Gríðarleg leit vegna meints ofbeldishrotta - fjölskyldufólk stöðvað Valur Grettisson skrifar 12. júlí 2013 12:45 Tveir menn voru handteknir við Laugarvatn í gærkvöldi eftir viðamiklar aðgerðir lögreglu. Málið tengist hrottalegir líkamsárás. Sjónvarottur við Laugarvatn var á leiðinni heim með fjölskyldu úr sumarfríi þegar við þeim blasti þyrla og lögregluleit. Tveir menn voru handteknir við Laugarvatn í gærkvöldi eftir viðamiklar aðgerðir lögreglu. Málið tengist hrottalegri líkamsárás. Sjónarvottur við Laugarvatn var á leiðinni heim með fjölskyldu úr sumarfríi þegar við þeim blasti þyrla og lögregluleit. Lögreglan handtók tvo menn í viðamikilli aðgerð nærri Laugarvatni í gærkvöldi. Sigríður Hjördís Jörundsdóttir sagnfræðingur var á leiðinni heim úr sumarbústað ásamt fjölskyldu sinni þegar bifreið þeirra var stöðvuð. Hún lýsir aðstæðum svona: „Við komum að hringtorginu hjá Laugarvatni og sjáum þá lögregluna þar. Lögreglumaður stoppa okkur og kíkir vel aftur í bílinn. Við sjáum þyrluna rétt hjá, sjúkrabíl og fleiri lögreglumenn. Þegar lögreglumaðurinn var búinn að kíkja inn í bílinn fengum við að halda áfram.“ Aðspurð um viðbúnaðinn svarar Sigríður Hjördís að það hafi verið ljóst að mikið gekk á þegar þyrlan var á svæðinu. „Okkur grunaði nú að það væri verið að leita að einhverjum þegar lögreglan leitaði í bíl hjá venjulegu fjölskyldufólki,“ bætir hún við. Fréttablaðið greindi frá því í dag að lögreglan var að leita að Stefáni Loga Sívarssyni vegna meintrar frelsissviptingar og hrottalegrar líkamsárásar sem á að hafa átt sér stað á Stokkseyri fyrir skömmu. Lýsingarnar á ofbeldinu eru mjög grófar samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Meðal annars mun þolandinn vera með áverka eftir svipuhögg á bakinu. Rótin að árásinni er sögð vera persónulegar deilur Stefáns við þolandann. Tveir menn voru handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins í fyrradag. Annar þeirra er grunaður um að hafa tekið þátt í tveimur frelsissviptingum, þeirri á Stokkseyri og annarri á höfuðborgarsvæðinu, sem stóð skemur. Sá maður er 21 árs og er með fjölda dóma á bakinu, meðal annars fyrir ofbeldisfull rán. Hinn er húsráðandinn á Stokkseyri, þar sem manninum var haldið föngnum. Sá leysti þolandann á endanum úr prísundinni og kom honum í strætisvagn. Mennirnir tveir sem voru handteknir í aðgerðum lögreglu í gær, verða yfirheyrðir í dag. Hafa því alls fjórir verið handteknir vegna málsins. Lögreglan verst frétta vegna málsins. Stokkseyrarmálið Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Tveir menn voru handteknir við Laugarvatn í gærkvöldi eftir viðamiklar aðgerðir lögreglu. Málið tengist hrottalegri líkamsárás. Sjónarvottur við Laugarvatn var á leiðinni heim með fjölskyldu úr sumarfríi þegar við þeim blasti þyrla og lögregluleit. Lögreglan handtók tvo menn í viðamikilli aðgerð nærri Laugarvatni í gærkvöldi. Sigríður Hjördís Jörundsdóttir sagnfræðingur var á leiðinni heim úr sumarbústað ásamt fjölskyldu sinni þegar bifreið þeirra var stöðvuð. Hún lýsir aðstæðum svona: „Við komum að hringtorginu hjá Laugarvatni og sjáum þá lögregluna þar. Lögreglumaður stoppa okkur og kíkir vel aftur í bílinn. Við sjáum þyrluna rétt hjá, sjúkrabíl og fleiri lögreglumenn. Þegar lögreglumaðurinn var búinn að kíkja inn í bílinn fengum við að halda áfram.“ Aðspurð um viðbúnaðinn svarar Sigríður Hjördís að það hafi verið ljóst að mikið gekk á þegar þyrlan var á svæðinu. „Okkur grunaði nú að það væri verið að leita að einhverjum þegar lögreglan leitaði í bíl hjá venjulegu fjölskyldufólki,“ bætir hún við. Fréttablaðið greindi frá því í dag að lögreglan var að leita að Stefáni Loga Sívarssyni vegna meintrar frelsissviptingar og hrottalegrar líkamsárásar sem á að hafa átt sér stað á Stokkseyri fyrir skömmu. Lýsingarnar á ofbeldinu eru mjög grófar samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Meðal annars mun þolandinn vera með áverka eftir svipuhögg á bakinu. Rótin að árásinni er sögð vera persónulegar deilur Stefáns við þolandann. Tveir menn voru handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins í fyrradag. Annar þeirra er grunaður um að hafa tekið þátt í tveimur frelsissviptingum, þeirri á Stokkseyri og annarri á höfuðborgarsvæðinu, sem stóð skemur. Sá maður er 21 árs og er með fjölda dóma á bakinu, meðal annars fyrir ofbeldisfull rán. Hinn er húsráðandinn á Stokkseyri, þar sem manninum var haldið föngnum. Sá leysti þolandann á endanum úr prísundinni og kom honum í strætisvagn. Mennirnir tveir sem voru handteknir í aðgerðum lögreglu í gær, verða yfirheyrðir í dag. Hafa því alls fjórir verið handteknir vegna málsins. Lögreglan verst frétta vegna málsins.
Stokkseyrarmálið Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira