Leikmenn hætta vegna vangoldinna greiðsla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. maí 2013 13:48 Mynd/Stefán Helmingur íþróttafélaga hér á landi stendur sig illa þegar kemur að greiðslum til leikmanna sinna sem eiga við meiðsli að stríða. Þetta kemu fram í meistararitgerð Ragnars Mar Sigrúnarsonar í íþróttavísindaþjálfun við Háskólann í Reykjavík. Ragnar tók til skoðunar tíu félög í efstu deild karla og kvenna í knattspyrnu auk 1. deildar karla. Markmiðið með rannsókninni var tvíþætt. Annars vegar að kanna andlega líðan knattspyrnumanna sem hafa meiðst alvarlega eða langvarandi og hins vegar aðkoma þjálfara og hvernig þeir styðja við bakið á leikmönnum. „Helmingur félaganna var hreinlega að skíta í buxurnar þegar kom að því að styðja við bakið á knattspyrnumönnum sínum,“ sagði Ragnar Mar í samtali við Þorkel Mána Pétursson og Frosta Logason í útvarpsþættinum Harmageddon. Ragnar Mar átti sjálfur í erfiðum meiðslum sem knattspyrnumaður og á góða vini sem áttu erfitt uppdráttar í meiðslum. Ragnar segir nokkra leikmenn hafa átt í miklum erfiðleikum að fá endurgreiddan sjúkrakostnað hjá félögum sínum. Sumir höfðu jafnvel hætt í sjúkraþjálfun þar sem þeir sáu ekki fram á að fá kostnaðinn endurgreiddan. Aðrir hafi hreinlega hætt knattspyrnuiðkun. Gefist upp. Í samtölum við þjálfara kom fram að þeir voru mjög ákveðnir í því að það þyrfti að styrkja leikmenn og hjálpa þeim. Nokkrir þeirra nefndu að fjárhagslega hliðin þyrfti að vera á kristaltæru, þ.e. að menn fengu sjúkrakostnaðinn endurgreiddan án vandkvæða. Í rannsókn Ragnars kom einnig fram að þjálfara töldu stórt atriði hversu mikilvægur leikmaðurinn væri fyrir liðið. Mynd/Daníel „Það myndi stýra því hversu mikinn stuðning hann fengi,“ segir Ragnar. Hann segir að vissu leyti skilja sjónarmið þeirra þjálfara og félaga sem jafnvel reyna að rifta samningi sínum við leikmanninn séu meiðsli hans langverandi og mikilvægi hans fyrir liðið lítið. „Ef þú ert með eign í fyrirtæki sem er óarðbær er kannski eðlilegt að þú reynir að afskrifa hana,“ segir Ragnar. Hann benti einnig á að ýmislegt virtist ábótavant í leyfiskerfi Knattspyrnusambands Íslands. Þar séu félög ekki skikkuð til þess að standa skil á greiðslum vegna sjúkrakostnaðar til leikmanna. Engu að síður eru leikmenn tryggðir í gegnum KSÍ samninga við félög sín. „Svo virðist sem það sé grundvöllur fyrir það að félögin svindli. Siðferðislega er það kannski mjög rangt. En segjum að þú sért að reka félag með litla peninga á milli handanna og leikmann sem kostar mikla peninga af því hann er mjög meiddur. Einhver félög reyndu að rifa samningi við leikmann sem hafði verið meiddur lengi,“ segir Ragnar. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Íþróttir Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fleiri fréttir Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Sjá meira
Helmingur íþróttafélaga hér á landi stendur sig illa þegar kemur að greiðslum til leikmanna sinna sem eiga við meiðsli að stríða. Þetta kemu fram í meistararitgerð Ragnars Mar Sigrúnarsonar í íþróttavísindaþjálfun við Háskólann í Reykjavík. Ragnar tók til skoðunar tíu félög í efstu deild karla og kvenna í knattspyrnu auk 1. deildar karla. Markmiðið með rannsókninni var tvíþætt. Annars vegar að kanna andlega líðan knattspyrnumanna sem hafa meiðst alvarlega eða langvarandi og hins vegar aðkoma þjálfara og hvernig þeir styðja við bakið á leikmönnum. „Helmingur félaganna var hreinlega að skíta í buxurnar þegar kom að því að styðja við bakið á knattspyrnumönnum sínum,“ sagði Ragnar Mar í samtali við Þorkel Mána Pétursson og Frosta Logason í útvarpsþættinum Harmageddon. Ragnar Mar átti sjálfur í erfiðum meiðslum sem knattspyrnumaður og á góða vini sem áttu erfitt uppdráttar í meiðslum. Ragnar segir nokkra leikmenn hafa átt í miklum erfiðleikum að fá endurgreiddan sjúkrakostnað hjá félögum sínum. Sumir höfðu jafnvel hætt í sjúkraþjálfun þar sem þeir sáu ekki fram á að fá kostnaðinn endurgreiddan. Aðrir hafi hreinlega hætt knattspyrnuiðkun. Gefist upp. Í samtölum við þjálfara kom fram að þeir voru mjög ákveðnir í því að það þyrfti að styrkja leikmenn og hjálpa þeim. Nokkrir þeirra nefndu að fjárhagslega hliðin þyrfti að vera á kristaltæru, þ.e. að menn fengu sjúkrakostnaðinn endurgreiddan án vandkvæða. Í rannsókn Ragnars kom einnig fram að þjálfara töldu stórt atriði hversu mikilvægur leikmaðurinn væri fyrir liðið. Mynd/Daníel „Það myndi stýra því hversu mikinn stuðning hann fengi,“ segir Ragnar. Hann segir að vissu leyti skilja sjónarmið þeirra þjálfara og félaga sem jafnvel reyna að rifta samningi sínum við leikmanninn séu meiðsli hans langverandi og mikilvægi hans fyrir liðið lítið. „Ef þú ert með eign í fyrirtæki sem er óarðbær er kannski eðlilegt að þú reynir að afskrifa hana,“ segir Ragnar. Hann benti einnig á að ýmislegt virtist ábótavant í leyfiskerfi Knattspyrnusambands Íslands. Þar séu félög ekki skikkuð til þess að standa skil á greiðslum vegna sjúkrakostnaðar til leikmanna. Engu að síður eru leikmenn tryggðir í gegnum KSÍ samninga við félög sín. „Svo virðist sem það sé grundvöllur fyrir það að félögin svindli. Siðferðislega er það kannski mjög rangt. En segjum að þú sért að reka félag með litla peninga á milli handanna og leikmann sem kostar mikla peninga af því hann er mjög meiddur. Einhver félög reyndu að rifa samningi við leikmann sem hafði verið meiddur lengi,“ segir Ragnar. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Íþróttir Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fleiri fréttir Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Sjá meira