Næsti Land Rover Discovery Finnur Thorlacius skrifar 20. júlí 2013 08:45 Árgerð 2014 af Land Rover Discovery Náðst hafa myndir af 2014 árgerðinni af Land Rover Discovery og að því er virðist eru ekki miklar útlitsbreytingar á bílnum. LED ljósin að framan verða örlítið minni, líkt og á nýjum Range Rover og Evoque. Grillið breytist örlítið ljósanna vegna og á hliðarspeglum verða stefnuljós. Afturhlutinn verður líklega alveg óbreyttur. Stærsta breytingin vrður líklega sú að hann verður boðinn með nýrri og öflugri vél sem kemur úr Jaguar F-Type. Sú vél er 380 hestafla V6 og mun hún leysa af V8 5,0 lítra vélina. Nýja sex strokka vélin verður tengd við 8 gíra sjálfskiptingu frá ZF, en seinna meir 9 gíra skiptinguna sem fyrst mun sjást í Evoque bílnum í haust. Nýr Discovery verður líklega fyrst sýndur á bílasýningunni í Frankfurt í september.Litlar eða engar breytingar að aftan Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent
Náðst hafa myndir af 2014 árgerðinni af Land Rover Discovery og að því er virðist eru ekki miklar útlitsbreytingar á bílnum. LED ljósin að framan verða örlítið minni, líkt og á nýjum Range Rover og Evoque. Grillið breytist örlítið ljósanna vegna og á hliðarspeglum verða stefnuljós. Afturhlutinn verður líklega alveg óbreyttur. Stærsta breytingin vrður líklega sú að hann verður boðinn með nýrri og öflugri vél sem kemur úr Jaguar F-Type. Sú vél er 380 hestafla V6 og mun hún leysa af V8 5,0 lítra vélina. Nýja sex strokka vélin verður tengd við 8 gíra sjálfskiptingu frá ZF, en seinna meir 9 gíra skiptinguna sem fyrst mun sjást í Evoque bílnum í haust. Nýr Discovery verður líklega fyrst sýndur á bílasýningunni í Frankfurt í september.Litlar eða engar breytingar að aftan
Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent