Leikkonan Angelina Jolie varð 38 ára í gær en unnusti hennar, leikarinn Brad Pitt, ákvað að koma sinni konu á óvart og bauð henni út að borða á mánudaginn.
Kvöldverðurinn átti sér stað í borg ástarinnar, París, eftir frumsýningu nýjustu myndar Brads, World War Z. Hjónaleysin snæddu á veitingastaðnum Il Vino og fengu sér allt það besta sem veitingastaðurinn hefur uppá að bjóða og skoluðu því niður með frönsku víni.

Eftir matinn fóru skötuhjúin í World War Z-eftirpartí á næturklúbbnum Silencio. Næsti stoppustaður parsins er Berlín.
