Gróska í Hipphopp senunni María Lilja Þrastardóttir skrifar 2. júní 2013 20:22 Mikil gróska hefur verið í íslensku hipphoppsenunni síðustu ár. Fréttablaðið tók saman hluta þeirra fjölmörgu banda sem hafa mótað og haft leiðandi áhrif á stefnuna, sem virðist vaxa og dafna ár frá ári. Hipphopp ruddi sér fyrst til rúms á Íslandi á níunda áratug síðustu aldar. Það náði hins vegar ekki flugi fyrr en í byrjun þess tíunda. Hipphopp ruddi sér fyrst til rúms á Íslandi á níunda áratug síðustu aldar. Það náði hins vegar ekki flugi fyrr en í byrjun þess tíunda. Að margra mati er tíundi áratugurinn einmitt blómaskeið íslensku hipphopp-senunnar. Skemmtistaðurinn var Tetriz, búðin var Jónas á milli. Subterranean steig sín fyrstu skref. Róbert Aron Magnússon gekk undir nafninu Rampage og bræðurnir Eyvindarsynir voru sakleysið uppmálað. Quarashi-drengir skiptu út rokki fyrir rapp og urðu fljótlega á meðal þekktustu hljómsveita Íslandssögunnar. Team 13 voru agnarsmáir vandræðaunglingar sem seinna meir áttu eftir að setja spor sitt á íslenskt tónlistarlíf, meðal annars á sviði raf- og popptónlistar. Forgotten Lores tóku einnig að myndast með pólitísku og sterku ádeilurappi og eftir aldamótin tóku við kyndlinum sigurvegarar Músíktilrauna, þá 110 Rottweilerhundar. Sesar A boðaði svo breytta tíma, rappað skyldi á íslensku. Dóri DNA grínaðist minna og rappaði meira um Mosó og aðra merka staði, ásamt félaga sínum Danna Deluxe í Bæjarins bestu. Mikið vatn hefur runnið til sjávar í heimi hipphoppsins á undanförnum árum og ljóst er að ekki er pláss á síðum Fréttablaðsins fyrir nema aðeins brot af þeim listamönnum sem mótað hafa og munu móta stefnuna. Að undanförnu virðist mikill vöxtur hafa færst í senuna og við tekur senn nýtt blómaskeið. Nadia gaf tóninn í laginu Passaðu þig þar sem hún sagði karllægum bransanum stríð á hendur. Gísli Pálmi, Emmsjé Gauti, Geimfarar, Lord Pusswhip, Shades of Reykjavik, Gervisykur og Kött grá Pé eru á meðal heitustu hipphopp-listamannanna í dag. Sá síðastnefndi á eitt vinsælasta lag landsins um þessar mundir, Aheybaró sem er reggískotið og hrátt. Einnig tók hjarta margs hipphopp-unnandans kipp þegar Ragna, Cell 7, tilkynnti endurkomu sína, en hún hefur lítið sést síðan á gullaldarárum Subterranean. Rottweiler minntu á sig af krafti og boða meira partí svo ljóst er að engin ein stefna er ríkjandi í dag og allt virðist í boði. Tónlist Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Mikil gróska hefur verið í íslensku hipphoppsenunni síðustu ár. Fréttablaðið tók saman hluta þeirra fjölmörgu banda sem hafa mótað og haft leiðandi áhrif á stefnuna, sem virðist vaxa og dafna ár frá ári. Hipphopp ruddi sér fyrst til rúms á Íslandi á níunda áratug síðustu aldar. Það náði hins vegar ekki flugi fyrr en í byrjun þess tíunda. Hipphopp ruddi sér fyrst til rúms á Íslandi á níunda áratug síðustu aldar. Það náði hins vegar ekki flugi fyrr en í byrjun þess tíunda. Að margra mati er tíundi áratugurinn einmitt blómaskeið íslensku hipphopp-senunnar. Skemmtistaðurinn var Tetriz, búðin var Jónas á milli. Subterranean steig sín fyrstu skref. Róbert Aron Magnússon gekk undir nafninu Rampage og bræðurnir Eyvindarsynir voru sakleysið uppmálað. Quarashi-drengir skiptu út rokki fyrir rapp og urðu fljótlega á meðal þekktustu hljómsveita Íslandssögunnar. Team 13 voru agnarsmáir vandræðaunglingar sem seinna meir áttu eftir að setja spor sitt á íslenskt tónlistarlíf, meðal annars á sviði raf- og popptónlistar. Forgotten Lores tóku einnig að myndast með pólitísku og sterku ádeilurappi og eftir aldamótin tóku við kyndlinum sigurvegarar Músíktilrauna, þá 110 Rottweilerhundar. Sesar A boðaði svo breytta tíma, rappað skyldi á íslensku. Dóri DNA grínaðist minna og rappaði meira um Mosó og aðra merka staði, ásamt félaga sínum Danna Deluxe í Bæjarins bestu. Mikið vatn hefur runnið til sjávar í heimi hipphoppsins á undanförnum árum og ljóst er að ekki er pláss á síðum Fréttablaðsins fyrir nema aðeins brot af þeim listamönnum sem mótað hafa og munu móta stefnuna. Að undanförnu virðist mikill vöxtur hafa færst í senuna og við tekur senn nýtt blómaskeið. Nadia gaf tóninn í laginu Passaðu þig þar sem hún sagði karllægum bransanum stríð á hendur. Gísli Pálmi, Emmsjé Gauti, Geimfarar, Lord Pusswhip, Shades of Reykjavik, Gervisykur og Kött grá Pé eru á meðal heitustu hipphopp-listamannanna í dag. Sá síðastnefndi á eitt vinsælasta lag landsins um þessar mundir, Aheybaró sem er reggískotið og hrátt. Einnig tók hjarta margs hipphopp-unnandans kipp þegar Ragna, Cell 7, tilkynnti endurkomu sína, en hún hefur lítið sést síðan á gullaldarárum Subterranean. Rottweiler minntu á sig af krafti og boða meira partí svo ljóst er að engin ein stefna er ríkjandi í dag og allt virðist í boði.
Tónlist Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira