Audi Sport Quattro í Frankfurt Finnur Thorlacius skrifar 10. september 2013 15:45 Audi Sport Quattro er 700 hestöfl Klæðin verða tekin af arftaka hins fræga Quattro bíls Audi á bílasýningunni í Frankfurt sem er að hefjast. Quattro bíllinn kom fyrst frá árið 1980 og vann ófáar rallkeppnirnar og setti brautarmet í Pikes Peak fjallaklifurkeppninni árið 1987. Sá bíll var 306 hestöfl sem þótti hressilegt þá. Arftakinn er með 700 hestöfl í farteskinu sem hann bæði fær með 560 hestafla 4,0 lítra V8 vél og Hybrid kerfi. Aflið er sem fyrr sent til allra hjólanna. Bíllinn er 3,7 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn er 306 km/klst. Útlit nýja bílsins ber talsverðan keim af þeim gamla. Bíllinn er að miklu leiti smíðaður úr koltrefjum og verður því mjög léttur. Bíllinn á að geta farið fyrstu 50 kílómetrana aðeins á rafmagsafli sem kemur frá 14,1 kWh lithium ion rafhlöðum. Með þessum Hybrid búnaði eyðir bíllinn aðeins 2,5 lítrum og mengun bílsins er aðeins 59 g CO2. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent
Klæðin verða tekin af arftaka hins fræga Quattro bíls Audi á bílasýningunni í Frankfurt sem er að hefjast. Quattro bíllinn kom fyrst frá árið 1980 og vann ófáar rallkeppnirnar og setti brautarmet í Pikes Peak fjallaklifurkeppninni árið 1987. Sá bíll var 306 hestöfl sem þótti hressilegt þá. Arftakinn er með 700 hestöfl í farteskinu sem hann bæði fær með 560 hestafla 4,0 lítra V8 vél og Hybrid kerfi. Aflið er sem fyrr sent til allra hjólanna. Bíllinn er 3,7 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn er 306 km/klst. Útlit nýja bílsins ber talsverðan keim af þeim gamla. Bíllinn er að miklu leiti smíðaður úr koltrefjum og verður því mjög léttur. Bíllinn á að geta farið fyrstu 50 kílómetrana aðeins á rafmagsafli sem kemur frá 14,1 kWh lithium ion rafhlöðum. Með þessum Hybrid búnaði eyðir bíllinn aðeins 2,5 lítrum og mengun bílsins er aðeins 59 g CO2.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent