400 hestafla Yaris í Frankfurt Finnur Thorlacius skrifar 14. ágúst 2013 13:45 Toyota hefur ekki gefið mikið upp um útlit bílsins eins og sjá má hér. Margir athygliverðir og óvanalegir bílar verða til sýnis á bílasýningunni í Frankfürt sem hefst eftir minna en mánuð. Þessi mun örugglega vekja tilhlýðilega athygli, en það er ekki á hverjum degi sem Toyota smíðar 400 hestafla Yaris bíl. Ekki er vitað hversu stór vélin er í þessum bíl og harla ólíklegt að Toyota hafi troðið 8 strokka vél í húddið á honum svo skila megi öllu þessu afli til hjólanna. Líklegra er að hún sé háþrýst minni vél. Eitt er þó víst, bíllinn notast við hybrid búnað til að auka aflið og fær tvo rafmagnsmótora. Bíllinn ber nafnið Toyota Hybrid R Concept og er byggður á sömu hugmyndafræði og Toyota TS030 Le Mans hybrid bíllinn sem náði frábærum árangri í Le Mans 24 klukkutíma þolakstrinum og skilaði tveimur slíkum bílum næst á eftir sigurvegurunum frá Audi. Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent
Margir athygliverðir og óvanalegir bílar verða til sýnis á bílasýningunni í Frankfürt sem hefst eftir minna en mánuð. Þessi mun örugglega vekja tilhlýðilega athygli, en það er ekki á hverjum degi sem Toyota smíðar 400 hestafla Yaris bíl. Ekki er vitað hversu stór vélin er í þessum bíl og harla ólíklegt að Toyota hafi troðið 8 strokka vél í húddið á honum svo skila megi öllu þessu afli til hjólanna. Líklegra er að hún sé háþrýst minni vél. Eitt er þó víst, bíllinn notast við hybrid búnað til að auka aflið og fær tvo rafmagnsmótora. Bíllinn ber nafnið Toyota Hybrid R Concept og er byggður á sömu hugmyndafræði og Toyota TS030 Le Mans hybrid bíllinn sem náði frábærum árangri í Le Mans 24 klukkutíma þolakstrinum og skilaði tveimur slíkum bílum næst á eftir sigurvegurunum frá Audi.
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent