Fry líkir Pútín við Hitler Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. ágúst 2013 23:15 Stephen Fry. Nordicphotos/AFP Sjónvarpsmaðurinn og grínistinn Stephen Fry hefur bæst í hóp þeirra sem eru á móti því að Vetrarólympíuleikarnir árið 2014 fari fram í Rússlandi. Skoðun sína byggir Fry á nýjum lögum í Rússlandi sem takmarka réttindi samkynhneigðra. Líkir hann ákvörðuninni að halda leikana í Rússlandi við þá að hafa Ólympíuleika í Berlín árið 1936 þegar nasistar réðu þar völdum. Þetta kemur fram í opnu bréfi sem Fry hefur birt og er stílað á Alþjóðaólympíunefndina og David Cameron, forsætisráðherra Breta. Bréfið birti Fry á heimasíðu sinni og hefur dreift meðal annars á Twitter þar sem tvær milljónir manna fylgjast með skoðunum hans. „Vladimir Pútín er að gera samkynhneigða að sökudólgum líkt og Hitler gerði við gyðingana," skrifar Fry. Fry, sem er samkynhneigður, er afar harðorður í garð nýrra laga í Rússlandi. „Pútín er að endurtaka glæpinn. Aðeins núna beinist hann gegn samkynhneigðum, tvíkynhneigðum og transfólki í Rússlandi," skrifar Fry. Vetrarólympíuleikarnir eiga að fara fram í Sochi í febrúar. Fry segir nauðsynlegt að koma í veg fyrir að leikarnir fari fram í Rússlandi. „Haldið þá hvar sem er annars staðar, Utah, Lillehammer eða hvar sem er. Hvað sem það kostar. Það má ekki líta þannig út að Pútín hafi samþykki heimsins." Nýju lögin, sem nýlega voru samþykkt, eiga að koma í veg fyrir hvers kyns samkomur til stuðnings óhefðbundinni kynhneigð. Háar sektir bíða þeirra sem reyna að mæla með samkynhneigð fyrir fólk yngra en átján ára. Íþróttir Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Grindavík - Njarðvík | Toppslagur í HS Orku-höllinni Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Sjá meira
Sjónvarpsmaðurinn og grínistinn Stephen Fry hefur bæst í hóp þeirra sem eru á móti því að Vetrarólympíuleikarnir árið 2014 fari fram í Rússlandi. Skoðun sína byggir Fry á nýjum lögum í Rússlandi sem takmarka réttindi samkynhneigðra. Líkir hann ákvörðuninni að halda leikana í Rússlandi við þá að hafa Ólympíuleika í Berlín árið 1936 þegar nasistar réðu þar völdum. Þetta kemur fram í opnu bréfi sem Fry hefur birt og er stílað á Alþjóðaólympíunefndina og David Cameron, forsætisráðherra Breta. Bréfið birti Fry á heimasíðu sinni og hefur dreift meðal annars á Twitter þar sem tvær milljónir manna fylgjast með skoðunum hans. „Vladimir Pútín er að gera samkynhneigða að sökudólgum líkt og Hitler gerði við gyðingana," skrifar Fry. Fry, sem er samkynhneigður, er afar harðorður í garð nýrra laga í Rússlandi. „Pútín er að endurtaka glæpinn. Aðeins núna beinist hann gegn samkynhneigðum, tvíkynhneigðum og transfólki í Rússlandi," skrifar Fry. Vetrarólympíuleikarnir eiga að fara fram í Sochi í febrúar. Fry segir nauðsynlegt að koma í veg fyrir að leikarnir fari fram í Rússlandi. „Haldið þá hvar sem er annars staðar, Utah, Lillehammer eða hvar sem er. Hvað sem það kostar. Það má ekki líta þannig út að Pútín hafi samþykki heimsins." Nýju lögin, sem nýlega voru samþykkt, eiga að koma í veg fyrir hvers kyns samkomur til stuðnings óhefðbundinni kynhneigð. Háar sektir bíða þeirra sem reyna að mæla með samkynhneigð fyrir fólk yngra en átján ára.
Íþróttir Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Grindavík - Njarðvík | Toppslagur í HS Orku-höllinni Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Sjá meira