Framleiðsla á Ferrari eftirhermum stöðvuð Finnur Thorlacius skrifar 15. ágúst 2013 08:45 Lögreglan á Spáni lokaði verkstæði í Valencia þar sem smíðaðar voru eftirhermur af Ferrari bílum. Þegar lögreglan kom í heimsókn voru 17 bílar langt komnir í smíðinni og 3 þeirra tilbúnir til sölu. Bílarnir voru af gerðunum Ferrari F430, F430 Spider og 458 Spider. Bílana smíðuðu þessir óprúttnu bílasmiðir uppúr Pontiac Fiero bílum en svo vel hafði þeim tekist til við smíðina að það þurfti augu þeirra sem þekkja vel til Ferrari bíla til að sjá muninn á ytra byrði þeirra, þó erfitt hljóti að reynast að ná aksturgæðum og vélum Ferrari bíla. Á verkstæðinu fundust einnig tvær eftirmyndir Aston Martin bíla sem til stóða að selja gegnum netið, eins og „Ferrari/Fiero“ bílana. Alls voru 8 starfsmenn handteknir og ekki er víst að þeir hefji störf aftur á næstunni. Sá sem hafði látið lögregluna vita rekur eitt söluumboða Ferrari á Spáni. Svo langt hafði verið gengið við smíðina að þeir hlutir sem ekki reyndist unnt að herma eftir voru hreinlega frá Ferrari. Sjá má myndskeið frá heimsókn lögreglunnar hér að ofan. Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent
Lögreglan á Spáni lokaði verkstæði í Valencia þar sem smíðaðar voru eftirhermur af Ferrari bílum. Þegar lögreglan kom í heimsókn voru 17 bílar langt komnir í smíðinni og 3 þeirra tilbúnir til sölu. Bílarnir voru af gerðunum Ferrari F430, F430 Spider og 458 Spider. Bílana smíðuðu þessir óprúttnu bílasmiðir uppúr Pontiac Fiero bílum en svo vel hafði þeim tekist til við smíðina að það þurfti augu þeirra sem þekkja vel til Ferrari bíla til að sjá muninn á ytra byrði þeirra, þó erfitt hljóti að reynast að ná aksturgæðum og vélum Ferrari bíla. Á verkstæðinu fundust einnig tvær eftirmyndir Aston Martin bíla sem til stóða að selja gegnum netið, eins og „Ferrari/Fiero“ bílana. Alls voru 8 starfsmenn handteknir og ekki er víst að þeir hefji störf aftur á næstunni. Sá sem hafði látið lögregluna vita rekur eitt söluumboða Ferrari á Spáni. Svo langt hafði verið gengið við smíðina að þeir hlutir sem ekki reyndist unnt að herma eftir voru hreinlega frá Ferrari. Sjá má myndskeið frá heimsókn lögreglunnar hér að ofan.
Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent