Íslenski boltinn

Jóhann Laxdal og Kristinn Jónsson valdir í landsliðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lars Lagerbäck og Gylfi Þór Sigurðsson.
Lars Lagerbäck og Gylfi Þór Sigurðsson. Mynd/Anton
Lars Lagerbäck, þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, hefur tilkynnt hópinn sem mætir Færeyingum í æfingaleik á Laugardalsvelli miðvikudaginn 14. ágúst. Stjörnumaðurinn Jóhann Laxdal er eini nýliðinn í hópnum en Lars valdi einnig Kristinn Jónsson úr Breiðabliki í 22 manna hópinn sinn.

Jóhann og Kristinn eru einu útileikmennirnir úr Pepsi-deildinni en báðir markverðir liðsins, Hannes Þór Halldórsson (KR) og Gunnleifur Gunnleifsson (Breiðabliki) spila líka hér heima.

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, er enn að jafna sig á axlarmeiðslunum sem hann varð fyrir í vor og er því ekki valinn í hópinn að þessu sinni. Kolbeinn Sigþórsson hefur hingað til borið fyrirliðabandið í hans fjarveru.

FH-ingurinn Björn Daníel Sverrisson, sem hefur átt frábært tímabil í Pepsi-deildinni og skrifaði undir samning við norska liðið Viking í dag, er ekki í hópnum og það er heldur ekki Gunnar Heiðar Þorvaldsson sem hefur farið á kostum í sænsku deildinni og var nýverið seldur til tyrkneska liðsins Konyaspor.

Íslenski landsliðshópurinn á móti Færeyjum:

Markverðir:

Hannes Þór Halldórsson, KR

Gunnleifur Gunnleifsson, Breiðabliki

Varnarmenn

Birkir Már Sævarsson, Brann

Sölvi Geir Ottesen, FC Ural

Ragnar Sigurðsson, FC Kaupmannahöfn

Kári Árnason, Rotherham

Ari Freyr Skúlason, OB

Hjálmar Jónsson, IFK Gautaborg

Hallgrímur Jónasson, Sönderjyske

Kristinn Jónsson, Breiðabliki

Jóhann Laxdal, Stjörnunni

Miðjumenn:

Gylfi Þór Sigurðsson, Tottenham

Birkir Bjarnason, Pescara

Rúrik Gíslason, FC Kaupmannahöfn

Helgi Valur Daníelsson, CF OS Belenenses

Emil Hallfreðsson, Hellas Verona

Ólafur Ingi Skúlason, SV Zulte Waregem

Jóhann Berg Guðmundsson, AZ Alkmaar

Sóknarmenn:

Kolbeinn Sigþórsson, Ajax

Alfreð Finnbogason, Heerenveen

Eiður Smári Guðjohnsen, Club Brugge

Arnór Smárason, Helsingborg IF

Leikurinn fer fram á miðvikudaginn á Laugardalsvelli og hefst klukkan 19.45. Miðasala fer fram hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×