Fara mjúkum höndum um rokkið Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 11. júlí 2013 09:54 Emilíana Torrini og Josh Homme, söngvari og forsprakki Queens of the Stone Age. Samsett mynd/AFP Platan Uncovered Queens of the Stone Age kom út á dögunum og á henni spreyta tólf söngkonur sig á tólf lögum bandarísku rokksveitarinnar Queens of the Stone Age (QOTSA). Íslenska söngkonan Emilíana Torrini er á meðal söngkvennanna tólf en það er Olivier Libaux, liðsmaður frönsku hljómsveitarinnar Nouvelle Vague, sem heldur utan um verkefnið. Libaux segist hafa gengið lengi með hugmyndina í maganum þar sem hann teldi að hrá og hávær tónlist QOTSA yrði dásamleg í mjúkum og rólegum flutningi söngkvenna. "Ég bjó til lista yfir allar uppáhalds söngkonurnar mínar og sendi ógrynni tölvubréfa. Til allrar hamingju fékk ég jákvæð viðbrögð frá mörgum," segir hann í samtali við bloggsíðuna Speakeasy. Torrini syngur lagið Go with the Flow af plötunni Songs For the Deaf frá árinu 2002, en hún er almennt talin besta plata QOTSA. Af öðrum söngkonum á plötunni má nefna Katharine Whalen, Inara George, Gaby Moreno og Alela Diane. Josh Homme, aðalsprauta QOTSA, lagði blessun sína yfir verkefnið og er að eigin sögn í skýjunum yfir útkomunni, en sveitin sendi á dögunum frá sér breiðskífuna ...Like Clockwork, sem hefur fengið góðar viðtökur frá gagnrýnendum jafnt sem almenningi.Fyrsta plata Nouvelle Vague kom út árið 2003.Breyta pönki í dinnertónlist Nouvelle Vague er samstarfsverkefni Frakkanna Olivier Libaux og Marc Collin sem staðið hefur yfir í um áratug. Þeir hafa sent frá sér nokkrar plötur þar sem þeir fá ýmsar söngkonur til að spreyta sig á gömlum pönk- og nýbylgjuslögurum sem settir hafa verið í bossa nova-útsetningar að hætti 7. áratugarins. Hljómsveitir eins og Joy Division, Dead Kennedys, Buzzcocks og XTC hafa verið heiðraðar af Nouvelle Vague, og enn í dag má stundum heyra þessar óvenjulegu útgáfur á millifínum veitingahúsum borgarinnar. Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Platan Uncovered Queens of the Stone Age kom út á dögunum og á henni spreyta tólf söngkonur sig á tólf lögum bandarísku rokksveitarinnar Queens of the Stone Age (QOTSA). Íslenska söngkonan Emilíana Torrini er á meðal söngkvennanna tólf en það er Olivier Libaux, liðsmaður frönsku hljómsveitarinnar Nouvelle Vague, sem heldur utan um verkefnið. Libaux segist hafa gengið lengi með hugmyndina í maganum þar sem hann teldi að hrá og hávær tónlist QOTSA yrði dásamleg í mjúkum og rólegum flutningi söngkvenna. "Ég bjó til lista yfir allar uppáhalds söngkonurnar mínar og sendi ógrynni tölvubréfa. Til allrar hamingju fékk ég jákvæð viðbrögð frá mörgum," segir hann í samtali við bloggsíðuna Speakeasy. Torrini syngur lagið Go with the Flow af plötunni Songs For the Deaf frá árinu 2002, en hún er almennt talin besta plata QOTSA. Af öðrum söngkonum á plötunni má nefna Katharine Whalen, Inara George, Gaby Moreno og Alela Diane. Josh Homme, aðalsprauta QOTSA, lagði blessun sína yfir verkefnið og er að eigin sögn í skýjunum yfir útkomunni, en sveitin sendi á dögunum frá sér breiðskífuna ...Like Clockwork, sem hefur fengið góðar viðtökur frá gagnrýnendum jafnt sem almenningi.Fyrsta plata Nouvelle Vague kom út árið 2003.Breyta pönki í dinnertónlist Nouvelle Vague er samstarfsverkefni Frakkanna Olivier Libaux og Marc Collin sem staðið hefur yfir í um áratug. Þeir hafa sent frá sér nokkrar plötur þar sem þeir fá ýmsar söngkonur til að spreyta sig á gömlum pönk- og nýbylgjuslögurum sem settir hafa verið í bossa nova-útsetningar að hætti 7. áratugarins. Hljómsveitir eins og Joy Division, Dead Kennedys, Buzzcocks og XTC hafa verið heiðraðar af Nouvelle Vague, og enn í dag má stundum heyra þessar óvenjulegu útgáfur á millifínum veitingahúsum borgarinnar.
Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög