Lyfjum sprautað í fórnarlambið - neitar alfarið sök Hödd Vilhjálmsdóttir skrifar 13. júlí 2013 18:53 Stefán Logi Sívarsson kom fyrir dómara við Héraðsdóm Reykjaness seinni partinn í dag þar sem krafist var gæsluvarðhalds yfir honum. Sérsveit lögreglunnar handtók Stefán í sumarbústað í Miðhúsaskógi í gærkvöldi og höfðu mikinn viðbúnað. Stefáni er gefið að sök tvær líkamsárásir og er önnur þeirra árás á karlmann á þrítugsaldri, en honum var haldið nauðugum í um sólarhring og misþyrmt. Sjónarvottur, sem sá fórnarlambið eftir að hann komst út úr íbúðarhúsi á Stokkseyri þar sem honum var haldið, sagði í samtali við fréttastofu í gær að maðurinn hefði verið mjög illa leikinn, allur skorinn, bólginn í andliti og vankaður. Heimildir fréttastofu herma að ýmis áhöld hafi verið notuð til að pynta manninn á meðan hann var frelsissviptur og að meðal annars hafi fórnarlambið verið barinn með svipu og sprautuð í hann lyfjum. Stefán Logi neitar allri sök í málinu en dómari féllst á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir honum á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Lögmaður Stefáns hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Hæstaréttar og segir hann ekki grunaðan um að hafa verið viðstaddan árásina á Stokkseyri. „Hann hafnar alfarið framkomnum ásökunum lögreglu, en það er lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu sem er að halda málinu fram. Það er ekki komin fram nein kæra af hálfu meintra brotaþola í þessu máli.“ Aðspurður hvort ástæða þess að brotaþolar hafi ekki lagt fram kæru á hendur Stefáni geti stafað af ótta við hann segir Vilhjálmur „Það er mér stórkostlega til efs. Þetta mál virðist allt hefjast fyrir tilstuðlan lögreglu.“ Alls sitja nú fimm karlmenn í gæsluvarðhaldi vegna málsins, tveir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald á miðvikudaginn og aðrir tveir í gær. Stokkseyrarmálið Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Stefán Logi Sívarsson kom fyrir dómara við Héraðsdóm Reykjaness seinni partinn í dag þar sem krafist var gæsluvarðhalds yfir honum. Sérsveit lögreglunnar handtók Stefán í sumarbústað í Miðhúsaskógi í gærkvöldi og höfðu mikinn viðbúnað. Stefáni er gefið að sök tvær líkamsárásir og er önnur þeirra árás á karlmann á þrítugsaldri, en honum var haldið nauðugum í um sólarhring og misþyrmt. Sjónarvottur, sem sá fórnarlambið eftir að hann komst út úr íbúðarhúsi á Stokkseyri þar sem honum var haldið, sagði í samtali við fréttastofu í gær að maðurinn hefði verið mjög illa leikinn, allur skorinn, bólginn í andliti og vankaður. Heimildir fréttastofu herma að ýmis áhöld hafi verið notuð til að pynta manninn á meðan hann var frelsissviptur og að meðal annars hafi fórnarlambið verið barinn með svipu og sprautuð í hann lyfjum. Stefán Logi neitar allri sök í málinu en dómari féllst á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir honum á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Lögmaður Stefáns hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Hæstaréttar og segir hann ekki grunaðan um að hafa verið viðstaddan árásina á Stokkseyri. „Hann hafnar alfarið framkomnum ásökunum lögreglu, en það er lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu sem er að halda málinu fram. Það er ekki komin fram nein kæra af hálfu meintra brotaþola í þessu máli.“ Aðspurður hvort ástæða þess að brotaþolar hafi ekki lagt fram kæru á hendur Stefáni geti stafað af ótta við hann segir Vilhjálmur „Það er mér stórkostlega til efs. Þetta mál virðist allt hefjast fyrir tilstuðlan lögreglu.“ Alls sitja nú fimm karlmenn í gæsluvarðhaldi vegna málsins, tveir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald á miðvikudaginn og aðrir tveir í gær.
Stokkseyrarmálið Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira