Hin sextán ára sundkona Ruta Meilutyte frá Litháen sló í kvöld nýtt heimsmet í 100 metra bringusundi en hún kom í mark á tímanum 1:04,35 og bætti því gamla metið um sjö sekúndubrot.
Heimsmeistaramótið í sundi fer fram þessa daganna í Barcelona á Spáni en þetta sundundur vann á Ólympíuleikunum í sömu grein síðasta sumar.
Úrslitasundið fer fram á morgun og verður að teljast líklegt að sundkonan verði heimsmeistari.
„Það að slá heimsmet hefur alltaf verið eitt af mínum markmiðum,“ sagði Ruta Meilutyte.
„Heimsmetið er í raun mér mikilvægara en gullverðlaun. Næsta markmið er að komast undir 1:04 mínútur.“
