Tesla kemur aftur á óvart með hagnaði Finnur Thorlacius skrifar 8. ágúst 2013 11:58 Rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla kom flestum á óvart með því að skila hagnaði á fyrsta ársfjórðungi og áttu fáir von á að Tesla myndi skila hagnaði á neinum öðrum ársfjórðungi þessa árs. Annað kom í ljós í gær, því hagnaður annars ársfjórðungs nam 0,2 dollurum á hlut, en sérfræðingar höfðu spáð 0,17 dollara tapi á hvern hlut. Tesla afhenti 5.150 Model S bíla á öðrum ársfjórðungi og er sá fjöldi bíla meiri en markaðurinn hafði spáð. Á fyrsta ársfjórðungi seldi Tesla 4.750 bíla. Báða þessa ársfjórðunga seldi Tesla fleiri lúxusbíla í Bandríkjunum í stærðarflokki Model S bílsins en hver hinna þýsku lúxusbílaframleiðenda. Er þá átt við bílana Mercedes Benz S-Class, BMW 7-línuna og Audi A8. Tesla hefur hækkað söluspá sína fyrir þetta ár, frá 20.000 bílum í 21.000. Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent
Rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla kom flestum á óvart með því að skila hagnaði á fyrsta ársfjórðungi og áttu fáir von á að Tesla myndi skila hagnaði á neinum öðrum ársfjórðungi þessa árs. Annað kom í ljós í gær, því hagnaður annars ársfjórðungs nam 0,2 dollurum á hlut, en sérfræðingar höfðu spáð 0,17 dollara tapi á hvern hlut. Tesla afhenti 5.150 Model S bíla á öðrum ársfjórðungi og er sá fjöldi bíla meiri en markaðurinn hafði spáð. Á fyrsta ársfjórðungi seldi Tesla 4.750 bíla. Báða þessa ársfjórðunga seldi Tesla fleiri lúxusbíla í Bandríkjunum í stærðarflokki Model S bílsins en hver hinna þýsku lúxusbílaframleiðenda. Er þá átt við bílana Mercedes Benz S-Class, BMW 7-línuna og Audi A8. Tesla hefur hækkað söluspá sína fyrir þetta ár, frá 20.000 bílum í 21.000.
Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent