Mercedes Benz S-Class Plug-in Hybrid Finnur Thorlacius skrifar 10. júlí 2013 14:15 Mercedes Benz mun kynna nýja gerð S-Class bílsins á bílasýningunni í Frankfurt í september. Þessum bíl verður hægt að stinga í samband við hefðbundið heimilsrafmagn og hann getur komist fyrstu 25-30 kílómetrana aðeins á rafmagni. Eyðslutala bílsins verður að líkindum um 3,2 lítrar á hundraðið. Jafnvel er búist við því að mengunartalan verði lægri en í hinum nýja Porsche Panamera Plug-in Hybrid en hann skartar hinni lágu tölu 70 g/km af CO2. Það er reyndar lægri tala en sumar gerðir hins mun minni bíls Toyota Prius. Vélin í þessum nýja S-Class Benz verður 3,5 lítra V6 og gengur fyrir bensíni en rafhlöðurnar verða í botninum á farangursrýminu. Mercedes Benz hefur selt meira af Hybrid bílum en allir aðrir lúxusbílasalarnir samanlagt á síðasta ári svo þeir virðast kunna til verka á þessu sviði. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent
Mercedes Benz mun kynna nýja gerð S-Class bílsins á bílasýningunni í Frankfurt í september. Þessum bíl verður hægt að stinga í samband við hefðbundið heimilsrafmagn og hann getur komist fyrstu 25-30 kílómetrana aðeins á rafmagni. Eyðslutala bílsins verður að líkindum um 3,2 lítrar á hundraðið. Jafnvel er búist við því að mengunartalan verði lægri en í hinum nýja Porsche Panamera Plug-in Hybrid en hann skartar hinni lágu tölu 70 g/km af CO2. Það er reyndar lægri tala en sumar gerðir hins mun minni bíls Toyota Prius. Vélin í þessum nýja S-Class Benz verður 3,5 lítra V6 og gengur fyrir bensíni en rafhlöðurnar verða í botninum á farangursrýminu. Mercedes Benz hefur selt meira af Hybrid bílum en allir aðrir lúxusbílasalarnir samanlagt á síðasta ári svo þeir virðast kunna til verka á þessu sviði.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent