Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Stjarnan 0-3 | Meistararnir í undanúrslit Sigmar Sigfússon skrifar 28. júní 2013 16:19 Bikarmeistarar Stjörnunnar komust í kvöld áfram í undanúrslit Borgunarbikars kvenna eftir 3-0 sigur á Val en þessi sömu lið áttust við í úrslitaleiknum í fyrra. Rúna Sif Stefánsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Stjörnuna í kvöld og Danka Podovac eitt. Stjarnan, Breiðablik, Fylkir og Þór/KA eru því komin áfram í undanúrslit bikarsins. Leikurinn fór rólega af stað og gerðist lítið í leiknum þar til á 15. mínútu. Harpa Þorsteinsdóttir, sóknarmaður Stjörnunnar, átti þá langa og góða sendingu inn fyrir vörn Vals. Þar var Rúna Sif Stefánsdóttir mætt á harðaspretti og tók nokkrar snertingar á knöttinn áður en hún skaut framhjá markmanni Vals og skoraði. Eftir markið voru Garðbæingarnir mun sterkari aðilinn í leiknum. Valsstúlkur áttu ekki sinn besta leik í fyrri hálfleik og fór svo að gestirnir bættu við marki á 36. mínútu. Þar var að verki Danka Podovac. Danka fékk boltann inn í teig og skoraði auðveldlega með fínu skoti. Staðan var 0-2 fyrir Stjörnustúlkum í hálfleik. Seinni háfleikur var vægast sagt bragðdaufur og lítið um færi. Valsstúlkur sóttu þó örlítið í sig veðrið undir lok hálfleiksins og voru ansi líklegar á köflum. Það var þó Stjarnan sem skoraði þriðja og síðasta mark leiksins. Rúna Sif skoraði sitt annað mark í leiknum á 86. mínútu eftir sendingu frá Hörpu líkt og í fyrsta markinu. Skotið var langt fyrir utan teig og söng í netinu, einkar glæsilegt hjá henni. Þetta mark var rothöggið sem Stjarnan var að leita að. Stjarnan vann, 3-0, og liðið því komið áfram í undanúrslit Borgunarbikarsins. Stjarnan er ríkjandi bikarmeistari og verður að teljast ansi líkleg þetta árið einnig.Þorlákur: Þetta var nokkuð öruggt „Ég er fyrst og fremst ánægður. Það er komin þreyta í flest lið í deildinni vegna álags og þetta gat endað hvoru megin sem var. Þær náðu ekkert að opna okkur í þessum leik. Þetta var nokkuð öruggt,“ sagði Þorlákur Már Árnason, þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn. „Þetta var þægileg forysta og við duttum aðeins of aftarlega hérna í seinni hálfleik. Það var ekki planið en það gerist.“ En er það einhver óska mótherji í næstu umferð? „Ég veit ekki hverjir fóru áfram en það væri fínt að fá heimaleik núna,“ sagði Þorlákur léttur í lokin.Helena: Ekki líkar sjálfum okkur „Ég er mjög ósátt við þetta. Við vorum einhvernveginn ekki klárar, hræddar og ekki líkar sjálfum okkur,“ sagði Helena Ólafsdóttir, þjálfari Vals hundfúl eftir leikinn. „Síðan í þessu þriðja marki hjá þeim vorum við farnar að taka sénsa. Við fengum ódýr mörk á okkur í fyrri hálfleik og svo vantaði mikið upp á sóknarleikinn hjá okkur.“ „Það voru ekki mörg opin færi í þessum leik og þessi mörk sem við fengum á okkur eru allt mörk sem við eigum að verjast,“ sagði Helena að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira
Bikarmeistarar Stjörnunnar komust í kvöld áfram í undanúrslit Borgunarbikars kvenna eftir 3-0 sigur á Val en þessi sömu lið áttust við í úrslitaleiknum í fyrra. Rúna Sif Stefánsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Stjörnuna í kvöld og Danka Podovac eitt. Stjarnan, Breiðablik, Fylkir og Þór/KA eru því komin áfram í undanúrslit bikarsins. Leikurinn fór rólega af stað og gerðist lítið í leiknum þar til á 15. mínútu. Harpa Þorsteinsdóttir, sóknarmaður Stjörnunnar, átti þá langa og góða sendingu inn fyrir vörn Vals. Þar var Rúna Sif Stefánsdóttir mætt á harðaspretti og tók nokkrar snertingar á knöttinn áður en hún skaut framhjá markmanni Vals og skoraði. Eftir markið voru Garðbæingarnir mun sterkari aðilinn í leiknum. Valsstúlkur áttu ekki sinn besta leik í fyrri hálfleik og fór svo að gestirnir bættu við marki á 36. mínútu. Þar var að verki Danka Podovac. Danka fékk boltann inn í teig og skoraði auðveldlega með fínu skoti. Staðan var 0-2 fyrir Stjörnustúlkum í hálfleik. Seinni háfleikur var vægast sagt bragðdaufur og lítið um færi. Valsstúlkur sóttu þó örlítið í sig veðrið undir lok hálfleiksins og voru ansi líklegar á köflum. Það var þó Stjarnan sem skoraði þriðja og síðasta mark leiksins. Rúna Sif skoraði sitt annað mark í leiknum á 86. mínútu eftir sendingu frá Hörpu líkt og í fyrsta markinu. Skotið var langt fyrir utan teig og söng í netinu, einkar glæsilegt hjá henni. Þetta mark var rothöggið sem Stjarnan var að leita að. Stjarnan vann, 3-0, og liðið því komið áfram í undanúrslit Borgunarbikarsins. Stjarnan er ríkjandi bikarmeistari og verður að teljast ansi líkleg þetta árið einnig.Þorlákur: Þetta var nokkuð öruggt „Ég er fyrst og fremst ánægður. Það er komin þreyta í flest lið í deildinni vegna álags og þetta gat endað hvoru megin sem var. Þær náðu ekkert að opna okkur í þessum leik. Þetta var nokkuð öruggt,“ sagði Þorlákur Már Árnason, þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn. „Þetta var þægileg forysta og við duttum aðeins of aftarlega hérna í seinni hálfleik. Það var ekki planið en það gerist.“ En er það einhver óska mótherji í næstu umferð? „Ég veit ekki hverjir fóru áfram en það væri fínt að fá heimaleik núna,“ sagði Þorlákur léttur í lokin.Helena: Ekki líkar sjálfum okkur „Ég er mjög ósátt við þetta. Við vorum einhvernveginn ekki klárar, hræddar og ekki líkar sjálfum okkur,“ sagði Helena Ólafsdóttir, þjálfari Vals hundfúl eftir leikinn. „Síðan í þessu þriðja marki hjá þeim vorum við farnar að taka sénsa. Við fengum ódýr mörk á okkur í fyrri hálfleik og svo vantaði mikið upp á sóknarleikinn hjá okkur.“ „Það voru ekki mörg opin færi í þessum leik og þessi mörk sem við fengum á okkur eru allt mörk sem við eigum að verjast,“ sagði Helena að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira