Draumatölur frá BMW Finnur Thorlacius skrifar 11. september 2013 08:45 Hver vill ekki eiga bíl sem er 345 hestöfl, 4,5 sekúndur í hundraðið en eyðir aðeins 4,3 lítrum á hverja 100 kílómetra? Þeir eru líklega margir og þá er bara eitt að gera, kaupa sér BMW 5 Alpina D3 Bi-Turbo. Þessi bíll er með sex strokka dísilvél og tvær túrbínur og hann má bæði fá sem venjulegan sedan bíl og í station útgáfu sem hentar vel til langra ferðalaga. Í þeim ferðalögum má flýta sér verulega á þýsku hraðbrautunum því hámarkshraði bílsins er 278 km/klst. Þessi bíll er ætlaður á markað í Evrópu og hann mun ekki fást í Bandaríkjunum þar sem heimamenn þar eru ekki ginkeyptir fyrir dísilbílum. Það gæti þó verið að breytast. Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Innlent
Hver vill ekki eiga bíl sem er 345 hestöfl, 4,5 sekúndur í hundraðið en eyðir aðeins 4,3 lítrum á hverja 100 kílómetra? Þeir eru líklega margir og þá er bara eitt að gera, kaupa sér BMW 5 Alpina D3 Bi-Turbo. Þessi bíll er með sex strokka dísilvél og tvær túrbínur og hann má bæði fá sem venjulegan sedan bíl og í station útgáfu sem hentar vel til langra ferðalaga. Í þeim ferðalögum má flýta sér verulega á þýsku hraðbrautunum því hámarkshraði bílsins er 278 km/klst. Þessi bíll er ætlaður á markað í Evrópu og hann mun ekki fást í Bandaríkjunum þar sem heimamenn þar eru ekki ginkeyptir fyrir dísilbílum. Það gæti þó verið að breytast.
Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Innlent