Jepplingasala leiðir söluaukningu í BNA Finnur Thorlacius skrifar 11. september 2013 10:15 Honda CR-V selst eins og heitar lummur í Bandaíkjunum. Sala bíla í ágúst í Bandaríkjunum jókst um 17% í ágúst frá sama mánuði í fyrra. Sala jepplinga jókst hinsvegar um 36%. Þetta var tíundi mánuðurinn í röð sem sala jepplinga eykst meira en heildarsalan. Sala Toyota RAV4 jókst um 50% og Honda CR-V hefur aldrei selst betur þar vestra og náði 45% vexti milli ára. Er Honda CR-V sá jepplingur sem selst í flestum eintökum til Bandaríkjamanna nú en Ford Escape er í öðru sæti. Allir framleiðendur jepplinga eiga í vandræðum með að eiga nægan lager fyrir Bandaríkjamarkað. Jepplingar náðu ríflega fjórðungi heildarsölunnar í ágúst í Bandaríkjunum og hafa nú selst 2,6 milljónir slíkra þar á árinu. Sala jepplinga í fyrra nam 23,5% heildarsölunnar. Árið 2007, þegar heildarsalan náði 16 milljónum bíla, eins og hún stefnir einmitt í í ár, var hlutur jepplinga aðeins 15% hennar. Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent
Sala bíla í ágúst í Bandaríkjunum jókst um 17% í ágúst frá sama mánuði í fyrra. Sala jepplinga jókst hinsvegar um 36%. Þetta var tíundi mánuðurinn í röð sem sala jepplinga eykst meira en heildarsalan. Sala Toyota RAV4 jókst um 50% og Honda CR-V hefur aldrei selst betur þar vestra og náði 45% vexti milli ára. Er Honda CR-V sá jepplingur sem selst í flestum eintökum til Bandaríkjamanna nú en Ford Escape er í öðru sæti. Allir framleiðendur jepplinga eiga í vandræðum með að eiga nægan lager fyrir Bandaríkjamarkað. Jepplingar náðu ríflega fjórðungi heildarsölunnar í ágúst í Bandaríkjunum og hafa nú selst 2,6 milljónir slíkra þar á árinu. Sala jepplinga í fyrra nam 23,5% heildarsölunnar. Árið 2007, þegar heildarsalan náði 16 milljónum bíla, eins og hún stefnir einmitt í í ár, var hlutur jepplinga aðeins 15% hennar.
Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent