru sakaðir um að hafa skipulagt innflutninginn. Þar endar þó slóðin. Aðalmeðferð í amfetamínmálinu lýkur í dag en saksóknari fer fram á að mennirnir sjö, sem eru ákærðir í málinu, verði dæmdir í fjögurra til tíu ára fangelsi fyrir innflutninginn. Fluttu inn amfetamín frá Danmörku Tengdar fréttir Ábendingum um látna höfuðpaurinn ekki fylgt eftir Stjórnandi rannsóknar í stóra amfetamínmálinu sagði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að ábendingu um að Ársæll Snorrason hefði staðið á bak við innflutning á tugum kílóa af amfetamíni hefði ekki verið fylgt vel eftir. Ástæðan sem hann gaf upp var einfaldlega sú að lögreglan hafði ekki nægilega miklar sannanir um aðkomu hans að málinu. 31. maí 2013 10:11 Segist hafa verið hafður að fífli - sakborningar benda hvor á annan "Símon er búinn að hafa mig að fífli,"sagði Jón Baldur Valdimarsson reiður í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, en hann er ákærður fyrir að hafa lagt á ráðin og flutt inn nítján kíló af amfetamíni frá Kaupmannahöfn til Íslands í janúar síðastliðnum. 30. maí 2013 11:15 Segja "Ása morðingja" höfuðpaurinn í amfetamínmálinu Bræðurnir Jón Baldur og Jónas Fannar Valdimarssynir upplýsti réttinn um það hver höfuðpaurinn væri í stórfelldu fíkniefnainnflutningsmáli í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 30. maí 2013 11:34 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Maðurinn sem bræðurnir í stóra amfetamínmálinu nafngreindu og sögðu höfuðpaur í fíkniefnainnflutningnum heitir Ársæll Snorrason. Bræðurnir Jón Baldur Valdimarsson og Jónas Fannar sögðu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að þeir hefðu hitt Ársæl í sjoppunni Skalla í Árbæ þar sem fallist var á að flytja amfetamín frá Danmörku til Íslands. Jón Baldur sagðist raunar hafa staðið í þeirri trú að það hefði staðið til að flytja þrjú kíló af amfetamíni til landsins, en ekki tæplega tuttugu og 1,7 lítra af amfetmínbasa. Jónas Fannar sagði fyrir dómi að hann hefði ekki þorað að nafngreina Ársæl fyrr af ótta um öryggi fjölskyldu sinnar. Hann teldi það þó óhætt nú þar sem Ársæll lést í byrjun maí í Osló. Ársæll var fæddur 1965 en hann lést 2. maí síðastliðinn. Hann hefur nokkrum sinnum verið dæmdur fyrir fíkniefnamisferli. Þannig var hann dæmdur árið 2006 í BMW-málinu svokallaða þegar hann, auk tveggja annarra manna, fluttu 15 kíló af amfetamíni til landsins og 10 kíló af kannabisefnum. Þá var hann dæmdur í fimm ára fangelsi. Árið 2009 kom hann fyrir í fíkniefnainnflutningsmáli þegar hollenskur karlmaður var dæmdur fyrir að flytja rúm 6 kíló af amfetamíni til landsins með Norrænu. Ársæll var aldrei ákærður í því máli. Sama ár sætti hann meiriháttar rannsókn smygls á tugum tonna af kókaíni frá Ekvador. Kókaínið fannst um borð í skipi blandað í melassa, eins konar dökkt sýróp, í tugum dunka. Ársæll sat þá á Litla Hrauni. Hann, auk tveggja annarra Íslendinga voru grunaðir um aðild að málinu. Tenging þeirra við málið var sú að þeir höfðu átt samskipti við Hollending og Ísraela, sem voru grunaðir í málinu risavaxna. Mennirnir voru aldrei ákærðir fyrir þátt sinn í málinu. Síðar átti Ársæll eftir að höfða mál gegn íslenska ríkinu fyrir leit sem var gerð í fangaklefa hans í málinu og einangrunarvistar sem hann sætti. Ríkið var sýknað. En þegar bræðurnir vísuðu til Ársæls fyrir dómi í gær töluðu þeir alltaf um Ása morðingja, sem virðist hafa verið viðurnefni sem Ársæll var stundum kallaður. Ástæðan fyrir því var sú að árið 2002 var hann handtekinn að ósk lögreglunnar á Íslandi og framseldur hingað til lands vegna gruns um að tengjast mannshvarfi Valgeirs Víðissonar árið 1994. Jón Baldur Valdimarsson, sá fremri, nafngreindi Ársæl Snorrason við aðalmeðferð málsins. Símon Páll Jónsson er fyrir aftan hann. Sá er einnig sakaður um að hafa lagt á ráðin. Báðir neita þeir því. Rannsókn hófst á ný árið 1999 eftir að vitni gaf sig fram og nafngreindi tvo menn sem áttu að hafa komið að hvarfi Valgeirs. Annar var Ársæll. Vitni sagði málið tengjast fíkniefnainnflutningi rétt fyrir jól árið 1993. Valgeir átti að hafa annast kaup efnisins í Hollandi og stúlka sem var með honum í för, flutti hluta af því hingað til lands. Hinsvegar ætlaði Valgeir að flytja megnið af efnunum til Íslands. Svo fór að Valgeir og stúlkan voru handtekin við komuna til landsins og fíkniefnin haldlögð. Valgeir á svo að hafa gengið á félaga Ársæls og viljað fá þau fíkniefni sem stúlkunni tókst að flytja til landsins, en fékk aldrei. Nokkru síðar á félagi Ársæls, sá sem átti að hafa skuldað fíkniefni, hafa sagt við vitnið að þeir Ársæll hefðu drepið Valgeir. Þetta hefði gerst í húsi sem félaginn, sem skuldaði fíkninefnin, bjó í á þeim tíma. Þeir hefðu svo sett líkið í farangursrými Chevrolet Caprice bifreiðar, ekið með það suður úr borginni, fest við það keðju eða stálbita og hent í árkvísl austan við Vík. Ársæll neitaði þessu alfarið og sagði málið algjörlega byggt á getgátum. Úr varð að hann var látinn laus og síðar dæmdar skaðbætur fyrir frelsissviptinguna og fékk greiddar 350 þúsund krónur. Í aðalmeðferð málsins í dag kom fram hjá lögreglu að aðkoma Ársæls hefði ekki verið rannsökuð af krafti. Lögreglan hefði engu að síður náð að staðfesta að Ársæll hefði verið staddur í Danmörku á sama tíma og mennirnir þrír sem eru sakaðir um að hafa skipulagt innflutninginn. Þar endar þó slóðin. Aðalmeðferð í amfetamínmálinu lýkur í dag en saksóknari fer fram á að mennirnir sjö, sem eru ákærðir í málinu, verði dæmdir í fjögurra til tíu ára fangelsi fyrir innflutninginn.
Fluttu inn amfetamín frá Danmörku Tengdar fréttir Ábendingum um látna höfuðpaurinn ekki fylgt eftir Stjórnandi rannsóknar í stóra amfetamínmálinu sagði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að ábendingu um að Ársæll Snorrason hefði staðið á bak við innflutning á tugum kílóa af amfetamíni hefði ekki verið fylgt vel eftir. Ástæðan sem hann gaf upp var einfaldlega sú að lögreglan hafði ekki nægilega miklar sannanir um aðkomu hans að málinu. 31. maí 2013 10:11 Segist hafa verið hafður að fífli - sakborningar benda hvor á annan "Símon er búinn að hafa mig að fífli,"sagði Jón Baldur Valdimarsson reiður í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, en hann er ákærður fyrir að hafa lagt á ráðin og flutt inn nítján kíló af amfetamíni frá Kaupmannahöfn til Íslands í janúar síðastliðnum. 30. maí 2013 11:15 Segja "Ása morðingja" höfuðpaurinn í amfetamínmálinu Bræðurnir Jón Baldur og Jónas Fannar Valdimarssynir upplýsti réttinn um það hver höfuðpaurinn væri í stórfelldu fíkniefnainnflutningsmáli í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 30. maí 2013 11:34 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Ábendingum um látna höfuðpaurinn ekki fylgt eftir Stjórnandi rannsóknar í stóra amfetamínmálinu sagði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að ábendingu um að Ársæll Snorrason hefði staðið á bak við innflutning á tugum kílóa af amfetamíni hefði ekki verið fylgt vel eftir. Ástæðan sem hann gaf upp var einfaldlega sú að lögreglan hafði ekki nægilega miklar sannanir um aðkomu hans að málinu. 31. maí 2013 10:11
Segist hafa verið hafður að fífli - sakborningar benda hvor á annan "Símon er búinn að hafa mig að fífli,"sagði Jón Baldur Valdimarsson reiður í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, en hann er ákærður fyrir að hafa lagt á ráðin og flutt inn nítján kíló af amfetamíni frá Kaupmannahöfn til Íslands í janúar síðastliðnum. 30. maí 2013 11:15
Segja "Ása morðingja" höfuðpaurinn í amfetamínmálinu Bræðurnir Jón Baldur og Jónas Fannar Valdimarssynir upplýsti réttinn um það hver höfuðpaurinn væri í stórfelldu fíkniefnainnflutningsmáli í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 30. maí 2013 11:34