Handbolti

Ísland í dauðariðlinum

Mynd/Vilhelm
Ísland verður í mjög erfiðum riðli á EM í Danmörku í upphafi næsta árs. Dregið var í riðlana í Herning í dag.

Ísland er í riðli með heimsmeisturum Spánverja, Norðmönnum og Ungverjum sem slógu Ísland út á ÓL í London. Sannkallaður dauðariðill.

Patrekur Jóhannesson og lærisveinar hans í liði Austurríkis fá einnig mjög erfitt verkefni en þeir lentu í A-riðli þar sem heimamenn spila.

Riðlarnir:

A-riðill (leikið í Herning):

Danmörk

Tékkland

Makedónía

Austurríki

B-riðill (leikið í Álaborg):

Spánn

Ísland

Ungverjaland

Noregur

C-riðill (leikið í Árósum):

Serbía

Frakkland

Pólland

Rússland

D-riðill (leikið í Kaupmannahöfn):

Króatía

Svíþjóð

Hvíta-Rússland

Svartfjallaland






Fleiri fréttir

Sjá meira


×