Pottadólgurinn Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 12. ágúst 2013 09:33 Frjálslyndið faðmar mig fastar með hverju árinu sem líður. Ég hef megna andstyggð á karlrembu, rasisma og hómófóbíu og tel mig nokkuð víðsýnan. Í raun dettur mér fátt í hug sem gæti slegið mig út af laginu. Ég fór upp í sumarbústað með fjórum öðrum karlmönnum yfir helgina þar sem á dagskrá var öldrykkja, neysla grillmatar og hangs í heitum potti. Allir erum við komnir aðeins yfir þrítugt og því var andrúmsloftið afslappað og ólætin engin. Bara fimm settlegir menn að njóta sveitarinnar og félagsskapar hver annars. Þegar í pottinn var komið reyndist einn þó vera í heldur meira stuði en hinir. Líklega var hann með aðeins meira fljótandi í mallanum en í öllu falli leysti hann niður um sig sundbuxurnar og sat þarna á Adamsklæðunum eins og ekkert væri sjálfsagðara. Það kom eilítið fát á okkur hina. Þetta var ekki óþægilegt en við vissum ekki alveg hvernig við ættum að haga okkur. Ég hafði aldrei áður legið í sama vatni og karlmaður í engum fötum og því kann ég það ekki alveg. Ég velti því lengi fyrir mér hvort ég hefði fundið þarna einhverja hómófóbíu sem ég vissi ekki af. Var ég kannski ekki jafn frjálslyndur og ég hélt? Af hverju forðaðist ég að horfa í áttina að einum besta vini mínum til margra ára, meinlausum nokkurra barna föður sem vildi bara láta sér líða eins vel og hann gæti? Og jafnvel þótt ég væri ekki að horfa beint á hann þá getur typpi verið ansi dóminerandi í jaðarsjóninni. Ég ákvað að reyna að leiða þetta hjá mér. Við erum allir með typpi. Hvað með það þótt hann væri ekki í sundbuxum? Kannski myndi þessi reynsla bara gera mig enn frjálslyndari og víðsýnni mann. En þá fór hann að leika vindmyllu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Frjálslyndið faðmar mig fastar með hverju árinu sem líður. Ég hef megna andstyggð á karlrembu, rasisma og hómófóbíu og tel mig nokkuð víðsýnan. Í raun dettur mér fátt í hug sem gæti slegið mig út af laginu. Ég fór upp í sumarbústað með fjórum öðrum karlmönnum yfir helgina þar sem á dagskrá var öldrykkja, neysla grillmatar og hangs í heitum potti. Allir erum við komnir aðeins yfir þrítugt og því var andrúmsloftið afslappað og ólætin engin. Bara fimm settlegir menn að njóta sveitarinnar og félagsskapar hver annars. Þegar í pottinn var komið reyndist einn þó vera í heldur meira stuði en hinir. Líklega var hann með aðeins meira fljótandi í mallanum en í öllu falli leysti hann niður um sig sundbuxurnar og sat þarna á Adamsklæðunum eins og ekkert væri sjálfsagðara. Það kom eilítið fát á okkur hina. Þetta var ekki óþægilegt en við vissum ekki alveg hvernig við ættum að haga okkur. Ég hafði aldrei áður legið í sama vatni og karlmaður í engum fötum og því kann ég það ekki alveg. Ég velti því lengi fyrir mér hvort ég hefði fundið þarna einhverja hómófóbíu sem ég vissi ekki af. Var ég kannski ekki jafn frjálslyndur og ég hélt? Af hverju forðaðist ég að horfa í áttina að einum besta vini mínum til margra ára, meinlausum nokkurra barna föður sem vildi bara láta sér líða eins vel og hann gæti? Og jafnvel þótt ég væri ekki að horfa beint á hann þá getur typpi verið ansi dóminerandi í jaðarsjóninni. Ég ákvað að reyna að leiða þetta hjá mér. Við erum allir með typpi. Hvað með það þótt hann væri ekki í sundbuxum? Kannski myndi þessi reynsla bara gera mig enn frjálslyndari og víðsýnni mann. En þá fór hann að leika vindmyllu.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun